Æ, Einar Oddur! Konur ERU líka bændur!

Í gær hittumst nokkrar konur úr sveitinni og aðalumræðuefnið í eldhúsinu var bréfið sem barst á alla bæi fyrr um daginn, stílað á karlana okkar; ,,kæri vinur…" Bréfið var skreytt stærðar mynd af Einari Oddi og ályktun landsfundar Sjálfstæðismanna um landbúnaðarmál fylgdi með. Vinkona mín, sem er formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands og kúabóndi með meiru, fékk ekki einu sinni línu frá frambjóðandanum.

Ég mun í dag dreifa rauðum Samfylkingarrósum á bæina. Ekki bara til kvenna og karla í hefðbundnum búskap heldur til alls þessa öfluga fólks sem byggir hinar dreifðu byggðir. Konurnar skipta meira máli en Golfstraumurinn fyrir framtíð sveitanna. Ég er ekki viss um að Einar Oddur skilji það.

Nú er tími til að kjósa breytingar.

Ragnhildur Sigurðardóttir er umhverfisfræðingur í Snæfellsbæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vissi ekki að orðið vinur væri karllægt?

Eru þá kvenkyns vinir mínir ekki vinir mínir heldur vinkonur mínar? Afhverju má ég ekki kalla þær vini mína?

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 12:50

2 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Kæra vinkona Baldvin, ótrúlegt hvað íslensk tunga hefur breyst hratt á þínum bæ - hjá okkur eru vinur karlkyns og vinkona kvenkyns. Það fáránlega er hins vegar að Einar Oddur sendir bréfið eingöngu á karla sem eru bændur - í raunveruleikanum eru konur líka bændur en Einar Oddur býr greinilega í fornöld - og kannski þú líka!

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 10.5.2007 kl. 13:25

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Enn og aftur. Jafnréttið býr ekki í Frjálslyndum og Sjálfstæðisflokki. Jafnréttið býr í Framsókn. Meira um það í pistlinum Femínistar ættu að kjósa Framsókn!

Hallur Magnússon, 10.5.2007 kl. 14:47

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Orðið "vinur" er ekki kynbundið fremur en "óvinur"!
Talar þú e.t.v. um "óvinkonur"?

Júlíus Valsson, 10.5.2007 kl. 15:23

5 identicon

Kæru vinir (taki bæði til sín konur og karlar)

Ég veit ekki eftir hvaða lista bréfið var sent, en ég vil benda á að bréfið sem kom í Bessastaði við Hrútafjörð var stílað á mig konuna á bænum, enda er ég bæði skráð fyrir jörðinni og beingreiðslum. Réttara væri að ég segði að bréfið hafi verið stílað á bóndann á bænum, þó svo að bóndi minn sé stabílli við búskapinn en undirrituð. Bóndi minn er ekkert reiður, enda alvanur því að frúin "eigi" allt "klabbið", hann huggar sig við það að vera skráður fyrir börnunum okkar og hrossunum í skrýsluhaldskerfinu.

Hins vegar þar sem er einkahlutafélag skráð um búrekstur hefur bréfið sjálfsagt verið stílað á félagið, en hvorki karl né konu.......

Guðný Helga Björnsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 18:01

6 identicon

  1. Ráðumk þér, Loddfáfnir, en þú ráð nemir. Njóta mundu ef þú nemur þer munu góð ef þú getur: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir, farðu að finna oft. Því að hrísi vex og hávu grasi vegur er vætki treður.

Þó ég telji að orðið "vinur" geti átt við fleiri verur en karlkynsverur er ég ekki staddur á fornöld. Skil þær röksemdarfærslur ekki.

Ég hafði ekki hugmynd um að aðeins karlkyns bændur hafi fengið sent bréfið þegar ég reit fyrri athugasemd mína.

 Svo kemur í ljós að aðeins sá aðili sem skráður er fyrir búinu fékk sent bréfið. Þannig fleiri hafa dregið ályktanir án fullrar vitneskju.

Það að ávarpa þann aðila vin er ekki stærsti glæpur stjórnvalda undanfarið.

Það að flestir þeirra sem skráðir eru fyrir búi séu karlmenn er hinsvegar eitthvað sem mætti skoða betur.

Rétta leiðin að því er ekki að stökkva til og kalla fólk fornaldarbúa fyrir að kalla alla vini sína "vini". Í stað þess að flokka þá niður eftir því hvers kyns þeir eru.

Bryndís, að lokum þá langar mig að vita hverjir "þið" eruð?

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband