Uppskrift að prinsessu

Eftir Sigrúnu Jónsdóttur.

Svona eiga prinsessur að vera – heitir bók sem JPV auglýsti í dagblaðinu 24 stundum föstudaginn 9. nóvember sl. og hvílík auglýsing. Mér varð um og ó – er ekki allt í lagi hjá þeim? Hvaða ár hefur komið upp á dagatalinu hjá þessu annars ágæta fyrirtæki. Í kynningartexta um bókina segir m.a. að Petra prinsessa muni með aðstoð Prinsessufélagsins kenna ungum stúlkum “allt sem þær þurfa að vita til að verða prinsessur, til dæmis hvernig eigi að vera falleg og hvernig best sé að ná góðu sambandi við álfkonuna góðu, takast á við álög, finna draumaprinsinn og stjórna ríkinu vel og viturlega.” Er þetta ekki alveg með ólíkindum að þessi skilaboð skuli vera gefin út í bók í dag og dregin fram í blaðaauglýsingu? Verið er að auglýsa aðra bók í sömu auglýsingu og hún heitir “Sjóræningjar” um hana lykur blár litur þar er textinn hlutlausari og allt annað orðalag notað. Prinsessubókin er umlukin bleikum lit og að sjálfsögðu er kóróna framan á bókinni. Það eru öll tákn og skilaboð á sínum stað, stelpur verið fallegar og ef þið eruð ekki nógu fallegar þá er hægt að hjálpa ykkur til þess svo þið getið nú fundið draumaprinsinn. Orð duga vart til að lýsa undrun og reiði sem helltist yfir undirritaða við lestur á þessari auglýsingu. Var að vona og hélt reyndar að svona skilaboð til ungra stúkna heyrðu fortíðinni til og að barátta kvenna til margra ára hefðu raunverulega breytt hugsunarhætti þannig að við myndum ekki sjá svona auglýsingu árið 2007.


Sigrún hefur verið virk í jafnréttisumræðunni í mörg herrans ár...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Arg! að þetta skuli ennþá fyrirfinnast...

 Ég man þegar ég var lítil; þá hafði ég brennandi áhuga á byssó og kúrekaleikjum og þessháttar, en afskaplega takmarkaðan áhuga á prinsessuleikjum.  Þá var hinsvegar kyni manns hinsvegar ávallt slengt framan í mann eins og það væri fötlun: "þú ert stelpa, þú kannt ekkert byssó" ... Man hvað mér fannst þetta ótrúlega ósanngjarnt. 
Skildi aldrei upp né niður í því að nágrannavinkonurnar vildu ALLTAF vera prinsessur á öskudaginn, eða einhverjir disney-karakterar.  Tók til þess bragðs að heimta að vera vonda stjúpan, illa álfkonan eða vampíra í stað prinsessuhlutverksins, og mikið er ég fegin því að móðir mín píndi mig ekki í eitthvað svona hlutverk. 

Svo sitjum við og furðum okkur á því að stelpurnar okkar hugsi ekki um annað en hvernig á að líta út (og þá aðallega til að næla í einhvern karl) ...

kiza, 13.11.2007 kl. 15:24

2 identicon

Verð að segja að ég tek undir þetta.  Var að passa eina litla um helgina og meira að segja GÚMMÍSTÍGVÉLIN hennar voru BLEIK með mynd af PRINSESSU!!  Hvað er að sumum mömmum og ömmum? 

Margrét (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:30

3 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Stúlkur! Þið vitið eins vel og ég að það þýðir ekkert að segja fólki hvað því á að finnast eða hvaða hlutverk það velur sér. Og takist að temja úr mönnum meintar hugvillur eins og þið gefið í skyn er það ekkert annað en sefjun og fanatismi.

Því segi ég hiklaust: Áfram prinsessur, prinsar, ævintýri og marglit  gúmmístígvél!

Guðmundur Pálsson, 14.11.2007 kl. 13:27

4 identicon

já, svo sannarlega er þetta hörmung, vonum að enginn sé svo hugsunarlaus að kaupa þessa bók fyrir stelpurnar sínar eða ömmu/afa stelpurnar sínar. Sorglegt í hvaða þessi útgáfa hefur verið að stefna( JPV). Nema kannski Guðmundur Pálsson :)

Ef einhver hefur áhuga, þá hef ég verið að standa í svolítið erfiðum málum hvað varðar ímynd stúlkna  http://muse.blog.is/blog/muse/ 

Alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 14:22

5 identicon

æi, þetta kom frá mér einhverri biðu, vona að þetta skiljist...

Alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 14:24

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fyrir hvaða aldur eru þessar bækur ætlaðar??? virkar ekki spennandi lesning.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 01:18

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þessi má fara á haugana með negrastrákaskruddunni. Hvað eru bókaforlög í dag að hugsa???

Laufey Ólafsdóttir, 24.11.2007 kl. 23:50

8 identicon

Verið er að loka atvinnustarfsemi í borginni, nánar tiltekið nektarstað. Rökin fyrir því að  borgaryfirvöld banna tiltekna starfsemi heyrði ég hjá borgarfulltrúanum Oddnýju Sturludóttur í gær í Silfri Egils: ólíðandi að líkami kvenna sé hlutgerður.

Fyrst það að verið sé að hlutgera líkama eru rökin fyrir því að yfirvöld banna atvinnustarfsemi, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að borgaryfirvöld hafa í sínum ranni nákvæma skilgreiningu á því hvað átt sé við með "hlutgerfingu líkama". En vissulega hefur borgaryfirvöldum láðst að gera þjóðinni grein fyrir því hver skilgreiningin sé á þessu mikilvæga atriði sem ræður því hvort fólki sé frjálst að starfa eða ekki.

Ennfremur þyrftu borgaryfirvöld að skýra - nákvæmlega - fyrir þjóðinni hvers vegna súludans teljist hlutgerfing líkama, fremur en segjum iðja ballettdansara eða hvers kyns annarra dansara eða íþróttamanna eða geimfara.

Eigum við etv á hættu að líkami okkar hafi hlutgerst er við sofum?

Ennfremur þyrftu borgaryfirvöld að skýra - nákvæmlega - fyrir þjóðinni af hverju það sé slæmt að líkami sé hlutgerður.

Ennfremur þyrftu borgaryfirvöld að skýra - nákvæmlega - fyrir þjóðinni af hverju konu sem lætur þá slæmsku yfir sig ganga að vera hlutgerð skuli bannað það með lögum, en fólki almennt, jafnvel konum, leyft að ráða því sjálft hvort það láti hitt og þetta slæmt yfir sig ganga. Til að mynda Oddný í Silfri Egils: með heimskulegri og hræsnisfullri forræðishyggju sinni sem hún viðraði í Silfri Egils í gær (eflaust í grennd við einhverja súlu) gerði hún sér slæmt, því hún var jú með orðum sínum að rýra virðingu sína í augum fólks. 

guðmundur bergsson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband