20.5.2007 | 22:54
Jafnréttisrósin.
eftir ritstjórnina
Nú funda þau á Þingvöllum, Ingibjörg Sólrún og Geir Hilmar. Ritstjórn Trúnós væri ljúft að sveima þar sem lítil fluga, en þykist þess þó fullviss að jafnréttisrósin sé þar höfð á lofti, enda Ingibjörg glæsilegur beri þeirrar rósar.
Sælt er að minnast orða hennar um jafna kynjaskiptingu í ráðherrasæti þau sem flokknum koma í hlut, en ritstjórn Trúnósins veit sem er að sætin eru ekki allt ef hugurinn fylgir ekki með hjá þeim sem í ríkisstjórninni sitja. Það er ekki nóg að sætin skipi jafnt konur sem menn heldur verða allir í ríkisstjórninni að skilja hversu mikilvægt það er að jafnrétti sé á milli kynjanna hér á landi, hversu mikilvægt það er að rödd begga kynja heyrist sem víðast.
Allt of lengi hafa stjórnvöld lokað augunum fyrir eigin ábyrgð í jafnréttisbaráttunni.
Allt of lengi hafa ráðamenn komist upp með að skipa karla eina í hverja opinberu nefndina á fætur annarri.
Allt of lengi hafa ráðamenn komist upp með að raða körlunum í toppstöður á vegum hins opinbera.
Nú þegar fréttir berast af því að ekkert, ekkert hafi þokast í jafnréttisátt við kynjahlutföll í stjórnum 100 fyrirtækja landsins sem könnuð voru á undanförnum tveimur árum, þá er ljóst að stjórnvöld verða að grípa inn í með góðu fordæmi.
Það er ekki nóg að búa til tímalausa jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar sem varla er pappírsins virði.
Það eru verkin sem tala. Viljinn og verkin.
Þar treystir ritstjórn Trúnós Ingibjörgu Sólrúnu til góðra verka.
Ritstjórnin hlakkar til að lesa málefnasamning þann sem nú er í smíðum, því það er hennar bjargfasta trú að jafnréttisforkólfurinn Ingibjörg Sólrún hafi lagt sitt af mörkum í átt að auknu jafnrétti. Það er hennar bjargfasta trú að Ingibjörg Sólrún láti ekki orðin ein standa heldur sýni í verki í ríkisstjórn, rétt eins og hún gerði í borgarstjórn, að jafnréttismálin eru einn af hornsteinum velferðar í landinu. Þar er Ingibjörg Sólrún á heimavelli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.