Það skiptir máli hver stjórnar.

eftir Aðalheiði Birgisdóttur

„Það verður kosið um hvort við eigum að halda áfram á sömu braut“ sagði forsætisráðherra í sjónvarpsþætti aðspurður um hvað yrði kosið í vor.  Kannski er það rétt hjá honum.  Ég fór að velta þessu aðeins fyrir mér. 

Langar mig til að horfa á sömu mennina og konurnar þjösnast áfram í sínum stórkallalegu kvikkfix verkefnum næstu árin?  Til „bjargar landsbyggðinni“!

Langar mig til að horfa upp á úrræðaleysi þessa sama fólks í öllum stóru málunum sem skipta okkur venjulegar fjölskyldur í landinu mestu máli?

Langar mig til að búa við næst hæstu verðbólgu í Evrópu?

Langar mig til að borga eina hæstu vexti á byggðu bóli?

Langar mig til að búa áfram við hæsta matvælaverð í heimi? 

Langar mig til að konur haldi áfram að hafa miklu lægri laun en karlar?

Langar mig til að börnin okkar þurfi að bíða árum saman eftir greininu á sjúkdómum sínum og jafn lengi eftir úrræðum?

Langar mig til að mamma mín verði orðin rænulaus áður en hún fær húsnæði sem hentar fólki á níræðisaldri?

Nei, svei mér þá, mig langar hreint ekkert til að halda áfram á brautinni þeirra Geirs og Jóns.

Mig langar ekki einu sinni til að hlusta á fólkið sem setið hefur 12 ár í ríkisstjórn segja að nú sé lag; nú megi byggja, breyta og bæta allt það sem þessi ríkisstjórn hefði átt að gera fyrir löngu.  Núna, fáeinum dögum fyrir kosningar!

„Það skiptir máli í hvaða stóli fólk situr“, sagði annar frambjóðandi í sama þætti.

Já, það skiptir sannarlega máli.  Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar!

Setjum konu í stól forsætisráðherra 12. maí svo við getum komið á eðlilegu ástandi í landinu.

Aðalheiður getur varla beðið eftir fyrstu tölum því það er svo sannarlega kominn tími á Samfylkinguna í ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já það er sannarlega fullreynt með þessa tvo stjórnarflokka - svo þykjast frambjóðendur þeirra t.d. hér í Norðvesturkjördæmi sem býr við mínus hagvöxt, geta bjargað byggðunum sem þeir eru langt komnir með að rústa!

Guðrún Helgadóttir, 4.5.2007 kl. 15:33

2 identicon

Af hverju þurfa femínistar alltaf vera vinstirsinnaðir?  Eru konur sem eru á hægri væng stjórnmállanna ekki viðurkenndar sem kvenréttindakonur og jafnréttissinnaðar?  Hvað með Þorgerði Katrínu? eða framsóknarkonurnar; Sif, Valgerði og Jónínu??  Eru þær ekki verðugar sem fulltrúar kvenna hvað jafnrétti varðar af því að þær eru ekki í réttum flokkum?? 

Hvað með Guðfinnu Bjarnadóttur frv. rektor Háskólans í Reykjavík og og núverandi þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins?  Af hverju mæra femínistar hana ekki sem verðugan fulltrúa árangurs kvenna hvað jafnrétti og framgang kvenna í atvinnulífinu varðar??  Er það af því að hún er Sjálfstæðiskona??

Hvað með Maggie Thachter sem varð fyrsti kvenkynsforsætisráðherra í karlaveldinu Bretlandi og stóð sig með stakri prýði.  Er hún ekki verðugur fulltrúi kvenna hvað frama og jafnrétti kvenna varðar?  - (eða er hún of hægrisinnuð til að falla femínstum í geð?).

Þurfa konur virkilega að vera vinstrisinnaðar til að teljast verðugir fulltrúar kvenfrelsis og jafnréttis?

Örninn (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 16:16

3 identicon

„Langar mig til að konur haldi áfram að hafa miklu lægri laun en karlar?“

Miðað við niðurstöður rannsóknar sem ég kynni hér þá verður það svo ef haldið verður áfram að senda þau skilaboð „að við höfum nú náð svo miklum árangri “ og „sá árangur skili sér til komandi kynslóða.“ M.ö.o. þetta heldur áfram svona nema jafnréttisbaráttunni verði haldið vakandi. Þess vegna eru öll framlög eins og þitt (og vonandi mitt líka) mjög svo þörf hér í bloggheimum, sem og á síðum blaða, í ljósvakamiðlum og víðar. So let´s spread the word!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 16:17

4 Smámynd: Dante

Þú segir: "Setjum konu í stól forsætisráðherra 12. maí svo við getum komið á eðlilegu ástandi í landinu."

Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um Imbu, dragbýt samfylkingarinar.

Hvernig skildi hún við borgarsjóð?

80 miljarðar í mínus, takk fyrir. Geri aðrir betur.

Frekar vil ég áframhaldandi stjórn en að fá manneskju við stjórnvölin sem virðist hafa sama fjármálavit og api.

Dante, 4.5.2007 kl. 23:48

5 identicon

Af hundi að vera, Dante, ertu mjög gáfaður og þorskaður.  Ef þú værir maður, myndi ég hinsvegar kalla þig fávita.

En það gleður mig að þú vilt ekki Árna Matt lengur sem fjármálaráðherra. 

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband