Stór dagur fyrir jafnréttisbaráttuna - stór dagur fyrir lýðræðið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var heiðursgestur á landsfundi sænskra jafnaðarmanna þegar Mona Sahlin tók við leiðtogaembætti flokksins. Hér á eftir fer ræða Ingibjargar Sólrúnar.

,,Í dag eru tímamót í sögu sænska jafnaðarmannaflokksins, þegar kona tekur í fyrsta skipti við formennsku í flokknum. Það kemur e.t.v. ekki á óvart í sjálfu sér því á hinum Norðurlöndunum er gjarnan litið til Svíþjóðar sem fyrirmyndarþjóðfélags með tilliti til jafnréttismála. Þetta er stór dagur fyrir jafnréttisbaráttuna, en þetta er líka stór dagur fyrir lýðræðið.

Lýðræðið er ekki fasti eða formsatriði heldur stöðugt lifandi ferli þar sem við öll, bæði konur og karlar, leggjumst á eitt við að bæta samfélagið og gera það réttlátara. Konur eru helmingur mannkyns. Samfélag sem byggir á reynslu bæði kvenna og karla, menningarheimi beggja og áhugamálum er sterkara og réttsýnna samfélag en samfélag sem ekki nýtir til fullnustu þann mannauð sem býr í báðum kynjum.

Verkefni okkar er að móta og hrinda í framkvæmd nýrri og nútímalegri jafnaðarstefnu og við verðum að gæta þess að hafa jafnréttismál og kvenfrelsi í huga þegar við greinum samfélagið og mótum framtíðarstefnu. Þess vegna er mikilvægt að við leggjum okkur fram um að fá ungt og framsækið fólk til liðs við okkur sem hefur vilja og getu til að móta framtíð hins norræna samfélags.

Það er mikið rætt um stórar fjárfestingar í opinberri umræðu en okkur hættir til að gleyma þeirri fjárfestingu sem mestu skiptir, börnunum okkar. Velmegun hinna fullorðnu á líka að koma börnunum til góða. En þrátt fyrir stórvirkar tækniframfarir sem eiga að auðvelda líf okkar, þá er hraðinn og streitan meiri en nokkru sinni fyrr. Sífellt meiri kröfur eru lagðar á fólk og fjölskyldur á vinnumarkaði en þau sem líða mest fyrir þetta streituástand eru börnin okkar, þau sem síst skyldi.

Mörgum börnum finnst þau sniðgengin, vanrækt og meðhöndluð á óréttlátan hátt, á stundum vegna þess að foreldrar þeirra eru haldnir vanmetakennd. Þessi börn alast upp við erfið félagsleg skilyrði, s.s. fátækt eða finna til einangrunar, jafnt félagslega og menningarlega.

Þau telja sig ekki hafa sömu möguleika og aðrir í samfélaginu. Þau upplifa sig utanveltu í samfélaginu og vonleysi þeirra og gremja getur hæglega leitt af sér skaðlega hegðun. Við verðum að hafa í huga að ef við nýtum ekki þann auð sem býr í börnunum okkar þá sitjum við uppi með hálfkarað samfélag, ófullkomið lýðræði. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á raddir barnanna og hafa þarfir þeirra að leiðarljósi við mótun samfélagsins til framtíðar. Í þessu efni mun hlutur og lífssýn okkar jafnaðarmanna skipta meira máli en nokkru sinni fyrr.''


mbl.is Ingibjörg Sólrún heiðursgestur á landsfundi sænskra jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Flott ræða hjá henni. Mér finnst einhver auka kraftur í henni núna.

Tómas Þóroddsson, 17.3.2007 kl. 16:45

2 identicon

Það væri flott að láta Svíana halda henni.Þá erum við laus við ruglið í Ingibjörgu 

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 09:48

3 Smámynd: birna

og hlustað á þig Sigurbjörn :]

birna, 18.3.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband