Sama suðið - alltaf hreint!

eftir Lindu Vilhjálmsdóttur.

Það er kannski ekki sérlega klókt að játa það á bloggsíðu femínískra jafnaðarmanna að ég skildi það fyrst í síðustu viku hvernig kynjakvóti virkar. Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna var blaðað aðeins í nýja jafnréttisfrumvarpinu í Speglinum á rás eitt og fjallað um ákvæðið um jafnt hlutfall kynja í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Þar er mælt með þeirri reglu að hlutur hvors kyns sé ekki minni en 40 % þegar um fleiri en þrjá er að ræða. Þetta ákvæði nær líka til fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag eru aðaleigendur að, sem og opinberra hlutafélaga. Síðan kom pistill frá Noregi þar sem lög um kynjakvóta í opinberum hlutafélögum og hlutafélögum á almennum markaði hafa verið í gildi í rúmlega þrjú ár.

Fréttaritarinn spurði forstöðukonu jafnréttisdeildar norska vinnuveitendasambandsins um þýðingu laganna um kynjakvóta. Svar forstöðukonunnar var nógu einfalt og skýrt til að það kviknaði ljós í áður óupplýstu hugskoti í höfði mér. Hún sagði:

LÖGIN HAFA Í ÞAÐ MINNSTA ÞÁ ÞÝÐINGU AÐ HÆFILEIKAR EINSTAKLINGA RÁÐA NÚ MEIRU EN ÁÐUR UM VAL Á FÓLKI Í STJÓRNIR. ÞAÐ ER LEITAÐ BÆÐI TIL KARLA OG KVENNA.

Vá! hugsaði ég með mér um leið og ég smeygði mér fram fyrir eldavélina. Ég hef aldrei skoðað málið frá þessari hlið. Aldrei sett mig í spor hagsmunaaðilans hinu megin við eldavélina. Alltaf stillt mér upp í einmanalega stöðu konunnar á bak við eldavélina og þar af leiðandi hef ég oft á tíðum átt erfitt með að tengja við þá staðreynd að ég er hluti fjölskyldunnar, samfélagsins, þjóðarinnar og heimsins alls. Og sem slík hef ég umtalsverðra hagsmuna að gæta hinum megin í eldhúsinu.

Nú vil ég taka það fram að það er sérstaklega langt í leiðslunum hjá mér og fyrir mig skiptir það líklega óvenjulega miklu máli hvernig hlutirnir eru orðaðir. Ég held samt við konur þurfum að huga betur að því hvernig við orðum staðreyndir málsins og hvernig við setjum þær fram í umræðunni um jafnrétti.

Við þurfum að vera vakandi fyrir því að tala ekki staðlað stofnanamál og skipta út stöðnuðum frösum með reglulegu millibili. Opinber umræða og fjölmiðlaumfjöllun er nefnilega órtrúlega fljót að festast í ákveðnu fari og þar hjakkar hún síðan árum og áratugum saman án þess að nokkur nenni að leggja við eyrun.

Ég fyrir mitt leyti vissi ekkert um ástand mála í Líbanon þótt ég hafi árum saman hlustað á fréttir sem hófust á orðunum: Enn er barist í Beirút.

Linda er skáldkona og gamaldags sósíalisti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Velkomin í ljósið kæra vinkona!

Laufey Ólafsdóttir, 13.3.2007 kl. 03:35

2 identicon

Flott Linda, og kórrétt.

Svanfríður Jónasdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:36

3 identicon

Stemningin og andrúmsloftið sem er á þessum síðum femínista er, gæti ég ímyndað mér, eins og á samkomu hjá Krossinum eða jafnvel eins og á fundi hjá LÍÚ!!! 

  Einkar skemmtilegt að skoða þetta

  Burtséð frá því og með von um viðbrögð  við raunverulegri umræðu, þá hjó ég eftir orðum Lindu, þ.e. að femínstar eiga það til að festast í fari og hjakka þar í ár og áratugi. Þ.e. femínistar eiga það til að líta ekki í eigin barm, vegna þess að þær eru of "blinded by the light", eins og segir í góðu lagi.

  Verður ekki fyrst að koma áhuginn, jarðvegur, og síðan árangur?

   Einnig eitt annað. Femínistar vilja allt!! Þeir vilja meiri rétt á ÖLLUM sviðum. Það er óraunhæft að mínu mati. Konur eru jafnduglegar og karlar, er það ekki kjarninn í jafnréttisstefnunni. 

  Konur eru t.d. 2/3 nemenda í háskóla, hafa miklu meiri réttindi varðandi að ala upp börnin okkar og móta persónuleika þeirra, þær standa sig miklu betur í öllum greinum grunnskóla og flestum í framhaldsskóla. Er þá ekki eðlilegt að í heildina séð að karlmenn hafi kannski aðeins hærri laun, einnig líka í ljósi þess að þeir eiga miklu færri tækifæri til að finna sér ríkan maka. 

  Bara pæling??

   Með von um svör,,vegna þess að mín ímynd af femínstum er orðin mjög slæm, því miður. 

   Með von um að sjá femínsta sem er ekki blindaður af ljósinu!! 

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 19:00

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Bíddu við Guðmundur, ertu á einhvern undarlegan hátt að reyna að réttlæta launamismun kynjanna? Ég skil að þú ert að reyna að vera sniðugur og benda þannig á að við séum eitthvað að frekjast en hefur þú KYNNT þér þessa jákvæðu mismunun og reynsluna af henni annars staðar? Hefur þú búið í landi þar sem hún er notuð og séð hverju hún skilar? Bara pæling.

Laufey Ólafsdóttir, 13.3.2007 kl. 22:24

5 identicon

Laufey ertu að stinga upp á jákvæðri mismunun í forræðismálum?

skh (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 22:47

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Jafnrétti er sennilega orðið sem þú leitar að í þessu samhengi en ekki gleyma rétti barnsins... Lögum skv. er víst gengið útfrá honum í slíkum málum.

Laufey Ólafsdóttir, 14.3.2007 kl. 02:28

7 identicon

Já, ég hef kynnt mér jákvæða mismunun, og afleiðingar hennar. Þú væntanlega einblínir bara á jákvæðu hliðina á því hvað hún gerir, en hinir sem verða fyrir barðinu á henni hafa líklega aðra sögu að segja. Ég veit líka að þetta er hörð stefna, og sú stefna sem ég hef séð þig tala fyrir er mjög hörð, mjög hörð. Það þýðir ekkert fyrir þig að koma þér undan því. 

  Hitt varðandi jákvæða mismun, og barnalögin, og rétt barnsins, þá svaraði ég því á þinni síðu. Ég get ómögulega séð að áhrifin sem slík jákvæð mismunun myndi hafa, myndi leiða til þess að réttur og velferð barna myndi minnka, þ.e.a.s. ef þeim sjónarmiðum varðandi velferð barna, sem fylgt hefur verið hingað til, myndu eftirleiðis vera höfð að leiðarljósi.

  Ég held að allir geti verið sammála því? 

  

guðmundur (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:39

8 identicon

Nákvæmlega það sem skortir upp á í forræðismálum í dag (réttur barnsins til að t.d að kynnast báðum foreldrum er mjög takmarkður).  Og nei ég meinti jákvæða mismunun. En jafnrétti væri ekki verra.

skh (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 17:11

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Strákar mínir. Lagalega höfum ekki RÉTT gagnvart börnum okkar, aðeins SKYLDUR. þetta er ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nota orð eins og "jákvæð mismunun" og "jafnrétti" í forsjármálum.

Forsjármál eru viðkvæm og persónuleg og lagasetningar varðandi þau eru alltaf vafasamar. Almenningur er illa upplýstur um staðreyndir í þessum málum og ráðgjöf er því miður of takmörkuð og af skornum skammti.

Guðmundur, ég ætti sennilega ekki að vera að hvetja þig, en rétt eins og þú segir að ég einblýni á jákvæðu hliðina, hjakkar þú í að tönnlast á þeirri neikvæðu. Ég SAGÐI að á þessu væru kostir og gallar, það vita það flestir... Lærðu að hlusta Guðmundur, þú gætir jafnvel lært eitthvað.

Laufey Ólafsdóttir, 14.3.2007 kl. 23:31

10 identicon

Forsjárlausir foreldrar (Feður) hafa nánast engar lagalegar skyldur gagnvart börnum sínum, aðeins siðferðilegar.  Þér hlýtur að vera kunnugt um kynjahlutföll forræðisforeldra. Jákvæð mismunun gæti virkað þannig að ef karl og kona eru metin jafnhæfir uppalendur, þá verði forræðið sett til föðursins. Þannig myndi kynjahlutfall jafnast hægt og rólega, öllum til góðs, ekki síst börnunum.

skh (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:32

11 identicon

Laufey,

  Nei, feður hafa lítinn sem engan rétt varðandi börn sín. Þú greinilega hefur ekki kynnt þér þessa hlið málsins. Hvað með rétt barnsins til að kynnast báðum foreldrum? Hvað samfélag þar sem börn eru alinn upp og innrætingin kemur jafnt frá feðrum og mæðrum. Nei, ekki möguleiki í þínum huga. Ég held að það sé orðið nokkuð ljóst að þú vilt bara rétt, en ekki jafnan rétt!!

 Þér finnst allt í lagi að að drulla yfir rétt þeirra sem sækja um störf, vegna jafnréttissjónarmiða. Væntanlega eru margir í þeim hópi, sem þurfa að sjá fjölskyldum sínum farborða, og margar stórskuldugir menn, m.a. vegna meðlagsskuldna. Það er náttúrulega allt í lagi að brjóta á þeim!!!

 Líklega er jákvæð mismunun varðandi forsjármál, öfgaminni leið, þar sem þar er í sjálfu sér ekki verið að brjóta rétt á neinum.

  Þar er hægt að ná jafnrétti með minni röskun á rétta fólks. Þú vilt ekki einu sinni ræða það!!!! Hreint út sagt magnað!! Þú telur þig jafnréttissinna!!!

Svo allri sanngirnir er gætt, þá skil ég að þú ert líklega í erfiðri stöðu, með að tala hreint út um þessi mál.

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 08:48

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég held að fyrirsögn þessarar greinar eigi best við ykkur kæru herrar!

Það er enginn að troða á ykkur eða tala um að troða á ykkur, bara að reyna að uppfræða um staðreyndir en það er víst tímaeyðsla.

Laufey Ólafsdóttir, 15.3.2007 kl. 14:14

13 identicon

Já er það? Var uppfræðslan um Lagalegan rétt forsjárlausra foreldra uppfræðsla af þinni hálfu? Gleymdir að vísu að klára dæmið og uppfræðsluna um hvaða  lagalegu skyldur forsjárlaust foreldri hefur gagnvart barni sínu.

Var að lesa greinarnar þínar á þínu bloggi.

"Einstæðir foreldrar eru jú af báðum kynjum og ég skrifa fullkomlega undir þá straðreynd að kyn segir á engan hátt til um upplag og manngerð persónu eða hæfni til að vera gott og ábyrgt foreldri. Að halda öðru fram væri vitanlega hin mesta firra og fásinna og bara hrein fáfræði."

"Um 95-96% allra einstæðra foreldra á Íslandi eru einstæðar mæður"

Er þetta nokkuð þversögn hjá þér? Afhverju finnst þér allt í lagi að þetta sé svona fyrst það er bjargföst skoðun þín að kyn hafi ekkert með hæfni uppalenda að gera. Getur verið að börn einhverra af þessum 95 til 96% einstæðu mæðra eigi föður sem væri hæfari uppalandi?

"Sko, eins og kerfið er í dag ER það misnotað. Við fáum til okkar konur sem hafa skrifað upp á fæðingarorlof fyrir barnsfeður sína sem svo hafa horfið í sumarfrí til fjarlægra landa eða a.m.k. ekki verið til staðar."

Ekki er þetta gott afspurnar, en hefur þú aldrei heyrt um einstæðar mæður sem fara í frí til útlanda í barnsburðarleyfi sínu og skilja börn sín eftir hjá afa og ömmu? Það er endalaust hægt að pikka upp svona dæmi, en er ekki mjög málefnalegt, og hefur sannarlega ekkert með rétt barna til að fá að kynnast föður sínum snemma á ævinni.

"Varðandi það að börn séu eitthvað sérstaklega illa sett alist þau ekki upp með föður sínum vil ég blása á allar slíkar athugasemdir. Börnum finnst þetta ekkert athugavert fyrr en þau fatta að bera sig saman við önnur börn"

Hvað með börn sem ekki alast upp með mæðrum sínum? Eru þau þá heldur ekkert ílla sett? Skilur maður þig rétt?  Að réttur barns til að kynnast BÁÐUM foreldrum sínum sé einskis virði. Þú semsagt treystir þér til að ákveða það fyrir hönd allra barna að þau þarfnist ekki beggja foreldra fyrr en Seinna þegar þau fara að hafa vit á að eitthvað stórt vantar í þeirra líf. Það er ekkert smáræðis vald sem þú tekur þér. Eins gott að þú hafir rétt fyrir þér.

Mér sýnist nú aðal tímaeyðslan felast í þvi að vera að skiptast á skoðunum við þröngsýna, mannesku að nafni Laufey Ólafsdóttir. 

skh (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:49

14 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Er ekki óþarfi að kalla fólk þröngsýnt o.s.frv. þó að það sé ekki sammála?

Það er ekki hægt að benda á hlutföll kynjanna á meðal einstæðra foreldra og slá því föstu að það sé eingöngu vegna kynjamisréttis. Hversu margir feður sækjast eftir forræði barna sinna? Hversu margir forræðislausir foreldrar sinna börnum sínum alls ekki?

Ég man alla vega ekki betur en að ég hafi einhvers staðar séð tölur, þar sem feður fengu forræðið í um helmingi tilfella þegar þeir sóttust eftir því og úrskurðað var um forræðið. Leiðréttið mig ef þetta er rangt.

Svo er sameiginlegt forræði að verða æ algengara, sem hlýtur að vera jákvætt, eða hvað?

Svala Jónsdóttir, 15.3.2007 kl. 17:54

15 identicon

Svala,

Allt í lagi, en rétt skal vera rétt.

Þú spyrð hversu margir foreldrar sækjast eftir forræði barna sinna??

  Af hverju ættu þeir að sækjast eftir forræði barna sinna þegar dómaframkvæmd og lögin gefa þeim ekki sjens?? Feðrðum þykir það vænt um börnin sín, að þeir fara ekki í mjög sársaukafullar deilur, sem geta skaðað barnið. Þess vegna verður löggjafinn og dómstólar að ákvarða réttinn, t.d. með því að gera það að reglu að feður fái forræði yfir börnum sínum, alla vega sem jöfnunaraðgerð í einhvern tíma! Við getum verið sammála um það, þ.e. jafnréttið.

   Þú spyrð mig, hvort ég viti hversu margir forræðislausir foreldrar sinni ekki börnunum sínum? Auðvitað er það til, að foreldrar sem hafa ekki forræði sinni ekki börnunum sínum. Það geta líka verið margar ástæður fyrir því. Óregla, peningaleysi, einnig geta deilur verið á milli foreldra og líka getur einfaldlega verið of sárt fyrir foreldri að sjá einungis barn sitt aðra hverja viku, og sjá það vaxa upp og mótast sem einstakling, og hafa lítið um það að segja.

  Persónulega þekki ég báðar hliðar mjög vel. Ég er ekki að kvarta, og skil hlið feðra mjög vel núna!! Það slitnaði upp úr sambandi mínu og föður míns þegar ég var 10 ára(skilnaður var þegar ég var 5 ára). Ég hitti hann síðan aftur þegar ég var 27 ára. Þá var ég í sambandi og von var á barni. Barnið fæddist alvarlega veikt, og fór í 2 erfiðar aðgerðir, og var mikið á spítala(hefur það gott í dag). Ég hitti föður minn lítið á þessu tímabili, en hann var einnig mikið veikur. Hann lést síðan þegar sá stutti var 6 mánaða, nokkrum dögum áður en sá stutti var orðin nokkuð rólfær eftir aðgerðirnar. Hann lést rúmlega fimmtugur. 

   Stuttu seinna slitnaði upp úr sambúð míns og barnsmóður minnar.

  Þetta var nú ekki beint skemmtilegur tími, en ég komst ekki hjá því að hugsa um þessi mál. Ég persónulega er heppinn með aðstæður að öðru leyti, allavega ennþá!!    Á skilningsríka barnsmóður og allt það.

  Málið er að þið femínistar skiljið ekki og munuð aldrei skilja stöðu forsjárlauss foreldris. Ég er ekki að segja að foreldrið eiga að vera með einhvern barlóm, en valdið sem móðirin hefur bæði sálfræðilega og lagalega er gígantískt!!!

  Móðurrétturinn á líka að vera sterkur, en ég er líka hræddur um það að með þessari endalausu pólitík um hvað konur eru kúgaðar að fleiri konur eigi eftir að beita þessu " valdi" sínu, allvega ómeðvitað, í einhverri frústúrasjón. Þetta er kalt!! Ég veit það!!!

   Einnig sameiginlegt forræði, er náttúrulega ekkert sameiginlegt forræði, það er einungis smá vörn að móðirinn geti ekki gert hvað sem er. Ennþá meðlag, deiling kostnaðar o.s.frv.

Eins og ég segi, þetta er erfitt mál. Það er ekki sama hvernig barist er fyrir ákveðnum málum. Það er stórhættulegt, og taki ég það til mín eins og aðrir.................sumir munu þó líklega aldrei gera það.............af einhverjum ástæðum.......kannski bara mannlegt

guðmundur (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 20:50

16 identicon

Er ekki óþarfi að kalla fólk þröngsýnt o.s.frv. þó að það sé ekki sammála?

Kallaði hana þröngsýna vegna þess að hún taldi það tímaeyðslu að uppfræða þessa vesalinga sem ekki voru sammála henni.

Hversu margir forræðislausir foreldrar sinna börnum sínum alls ekki?

Ekki hugmynd, enda ekki hægt að setja þá alla undir sama hatt, vegna þess að margir FÁ Ekki að sinna  börnum sínum. En það má örugglega finna dæmi um hitt líka, en það breytir engu um allan fjöldann sem vill vera þáttakandi í lífi sinna barna. En fá ekki.

Ég man alla vega ekki betur en að ég hafi einhvers staðar séð tölur, þar sem feður fengu forræðið í um helmingi tilfella þegar þeir sóttust eftir því og úrskurðað var um forræðið. Leiðréttið mig ef þetta er rangt.

Tja spurðu hvaða lögfræðing sem er um þetta. Þeir geta sagt þér að feður eiga ekki séns í íslenska dómskerfinu. Dómavenjur og önnur furðulegheit. Ég meina líttu á tölurnar, 95 til 96% foreldra með forræði eru konur.

Svo er sameiginlegt forræði að verða æ algengara, sem hlýtur að vera jákvætt, eða hvað?

Já mjög jákvætt skref. En móðirin getur sótt um fullt forræði (og fengið) hvernær sem er. Íslenskir dómstólar geta ekki dæmt sameiginlegt forræði.  Ótrúlegt en satt.

skh (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 00:31

17 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sko, í fyrsta lagi þá var þessi pistill ekkert um forsjá barna og þetta umræðuefni á alls ekkert heima hér, ég bið því Lindu og Trúnó afsökunar á að hafa leitt þessa bitru menn á þessar slóðir... 

í öðru lagi ætti ég sennilega að taka ábyrgðina og ræða þessi mál í eigin pistli því ólíkt Guðmundi og skh, er ég með mitt svæði hér og þarf ekki að skipta mér af öðrum nema ég hafi eitthvað fallegt að segja...

Í þriðja lagi Guðmundur: Hættu að mistúlka og oftúlka allt sem ég segi. Ég skil ekki hvernig hægt er að rífast við einhvern og hlusta bara á eigin rödd. Hef ég sagt eitthvað ljótt um karlmenn? Um feður? Hef ég mælt gegn sameigilnlegri forsjá? Alhæft um þessi mál? Nei, þið hafið einfaldlega ákveðið að af því ég er að tala um jákvæða mismunun í atvinnulífinu og sé yfirlýstur feministi þá hafi ég engan skilning á málefnum feðra.

RANGT! Þessi umræða á einfaldlega ekki heima hér.

Laufey Ólafsdóttir, 16.3.2007 kl. 06:28

18 identicon

Laufey,

  Bitru menn!!


  Hvað eru  femínistar þá. Þetta finnst mér svo magnað.  Þú svara okkur svona, og segir síðan að við hlustum bara á sjálfa okkar.  Ó nei.

  Við svörum ykkar kommentum og rökræðum málin. Þið gerið það ekki. Það er mjög einfalt að komast að þessu með því að renna yfir athugasemdirnar!! 

  

  
 

guðmundur (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:06

19 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Í augnablikinu erum við bara konur í baráttu um jafna stöðu í kjaramálum, á atvinnumarkaðinum og í stjórn þjóðarinnar. Þú þarft ekki að taka það svona persónulega.  

Laufey Ólafsdóttir, 16.3.2007 kl. 11:12

20 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

... og gleymdu ekki að margir góðir karlmenn standa með okkur í þessari baráttu því þeir sjá heildarmyndina um það hvernig þetta er byrjunarskref í jöfnuði á öllum sviðum. LÍKA Í UPPELDISMÁLUM.

Laufey Ólafsdóttir, 16.3.2007 kl. 11:24

21 identicon

Laufey,

   Gott og vel!!

   Af hverju talið þið þá einungis um að það halli á konur í samfélaginu?? Umræðan er þannig!!! í 99% tilfella. Það er voðalega létt að vera karlmaður og verð "voða góður", og tala með fagurgala um jafna stöðu!! Karlmenn hafa bara engan rétt til að fyrra sig ábyrgð á jafnréttisumræðu, þótt þeir séu "andsk. karlpungar", afsakaðu orðbragðið!!!

   Ég get ekki séð að það sé stefna sem geti leitt til jöfnunnar??

  Reyndar finnst mér sú stefna alveg hörmuleg. Sbr. nýju fæðingarorlofslögin. Hvað hafa þau fært okkur???

  Hvernig heldur þú að það sé fyrir einstæða móður að fæða barn(kannski veikt líka), og fá jafnvel margfalt minna frá ríkinu, heldur en einhver karlmaður sem er í góðri stöðu, og jafnvel getur sinnt vinnunni eftir atvikum í fæðingarorlofinu.  

   Ef ég væri kona í þessum aðstæðum væri ég brjáluð!!!!

   Móralskt séð hlýtur það að vera ansi erfitt. 

guðmundur (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:56

22 identicon

"Í augnablikinu erum við bara konur í baráttu um jafna stöðu í kjaramálum, á atvinnumarkaðinum og í stjórn þjóðarinnar. Þú þarft ekki að taka það svona persónulega." 

Stjórn þjóðarinnar er ákveðinn í kosningum. Eftir því sem ég best veit eru konur rétt tæplega helmingur kjósenda. Þannig að það er ekkert sem kemur í veg fyrir að konur gangi í stjórnmálaflokka, taki þátt í prófkjörum, kjósi konur inn á lista. Þannig að hvað er vandamálið?  Afhverju ekki að fara lýðræðislegu leiðina í þessu? Er vandamálið kannski það að það vanti hæfar konur sem hafi áhuga? Ef ekki. Afhverju í ósköpunum bjóða þær sig ekki fram?

skh (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 14:42

23 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Mig langar að benda skh á að það er fullt af hæfum konum í pólitík (hvort maður er svo sammála þeim pólitískt er annað mál).

Hinsvegar er eitt fremur forvitnilegt að mínu mati. Þeir flokkar sem trúa ekki á jákvæða mismunun eða beita henni ekki í uppröðun listanna... hvað er að gerast þar? Nær EINGÖNGU KARLMENN eru þar í baráttusætum. Ég veit að þessir flokkar hafa margar hæfar konur og þær bjóða sig fram en einhverra hluta vegna komast þær ekki áfram. Ég gæti farið að útlista hér tengslum við stjórnmálaskoðanir en ég ætla að sleppa því.

Takk Guðmundur fyrir að sína á þér þessa hlið. Það er frískandi.  

Laufey Ólafsdóttir, 16.3.2007 kl. 18:58

24 identicon

Ok, fullt af hæfum konum í pólitík, engin spurning. Þá er þetta ekkert vandamál. Konur sem vilja bæta stöðu kvenna á alþingi eiga þá bara að kjósa þessar konur en ekki karla í prófkjörum, berjast fyrir þessu samhentar innan flokkanna. Afhverju gera þær það ekki? Þú talar eins og flokkar séu einhverjar vélar sem sé ekki stjórnað af fólki. Ég persónulega verð þó að viðurkenna fyrir mína parta, að ég sé ekki stóran mun á kvenkynsþingmönnum og karlkynsþingmönnum, þannig að maður veltir fyrir sér hvað myndi breytast við fjölgun kvenkynsþingmanna. Finnst þér til dæmis margt hafa batnað í heilbrigðiskerfinu í tíð núverandi ráðherra? Mér sýnist hún nú vera alveg með sama ruglið og fyrrverandi karlkynsráðherrar í hennar málaflokki. Bentu mér endilega á eitthvað dæmi þar sem kona í ráðherrastól hefur gert hlutina allt öðruvísi en karlmaður, öllum til bóta, komið með nýja nálgun í pólitík og svo framvegis. Eitthvað hljótum við að vera að missa af, fyrst það þykir ástæða til að fara í einhverja lögbundna mismunun. Í stuttu máli, afhverju er það ekki nóg að konur hafi öll sömu lögbundnu réttindi, til að komast áfram í því sem þeim dettur í hug að gera. Ef ílla gengur hjá ykkur, er það þá einhverju öðrum að kenna en ykkur sjálfum? Ef konur kjósa ekki konur afhverju ættu þá karlar að gera það. Ég held að þið ættuð frekar að eyða orkunni í það að koma frambærilegum konum í efstu sæti í prófkjörum stjórnmálaflokka t.d. Þið hafið allt til þess (skrá sig í flokkana og kjósa það er það eina sem þarf.) ég meina ef konur sýndu samstöðu þá væri hlutur kvenna ekki svona slappur. Í forræðismálum er aftur á móti kerfisbundið ójafnræði á ferðinni. Það er stór munur á þessu tvennu. Sama má segja um t.d Tyrkland og Sádi Arabíu, þar er kerfisbundið ójafnræði á ferðinni í garð kvenna. Það er rangt þar, og það er rangt hér.

skh (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 19:54

25 identicon

Sömuleiðis,

  Ég hef raunverulega þessa skoðun, þetta er ekki sýndarmennska.

  pólitík er leiðinleg............ 

guðmundur (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 19:54

26 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Stefán, Ég benti á að ég gæti farið að útlista þessu eftir pólitískum skoðunum sem þessar konur fylgja, en ég ætla að sleppa því. Minn punktur er að þegar kona kemst til valda eru það skilaboð til annarra kvenna að gera hið sama. Persónulega hef ég verið skráð í stjórnmálaflokka og kosið í innanflokkskjörum og þá kosið það fólk sem ég vil sjá á Alþingi, mestmegnis frambærilegar konur sem ég hef ekki enn fengið að sjá í ráðherrastóli.

Varðandi forsjármálin þá er auðvitað margt að þar en þarna vantar öflugri ráðgjöf og sáttameðferðir og raunverulega aðstoð, bæði við börn og foreldra.

Laufey Ólafsdóttir, 17.3.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband