Kvennaþing Samfylkingarinnar 11. - 12. apríl næstkomandi!

Skráning stendur yfir! Námskeið Kvennahreyfingarinnar í Pikknikk - Framtíðarkonur - sem haldið var fyrr í vetur fylltist á örfáum dögum og færri komust en vildu. Yfir hundrað konur skiptust á skoðunum og fræddust og skemmtu sér og nú á að endurtaka leikinn. 

Það er því vísast að skrá sig fljótt. Fyrstar koma, fyrstar fá! 

 

kvennahreyfing.pgf

Ársþing kvennahreyfingar Samfylkingarinnar 11. - 12. apríl 2008 

Föstudagur frá kl. 14-18

Setning
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar,
setur þingið og kynnir skýrslu stjórnar.

Hvernig fjölgum við konum í stjórnmálum og í framboði fyrir Samfylkinguna?
- Eru prófkjör „rétta leiðin“ til að velja fólk á lista?

- Gagnast fléttulistar konum?

- Á að notast við prófkjör, uppstillingu eða eitthvað annað?

Framsögumenn: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir varaborgarfulltrúi, Kristrún
Heimisdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir
umhverfisráðherra flytja framsögur.

Vinnuhópar
Mismunandi aðferðafræði, prófkjör, uppstilling, kvótar, fléttulistar, rætt
í vinnuhópum.

Kvöldverður á Hótel Örk hefst klukkan 20 og ræðukona kvöldsins er Guðrún
Ögmundsdóttir fyrrverandi alþingismaður.
 
Veislunni stýrir Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi.

Hin margrómaða kvennahljómsveit Rokkslæðan kemur saman í tilefni
kvennaþingsins eftir nokkurt hlé og spilar fyrir dansi fram á rauða nótt. Hljómsveitin er leidd af Kiddu rokk og Kristínu Eysteins. Við lofum trylltum dansi!

Laugardagur

Sameiginlegur morgunverður og tilvalið er að enda góða samveru
Samfylkingarkvenna í gufu og sundi á Hótel Örk enda aðstaða hótelsins
gestum að kostnaðarlausu.

Skráningarfrestur er til 7. apríl. Fyrstar koma fyrstar fá!

Skráning fer fram á netfanginu samfylking@samfylking.is eða í síma 414 2200.

Nánari upplýsingar á vef Samfylkingarinnar: www.samfylkingin.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Flott kvennaþing. Það verður gaman að hitta ykkur allar. Sjáumst í Hveragerði.

Áfram stelpur !

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 4.4.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband