2.9.2008 | 17:58
Samfylkingarkonur skora á ríkisstjórnina að semja við ljósmæður
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri launadeilu sem upp er komin milli ríkisins og ljósmæðra. Einnig lýsir Kvennahreyfingin yfir þungum áhyggjum af öryggi fæðandi kvenna og nýbura.
Laun ljósmæðra eru með því sem lægst gerist innan Bandalags háskólamanna þótt nám þeirra sé eitt það lengsta sem krafist er af ríkisstarfsmönnum.
Byrjunarlaun ljósmæðra eru til dæmis helmingi lægri en byrjunarlaun verkfræðinga með meistaragráðu. Launakjör ljósmæðra eru til marks um að hvorki þarfir né störf kvenna séu metin að verðleikum. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar leggur áherslu á að störf ljósmæðra verði endurmetin miðað við þá miklu ábyrgð sem þær gegna.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þá stefnu að jafna óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu. Semja þarf um kjör handa ljósmæðrum sem standast samanburð við sambærilegar karlastéttir. Það gæfi íslenskum konum von um að jafnréttismarkmið ríkisstjórnarinnar stæðust.
Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnarflokkana að leiða kjaradeiluna til lykta og standa þannig við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um endurmat launa hefðbundinna kvennastétta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek heilshugar undir þessa áskorun.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 11:39
Heyr, heyr ! Vel orðuð áskorun.
Nú þarf að breyta um hugsunarhátt, breyta orðalaginu. Við þurfum að kalla hlutina réttum nöfnum. Hættum að tala um að það þurfi að hækka laun ljósmæðra. Það á að LEIÐRÉTTA laun ljósmæðra !!
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 12.9.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.