17.5.2007 | 11:45
Sögur úr rósastríði
Bankað. ,,Halló, halló hver er þar?" - heyrist innan úr lítilli íbúð.
,,Við erum hér frá Samfylkingunni, okkur langar að færa þér rós." Ég kynni mig.
,,Ha? Þingmaðurinn minn? Komið þið bara inn", er svo kallað. Ég opna og geng á hljóðið og á hæla mér kemur Ásgeir, sem gengur með mér að þessu sinni, með rósafötuna í fanginu.
,,Gvuð", hrópar nánast ber, eldri kona við rúmið sitt. - ,,ertu með karlmann?" Ásgeir hrökklast öfugur út. ,,Nei, nei, hann er frammi," ég reyni að redda okkur út úr þessu - ,,okkur langaði bara að færa þér rós til að minna á kosningarnar."
Hún sveipar um sig sæng og biður mig að setja rósina í vasa sem ég geri og hvet hana til a ðvera í S-inu sínu á kjördag.
,,Það er svo langt síðan að karlmaður kom að mér svona," segir gamla konan og horfir angurvær á rósina í postulínsvasanum.
_______________________________________
,,Mér hafa aldrei verið gefin blóm, þið eruð æðisleg! segir ung einstæð tveggja barna móðir.
,,Ég hef aldrei kosið", hún tekur við rauðri rósinni og fær tár í augun. Eftir svolítið hik segir hún:
,,Ég kýs ykkur, og takk."
Hún horfir á blómið og börnin toga í hana, hið yngra hætt að skæla. Við kveðjum ánægð með árangurinn. Hún lokar og við höldum áfram rósagöngunni þar sem ný ævintýri bíða bak við hverjar luktar dyr.
________________________________________
,,Rós? Ég kýs ykkur, - en er með ofnæmi fyrir rósum." Konan bandar frá sér hendinni. Við kveðjum, óskum henni alls hins besta og flýtur okkur burt með rósirnar.
Ásta Ragnheiður er þingmaður Reykvíkinga og færði hundruðum Reykvíkinga rós í aðdraganda kosninga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristín
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar sögur. Þetta minnti mig á það að mamma sagði mér að það hefðu komið þrjár konur til hennar með rós og ein þeirra hafi verið Steinunn Valdís. Mamma varð alveg undrandi á því hvað Valdís var hlýleg og alþýðuleg, (sem við náttúrlega vitum sem þekkjum hana) en það segir manni bara það hvað þetta er nauðsynlegt að kjósendur fái að komast í nánd við frambjóðendur!
Edda Agnarsdóttir, 17.5.2007 kl. 12:46
'Eg hef sömu sögu að segja bankaði upp á og til dyra kom huggulegur maður á besta aldri. Afþakkaði rósina og sagðist ekki vilja stefnu Samfylkingarinnar. Lokaði.
En á meðan ég gekk í burtu opnaðist hurðin aftur og þá kallaði sami ungi maðurinn á eftir mér "En ég vill rós!" Ég snéri mér við í forundran og líklega hefur það sést á svip mínum því hann sagði brosandi "við erum sko tvíburar ... og ég þigg rósina og stefnuna þótt bróðir minn sé á öðru máli!"
Fór svo við þriðja mann ásamt tveimur litlum 7 ára skottum í hús ...drifin inn og mynduð í bak og fyrir og fengum að horfa á stóru skoðanakönnunina á stöð tvö!
Skemmtilegasta sem ég hef gert lengi að komast í beint samband við kjósendur.
Guðríður Arnardóttir, 17.5.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.