Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.2.2007 | 23:55
Foreldrar og börn
eftir Helgu Völu Helgadóttur
Mikið erum við heppin hér á Íslandi að hafa löggjöf um fæðingarorlof. Fæðingarorlofið gefur okkur tækifæri til að sinna börnunum okkar allan sólarhringinn á fyrstu og mikilvægustu augnablikum lífsins. Á augnablikunum þar sem foreldrar kynnast börnum og börn foreldrum. En ekki bara það. Rannsóknir hafa sýnt að þeim börnum sem fá mikla líkamlega alúð í frumbernsku vegnar betur - þau einfaldlega þrífast betur.
Ekki síst þess vegna er fæðingarorlofið hugsað. Til að efla tengsl á milli foreldra og barna og til að stuðla að því að litlum mannverum gangi betur á leið sinni út í lífið langa. En því miður eru ekki öll börn svo heppin að eiga bæði pabba og mömmu sem eru til staðar fyrir þau. Í sumum tilfellum er það bara annað foreldrið sem kemur að umönnun barnsins fyrstu misserin. Og barn þessa foreldris er ekki bara óheppið að hafa ekki pabba sinn eða mömmu til staðar, heldur bregst löggjafinn því líka. Löggjafinn sem á að passa upp á að mismuna engum, ræðst á þau allra smæstu og sviptir þau mikilvægum samverustundum í upphafi lífsgöngunnar.
Börn einstæðra foreldra fá nefnilega bara að vera með foreldrum sínum í sex mánuði í fæðingarorlofi en ekki níu mánuði eins og hin börnin. Því að löggjafinn krefst þess að hitt foreldrið, sem ekki hefur látið sjá sig á svæðinu, haldi sínum þremur mánuðum. Þetta er víst gert til að forðast svindl!
Á meðan blæða börnin. Börn einstæðra foreldra fá bara að vera í orlofi fyrstu sex mánuði ævi sinnar, því þau voru svo óheppin að hafa ekki báða foreldrana til staðar.
Helga Vala er laganemi búsett í Bolungarvík. Hún er slunginn skápasmiður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2007 kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2007 | 23:06
Velkomin á trúnó
Reykfyllt bakherbergi er hugtak sem kallar upp sterka mynd í hugum flestra. Karlmenn, laumulegar augngotur, klapp á bakið, digur karlarómur. Og vindlareykur. Mikið af vindlareyk.
Í reykfylltum bakherbergjum hefur ráðum verið ráðið, ákvarðanir verið teknar og mannkynssagan skrifuð. Vitanlega hafa einstaka konur stungið sér inn í herbergin síðastliðna áratugi og reykræst loftað út.
Konur hafa síðastliðin 100 ár loftað heilmikið út. Opnað glugga kvenfrelsis og skákað viðteknum hefðum og gildum.
Konur hafa í gegnum tíðina staðið saman. Á kvennaklósettum og bak við eldavélina. Yfir hausamótum barna og í sængurlegu. Í flugvélum, ráðstefnum, bankaráðum, skólastofum og kokkteilboðum.
Þær sýna samkennd og klappa hverri annarri á bakið,
Konur fara á trúnó og þar er allt látið flakka.
Trúnó er andsvar hinna reykfylltu bakherbergja. Trúnó er vettvangur femínískra jafnaðarkvenna sem vilja jafna leikinn. Taka þátt og gera sig gildandi. Skilja eftir sig spor í stjórnmálum, listum, fræðigreinum, heimilunum og atvinnulífi, til sjávar og sveita. Hreyfum til stjörnurnar á himnafestingunni ef þess þarf.
Velkomin á femíníska bloggsíðu sem segir sex.
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar