Af uppeldi drengja og stúlkna...

eftir Vilborgu Ólafsdóttur

Í uppeldi barna í kringum mig hef ég orðið vör við gríðarlega mismunun eftir því hvort alið er upp strák eða stelpu. Í bústaðarferð sem ég fór í um daginn voru tvö börn að leik, bæði tveggja ára gömul. Strákurinn gerði sér það að leik að klifra upp á stofuborð og hoppa í næsta lausa sófa. Djarfur leikur, en þegar foreldrar hans komu honum niður á gólf ræddu þau í leiðinni um það í viðurkenningartóni hversu strákar væru áræðnari en stelpur. Þeir þyrðu svona leikjum alveg án þess að blikna. Stúlkan gerði tilraun til að leika sama leikinn. Hún klifraði upp á sófaborðið og hoppaði í næsta sófa. Foreldrar hennar komu strax á staðinn, létu hana á gólfið, litu djúpt í augun á henni og sögðu: “Ekki príla. Þetta er hættulegt, þú getur meitt þig”. Enginn minntist á áræðni stúlkunnar en seinna um daginn heyrði ég á tal foreldranna þar sem að í hálfkæringi var hlegið að uppátækjum stúlkunnar, hún var kölluð óhemja og “svakaleg...”. 

Þetta litla dæmi er aðeins eitt af fjölmörgum. Strákum og stúlkum er mismunað frá deginum sem þau fæðast og því er ekki furða að einhver munur mælist á verkefnavali og því hvernig fólk af mismunandi kyni lítur á hlutina síðar meir.

Sæmir okkur, upplýstri og menntaðri þjóð, að ala börnin okkar upp í þeirri hjátrú að eðli karla og kvenna sé í grunninn svo ólíkt að það hafi áhrif á starfsval og áhugasvið ævina á enda? Ég segi hjátrú því að engar vísindalegar staðfestingar hafa fengist á því að áhugasvið sé mótað í móðurkviði, á sama tíma og kynfærin. Er hægt að líta framhjá því að uppeldi og félagsmótun eru mestu áhrifavaldur þess að konur flokkast í einn hóp og karlar í annan?
 
Vilborg er áhugamanneskja um jafnan rétt stúlkna og drengja til að spreyta sig í sófaklifri og öðrum glannaskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sara Dögg

Góður pistill þetta! Málið er nefnilega einfalt í grunninn. Menning og uppeldi er megin áhrifaþáttur þessa máls. Hjallastefnan geri margt merkilegt til að vinna gegn þessum þáttum menningar okkar og vekja fólk, börn og fullorðna til umhugsunar um hver þorir og hver þorir ekki. Gæti ritað um þetta mál í allan dag.

Sara Dögg, 3.5.2007 kl. 11:24

2 Smámynd: Halldór Gunnarsson

Humm. Mér er eiginlega orða vant.

 Þarna vantar í söguna eru sömu foreldrar sem þarna eiga í hlut. Ef svo er þá er kynjamynd þeirra einfaldlega brengluð. Þetta getur engan veginn gengið upp nema þarna eigi í hlut sitthvort foreldraparið.

 Mig langar að segja sögu sem er ekki algild og verður aldrei algild.

Börn eru jafn misjöfn og þau eru mörg það að einhver reyni að troða kynjamynd inná börnin sín er vandamál hvers og eins. Sjálfur á ég 4 börn 2 stúlkur og 2 drengi. Ekkert þeirra er eins og ekkert þeirra mun enda eins. Þau fá að vera þau sjálf þau fá að velja sjálf hvort þau vilja vera í dúkkuleik bílaleik drulluleik föndra spila eða hvað sem þau vilja og ég geri það með þeim og kenni þeim það. En pointið er að þegar yngri dóttir mín var 9 mánaða fór hún fyrst til dagmömmu og hvað gerðist. barnið sá í fyrsta skipti dúkku hún átti bangsa heima og allt það. en dúkku hafði aldrei verið troðið á barnið. En mín sér dúkkuna og tekur ástfóstri við hana og leikur sér í dúkkuleikjum daginn út og daginn inn það kenndi henni það engin því stóra systir hennar hefur ekki sýnt henni þær í neinu mæli og engin troðið þeim á hana. Börn eru börn leyfum þeim að vera börn hættum að tala um stelpur sem óhemjur eða frenjur og stráka sem óstýrláta. Tölum um börn sem börn og ölum þau upp sem börn og látum ráðast hvort stelpur vilji bíla eða dúkkur og öfugt.

Halldór Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fólk er misjafnt ég man nú eftir stelpum sem voru síst kjarkminni en strákarnir hvað sem uppeldinu leið. Annars heyrði ég í útvarpsfréttunum áðan í lækni sem vildi taka minnst 10 - 15% íslenskra barna í meðferð vegna hegðunarvandamála. Er þessi ásókn heilbrigðissérfræðinga að steypa alla í sama mót ekki orðin sjúkleg.

Grímur Kjartansson, 3.5.2007 kl. 13:13

4 Smámynd: Sara Dögg

Já það er nefnilega þannig að sem betur fer eru til stúlkur og konur sem fara sínar eigin leiðir hvort sem þær eru karllægar eða kvenlægar. Einnig eru til drengir og karlar sem fara sínar eigin leiðir hvort sem þær eru karllægar eða kvenlægar. En hitt er annað mál að umhverfið sem við búum í hverju sinni mótar hugmyndir okkar um æskilega hegðun og óæskilega hegðun og það eftir því hvort við erum erum stúlkur eða drengir - skemmtilegt.

Sara Dögg, 3.5.2007 kl. 14:06

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já þetta er umhugsunarefni. Ég finnst framkoman við stelpuna betri uppeldislega, þ.e. að leiða henni fyrir sjónir að þetta geti verið hættulegt en ámælisvert hjá foreldrum stráksins að ala upp í honum svona glæfraspil.

En teljið þið sem sagt að allur munur á áhugasviðum og hugarfari karla og kvenna sé kominn frá menningarlegum þáttum en ekki genetískum þáttum?

Þorsteinn Sverrisson, 3.5.2007 kl. 19:44

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Jafnrétti kynjanna er uppeldisatriði að mestu leiti.

Í þá áratugi sem ég hef unnið við að stjórna fólki, hefur það verið eylíf barátta að fá stúlkur til að takast á við “stráka störf”.

Þegar þær svo fást til þess, og finna hvað þær geta þetta auðveldlega, er oft eins og þær rétti úr bakinu og hækki um nokkra sentímetra, við staðfestinguna á eigin getu.

Þessi vanmetakennd á eigin getu og bæld sjálfsvirðing, virðist líka hindra konur í að biðja um betri starfskjör og eða krefjast sömu launa og karlmenn.

Stundum hefur mig langað til að taka um axlirnar á þeim og hrista til að vekja þær af þessum þyrnirósasvefn, og fá þær til að svara fyrir sig fullum hálsi, en ekki bara líta niður þegar freklega er gengið á þeirra rétt og virðingu.

Persónulega finnst mér jafnréttið vera eigið viðhorfsvandamál kvenna, því uppeldis og kennslustörf eru að mestu leiti unnin af konum, og þar fer hugafarsmótunin að mestu fram.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.5.2007 kl. 19:46

7 identicon

Ja hérna hér, ég starfaði sem dagmamma í 5 ár og gerði mitt besta til að öll börnin væru jú bara börn, ekki þar með að margar ungar mæður vildu gera dúllur úr stelpunum sínum og ungir pabbar vidu ekki að synir þeirra væru að leika sér með bangsa eða "stelpudót" þið getið svo rétt ímyndað ykkur hvernig svör þetta unga fólk fékk hjá mér, öllum börnum skal kent að varast hættur að öðru leiti leika sér eins og þau vilja og vera örugg og glöð, ánægð og södd, en allt í röð og reglu, því breitileiki og óregla er versti uppeldismátinn, þá tapa þau áttum og missa traust og hreinlega heimurinn sem þau þekkja hrynur.

kv Ella

Elinborg Skúlad (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband