Hvað gerir Sjálfstæðisformaður?

Hugsið ykkur hvað það yrði stórkostlegt ef formaður Sjálfstæðisflokksins gerði slíkt hiðsama og skipaði konur jafnt sem karla í sæti ráðherra ríkisstjórnarinnar.

Sjálfstæðismenn sóttu Þorgerði í fjórða sæti listans á sínum tíma til að gegna ráðherraembætti, og þótti bara sjálfsagt mál. Það þarf ekkert endilega að vera oddamaðurinn,karlinn, sem tekur sæti ráðherra, heldur á að velja þann hæfasta í hverjum málaflokki.

Þess vegna er út í hött að láta kynferðið eitt ráða og setja tóma karla í sætin. Það á nefnilega að líta á hæfni einstaklinganna. Þess vegna á að skipa hæfar konur í embætti ráðherra landsins. Vegna þess að þær eru amk jafnhæfar til að gegna þeim embættum.

 
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Anna Margrét

Ef að mjög hæfur karlmaður missir af starfi vegna þess að minna hæf kona var ráðin, einfaldlega til að jafna kynjahlutföllin, þá er það ekki jafnrétti frekar en ég veit ekki hvað.

Kvenremba er alveg jafn slæm og karlremba.

Anna Margrét, 23.5.2007 kl. 12:48

3 Smámynd: Anna Margrét

En hver segir að þessir karlmenn séu minna hæfir? Þessar konur eru í raun ekki að fá þingmannsembætti vegna þess að þær beri af öllum öðrum, heldur eru þær að fá það útfrá þeim forsendum að það vanti fleiri konur inn á þing. Það er ekki jafnrétti. Ef við jöfnum kynjahlutfallið með þetta í huga, eigum við þá ekki líka að jafna aldurshlutfallið. 50% ungir, 50% gamlir? Og hvað með útlendingana.

Jafnrétti felst ekki í svona prósentureikningi. Jafnrétti felst í því að þú sért metinn að verðleikum, burtséð frá kyni, aldri, þjóðerni og stöðu. Sú vinna, það sem þú setur út í heiminn er það sem gildir. Þínar skoðanir eru ekkert endilega meira virði bara vegna þess að þú ert kvenkyns.

Anna Margrét, 23.5.2007 kl. 13:28

4 identicon

Haha hún Anna Margrét hittir algjörlega naglan á höfuðið Ég hef gaman af því að sjá hvað sú sem ætlar að rökræða á móti hefur að segja.

Þetta er komið út í algjörar öfgar þessi feminismi, ég er ekkert á móti þeim konum sem eru að berjast fyrir þessu, ég hreinlega fagna því. En verum aðeins raunhæf við hvað við erum að biðja um.

Arnar Ingi Bragson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 15:34

5 identicon

Mér finnst að það hefði átt að skipa konur eingöngu í ráð"herra"embætti núna. Það væri dropi í hafið miðað við ójafnrétti liðinna ára. Konur næðu sér þá vel á strik og við færum alveg örugglega ekki á hausinn undir slíkri ríkisstjórn enda margsannað að konur fara betur með aurinn en karlar.

Svo finnst mér að nú þyrfti að drífa í því að finna stöðuheiti í stað ráðherra. Konur eru búnar að fórna gullfallegum og ofurkvenlegum heitum eins og fóstru og hjúkrunarkonu  fyrir jafnréttið og það er löngu kominn tími á að "herrann" fái að fjúka.

Ingiríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 15:44

6 Smámynd: Anna Margrét

Það er ekkert frekar gengið út frá hæfni karlmanna, heldur en hæfni kvenmanna. Karlmaður er ekki ráðinn í stöðu bara vegna þess að hann er karlmaður, sama hversu mikið ykkur langar til að trúa því. Það virðist alltaf vera þannig að ef kona fær stöðu fram yfir karlmann þá er það jafnrétti, en ef karl fær stöðu fram yfir konu þá er það óréttlæti og bara vegna þess að hann er karl. Má ekki nota sömu rökin fyrir konur?

Það er ekkert nauðsynlegt að það sé rétt kynjahlutfall inni á þingi, bara að þær manneskjur sem þangað fara séu hæfir og nýtir einstaklingar. Af hverju hafa konur einhvern sérstakan rétt fram yfir t.d. aldraða, öryrkja, innflytjendur, námsmenn og fleiri hópa sem brotið er á verulega í okkar samfélagi, að fá fólk inn á þing. Ef þið viljið tala um jafnrétti þá þarf að koma að minnsta kosti einum aðila frá hverjum hóp inn á þing.

Sú staðreynd að viðkomandi aðili sé kona, á ekki að breyta neinu um hæfni hennar til að vinna vinnuna. En hún á heldur ekki að fá vinnuna í þeim tilgangi að jafna kynjahlutföllin. Það er eins og að segja við hana "Okei, þú ert ekki alveg nógu góð en við verðum einhvern veginn að jafna kynjahlutföllin hjá fyrirtækinu". Og það er móðgun ef eitthvað er það.

Anna Margrét, 24.5.2007 kl. 08:17

7 Smámynd: birna

Anna Margrét, ég vildi að þú hefðir rétt fyrir þér

birna, 24.5.2007 kl. 09:18

8 Smámynd: Anna Margrét

Alls ekki, ég er bara að benda á þá staðreynd að femínistar, í ströngustu merkingu orðsins, eiga það til að flokka konur sem minnihlutahóp með því að beina alltaf sjónum sínum að því hvað við eigum það bágt á vinnumarkaðnum. Sem mér finnst alls ekki rétt. Konur eru sífellt að verða sjáanlegri í stjórnunarstöðum, og ég tel að sú þróun eigi eftir að halda áfram, sbr. prósentu kvenna í háskóla, miðað við karla. Í stað þess að eyða orku ykkar í að ýta undir það að fólk sé ráðið í vinnu samkvæmt kynferði (já, þið gerið það líka, alveg eins og þið haldið fram að sé gert við ykkur, þið heimtið það bara í hina áttina) ættuð þið að beina sjónum ykkar að því að kenna konum hvers virði þær eru í raun og veru á vinnumarkaðnum. Ég er viss um að þá myndu konur fara að biðja um sífellt hærri laun í launaviðtölum, og án efa fá þau.

Svo er alltaf verið að halda því fram að konum sé mismunað um launahækkanir og stöðuhækkanir, en ég hef hingað til ekki fyrirhitt þá konu sem getur sagt mér af persónulegri reynslu að henni hafi verið mismunað í starfi sökum kynferðis. Ef einhver hefur af persónulegri reynslu lent í því og getur sagt mér frá því, þá skal ég hugsa mál mitt betur. Þangað til tel ég að málin séu stórlega ýkt.

Anna Margrét, 24.5.2007 kl. 14:18

9 identicon

Já, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að konurnar í ríkisstjórninni séu þar BARA af því að þær eru konur.

Ég hef oft átt erfitt með að leggja sjálfstætt mat á hæfni fólks og farið eftir áliti þeirra sem ég hef litið upp til t.d. yfirmanna á vinnustað. Oft hef ég heyrt talað niðrandi um konur og framan af tók ég því sem einhvers konar óopinberu "hæfnismati". Seinna sá ég kannski að sá sem talaði var fullur af fordómum og hræðslu og skammaðist mín fyrir að hafa ekki áttað mig á því strax. En verst er að fordómarnir sem ég hef alist upp við hafa orðið hluti af sjálfsmynd minni, ég hef trúað því að ég gæti ekki þetta eða hitt vegna kynferðis míns og að aðrir ættu meiri rétt heldur en ég. Svo hef ég orðið sár þegar ég hef séð hvernig þetta viðhorf hefur orðið mér til trafala.

Ég er mjög ánægð með þessar konur , ráðherrana, sem láta ytri og innri fordóma lönd og leið og vinna í því sem þær langar til. Enginn vafi leikur á því að þær eru allar mjög HÆFAR.

Og af einhverjum ástæðum !! finnst mér miklu auðveldara nú en áður að setja mig í spor ráðherra og finnst stjórnmál meira spennandi fyrir vikið.

Ingiríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 14:54

10 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Helsti akkilesarhæll feminista er að þær eru alltaf boðberi neikvæðra frétta í stað jákvæðra.  Þær einblína mun meira á neikvæða hluti en jákvæða í blöðum og þeirri umfjöllun sem á sér stað í þjóðfélaginu.

Afleiðing þess er sú að þær tala konur niður sem hóp í stað þess að tala þær upp.  Konur sem eru að standa sig vel í þjóðfélaginu vilja ekkert af þeim vita og tala um að þær séu sjálfskipaðir fulltrúar kvenþjóðarinnar "en svo sannarlega ekki sín".

Stéttarfélögin hafa komið sér í svipaða gildru.  Þau eru alltaf í fjölmiðlum boðberar neikvæðra frétta og neikvæðrar umfjöllunar.  Sama má jafnvel líka segja um stjórnarandstöðuna sem eðli málsins samkvæmt á við ramman reip að draga í þessu sambandi.

Dæmi um aðila sem hefur náð að snúa vörn í sókn í þessum efnum er Verslunarmannafélag Reykjavíkur.  VR fór allt í einu, í stað þessa að skammast, að gera könnun um besta vinnustaðinn og kynna verulega þá aðila sem standa sig best í öllum fjölmiðlum.  Nú keppast fyrirtæki við að skora hátt í þessari könnun.  Auglýsingarnar frá þeim fóru að byggja upp en ekki rífast, skammast og barma sér.  Nett kaldhæðni eins og lágvaxna ljóshærða konan sem fór í hárlitun, lengingu og kynskiptiaðgerð til að ná að hækka launin sín.  Önnur auglýsing innihélt skilaboð til kvenna: "Ef þú ert að biðja um laun bættu þá 30% við töluna sem þú hélst að væri málið vegna þess að rannsóknir sýna að konur biðja um 30% lægri tölu en karlar".

Femínistar þurfa að taka VR til fyrirmyndar og leggja meiri áherslu á að hampa þeim þúsundum glæsilegra kvenna sem eru að standa sig frábærlega út um allt þjóðfélag.  Núna koma feministar (sem sjálfskipaðir fulltrúar kvenna) fram eins og konur séu fársjúkur minnihlutahópur sem þurfi að beita sértökum aðgerðum til að draga fram úr rúminu.  Leggið áherslu á þær konur sem eru að blómstra, ná góðum árangri og gera góða hluti.  Hampið þeim, auglýsið þær, blásið þær upp.  Auglýsið einnig niðurstöður launakannana (ekki launamuninn í prósentum heldur þá upphæð sem konurnar eiga að biðja um) o.s.frv.  Verið uppbyggilegar og styðjið við þróunina í stað þess að vera "reiða félagið".  Reiðitónn er mjög fljótur að verða að "nöldri" en jákvæðar, athyglisverðar og uppbyggilegar fréttir og umfjallanir er gaman að lesa.  Þær hafa áhrif hitt verður síbylja.

Þegar ég heyri orðið "kona" á mér að detta í hug öflugur einstaklingur sem hefur fulla burði til að verða ráðherra eða hvað sem hugurinn girnist.  Það gerist hins vegar ekki með því að auglýsa þær alltaf sem einhverja lúbarna þurfalinga eða minnihlutahóp.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.5.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband