31.1.2008 | 15:37
Handvömm og gamaldags forgangsröðun
Það er kominn nýr meirihluti í Reykjavík. Fyrsti nefndarformaðurinn sem heyrist um er formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Guðfaðir nýja meirihlutans; Kjartan Magnússon, gegnir nú því embætti. Síst vil ég gera lítið úr mikilvægi Orkuveitunnar. Þau störf sem þar eru unnin eru auðvitað afar mikilvæg.
Það eru þó fleira mikilvægt en vatn og rafmagn. Það er ekki síður mikilvægt að hugsað sé um velferð barnanna okkar. Ekki síst þeirra barna sem búa við erfiðar og jafnvel óviðunandi aðstæður, t.d. á ofbeldis- eða óregluheimilum eða hafa lent á glapstigum. Þá getur þurft að grípa inn í með stuttum fyrirvara. Til þess höfum við Barnaverndarnefnd. Seta í slíkri nefnd er örugglega mjög erfið enda hefur komið í ljós að rangar ákvarðanir barnaverndarnefnda fortíðarinnar hafa haft ófyrirsjáanlegar og á stundum hræðilegar afleiðingar.
Nú kemur í ljós að sjálfstæðismenn skipuðu í embætti formanns Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, konu sem engan áhuga hefur á formennskunni og biðst undan þessari vegtyllu. Framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna segir hér hafa verið um handvömm að ræða. Skyldi þessi ,,handvömm" vera táknræn fyrir virðingarröð embættanna í huga sjálfstæðismanna? Virðingarröð sem setur efst vellaunaða formennsku í OR en neðst formennsku í Barnaverndarnefnd. Nefndinni þar sem rætt er um mál ,,óhreinu barnanna hennar Evu", þeirra sem er óþægilegt að hugsa um og hafa hvort sem er alltaf verið til tómra vandræða. Það er embættið sem verður útundan í kaplinum sem þurfti að láta ganga upp með svo miklum hraði að ekki gefst tóm til að staðfesta vilja allra þeirra sem útvaldir eru til að gegna formennsku.
En það skiptir kannski engu máli. Forgangsröðunin er önnur. Nýi meirihlutinn byrjaði á því að lækka fasteignaskatta, lækkun sem skilar meðalheimilum í mesta lagi nokkur þúsund krónum á ári. Það skiptir flesta litlu. Hitt skiptir máli að geta treyst á leikskóla fyrir börnin sín og að ekki þurfi að senda þau heim vegna skorts á starfsfólki.
Mér hugnast betur forgangsröð meirihlutans sem undir forystu Dags B. Eggertssonar hóf starf sitt á að samþykkja sérstaka fjárveitingu til að gera betur við þá sem sinna umönnunarstörfum á vegum borgarinnar. Sá sami meirihluti lauk starfi sínu á því að bjarga Kolaportinu. Stað sem fjöldi fólks sækir um hverja helgi en átti að fórna fyrir bílastæði.
Ef vinnubrögð í anda þessarar ,,handvammar" eru það sem koma skal í stjórn borgarinnar mun málefnaskráin koma að litlu haldi. Jafnvel þó hún sé í sautján punktum.Þessi grein er eftir Ingibjörgu Stefánsdóttur og ritnefnd Trúnó sá sig knúna til að birta hana. Takk Ingibjörg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er vitað mál að sjallarnir hafa áhuga á því einu að komast sjálfir að kjötkötlunum okkar Reykvíkinga og ausa svo til vildarvina og þeirra sem best borga í kosningasjóði öll framganga Kjartans M í þessu máli er til vansa símtal hans við Margréti Sv rétt áður en hersingin fúla stormaði á Kjarvalsstaði sannar það En fólk er að vakna ég held ekki að það dugi að breyta um lit á síðum sínum fyrir næstu kosningar verði vænlegt til árangurs við viljum lýðræði fólksins fólk í fyrirrúmi! Ekki sérgóðir miðaldra jakkafatakarlar og þeirra gróði á okkar kotnað!!
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 31.1.2008 kl. 18:35
Greinin er klár handvömm.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2008 kl. 19:34
Ég hef aldrei séð færslu eftir Ingibjörgu Stefánsdóttur sem með réttu væri hægt að flokka undir handvömm.
Árni Gunnarsson, 31.1.2008 kl. 23:41
Jafnrétti á sjóinn :) þar er hlutfallið 99% karlmenn á móti 1% kvenna. Fleiri konur á sjóinn og þá má tala um jafnrétti.
Björn Zoéga Björnsson, 11.2.2008 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.