1.4.2008 | 14:45
Kvennaþing Samfylkingarinnar 11. - 12. apríl næstkomandi!
Skráning stendur yfir! Námskeið Kvennahreyfingarinnar í Pikknikk - Framtíðarkonur - sem haldið var fyrr í vetur fylltist á örfáum dögum og færri komust en vildu. Yfir hundrað konur skiptust á skoðunum og fræddust og skemmtu sér og nú á að endurtaka leikinn.
Það er því vísast að skrá sig fljótt. Fyrstar koma, fyrstar fá!
Ársþing kvennahreyfingar Samfylkingarinnar 11. - 12. apríl 2008
Föstudagur frá kl. 14-18
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar,
setur þingið og kynnir skýrslu stjórnar.
Hvernig fjölgum við konum í stjórnmálum og í framboði fyrir Samfylkinguna?
- Eru prófkjör rétta leiðin til að velja fólk á lista?
- Gagnast fléttulistar konum?
- Á að notast við prófkjör, uppstillingu eða eitthvað annað?
Framsögumenn: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir varaborgarfulltrúi, Kristrún
Heimisdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir
umhverfisráðherra flytja framsögur.
Vinnuhópar
Mismunandi aðferðafræði, prófkjör, uppstilling, kvótar, fléttulistar, rætt
í vinnuhópum.
Kvöldverður á Hótel Örk hefst klukkan 20 og ræðukona kvöldsins er Guðrún
Ögmundsdóttir fyrrverandi alþingismaður.
Hin margrómaða kvennahljómsveit Rokkslæðan kemur saman í tilefni
kvennaþingsins eftir nokkurt hlé og spilar fyrir dansi fram á rauða nótt. Hljómsveitin er leidd af Kiddu rokk og Kristínu Eysteins. Við lofum trylltum dansi!
Laugardagur
Sameiginlegur morgunverður og tilvalið er að enda góða samveru
Samfylkingarkvenna í gufu og sundi á Hótel Örk enda aðstaða hótelsins
gestum að kostnaðarlausu.
Skráningarfrestur er til 7. apríl. Fyrstar koma fyrstar fá!
Skráning fer fram á netfanginu samfylking@samfylking.is eða í síma 414 2200.
Nánari upplýsingar á vef Samfylkingarinnar: www.samfylkingin.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.4.2008 kl. 21:33 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott kvennaþing. Það verður gaman að hitta ykkur allar. Sjáumst í Hveragerði.
Áfram stelpur !
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 4.4.2008 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.