Skærbleik rós dagsins

a7eb18b25763ac5b

Fær hinn nýskipaði ráðherra velferðarmála, Jóhanna Sigurðardóttir.

Trúnó fagnar endurkomu þessarar öflugu konu í stól ráðherra jafnréttismála, aldraðra, öryrkja, innflytjenda, fjölskyldunnar já stól ráðherra velferðarmála.

Jóhanna hefur verið einn af öflugustu talsmönnum jafnréttis á Alþingi um áratugaskeið og væntum við mikils af henni.

Þess vegna hlýtur hún bleikustu rós dagsins í dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Tek undir þessa veitingu bleiku rósarinnar til Jóhönnu. Hennar tími er kominn og þar með allra þeirra sem þurftu öflugan talsmann með hjartað á réttum stað fyrir réttlæti og raunverulegu manngildi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 11:41

2 identicon

Jóhanna Sigurðardóttir er sönn jafnaðarmannneskja með hjartað á réttum stað. Jóhanna hefur áður sýnt það að hún lætur verkin tala  og ég hlakka virkilega til að fylgjast með störfum hennar í  ráðuneyti velferðarmála - þarna á hún heima ! 

Heiða Björg Hilmisdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.5.2007 kl. 08:58

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir


Þetta er hennar ráðuneyti og það átti enginn annar að fá en hún. Rétt kona á réttum stað þarna og held að flestir séu sammála um það! Til hamingju

Laufey Ólafsdóttir, 29.5.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband