17.10.2007 | 13:56
Þær eru mættar!
eftir Helgu Völu Helgadóttur
Það er sorglegt frá því að segja að maður fagni því árið 2007 að sjá konur í meirihluta í formennsku í ráðum borgarinnar, en það er nú samt staðreynd.
Í fyrsta sinn í sögu borgarinnar eru konur í meirihluta í formennsku á þessum póstum. En þetta á auðvitað að vera hinn eðlilegasti hlutur, rétt eins og að karlar séu stundum í meirihluta. En það er hins vegar staðreynd að þetta er í fyrsta sinn. Fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta. Og það skiptir máli. Mér er nokk sama þó að nú hrúgist inn einhverjir sem segi að konur séu líka menn og það séu verðleikar einstaklingsins og hæfileikar sem skipti máli. Oft er það bara ekki það sem er látið ráða för, heldur einmitt hitt, að viðkomandi er karl. Stundum eru þar á ferð sá hæfasti, en langt í frá alltaf eða næstum alltaf eins og virðist vera við kjör stjórnarformanna og skipun í stöður.
En, nú hætta að bölva í bili og heldur fagnað.
Hér er listi formannana.
Fyrsta skal nefna forseta borgarstjórnar, Margréti Sverrisdóttur.
Formaður hins sameinaða borgarstjórnarflokks og staðgengill borgarstjóra er Svandís Svavarsdóttir.
Formaður velferðarráðs er Björk Vilhelmsdóttir
Formaður menntaráðs er Oddný Sturludóttir
Formaður skipulagsráðs er Svandís Svavarsdóttir
Formaður leikskólaráðs er Sigrún Elsa Smáradóttir
Formaður menningar og ferðamálaráðs er Margrét Sverrisdóttir
og formaður mannréttindanefndar er Sóley Tómasdóttir
Að auki er greinilegt að meirihlutinn sem nú er kominn til starfa ætlar sér að taka mannekluna í umönnunarstörfum borgarinnar föstum tökum. Það er kominn tími til að þetta verði að algjöru forgangsverkefni, enda ófremdarástand víða um borgina.
Það gustar ferskum vindi um Ráðhús Reykjavíkur. Félagshyggjustjórnin er svo sannarlega komin til starfa og við bíðum spennt.
Helga Vala er búsett í Bolungarvík en fylgist engu að síður spennt með því sem gerist í pólitíkinni í borginni, enda Reykjavík höfuðborg allra landsmanna.
Það er sorglegt frá því að segja að maður fagni því árið 2007 að sjá konur í meirihluta í formennsku í ráðum borgarinnar, en það er nú samt staðreynd.
Í fyrsta sinn í sögu borgarinnar eru konur í meirihluta í formennsku á þessum póstum. En þetta á auðvitað að vera hinn eðlilegasti hlutur, rétt eins og að karlar séu stundum í meirihluta. En það er hins vegar staðreynd að þetta er í fyrsta sinn. Fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta. Og það skiptir máli. Mér er nokk sama þó að nú hrúgist inn einhverjir sem segi að konur séu líka menn og það séu verðleikar einstaklingsins og hæfileikar sem skipti máli. Oft er það bara ekki það sem er látið ráða för, heldur einmitt hitt, að viðkomandi er karl. Stundum eru þar á ferð sá hæfasti, en langt í frá alltaf eða næstum alltaf eins og virðist vera við kjör stjórnarformanna og skipun í stöður.
En, nú hætta að bölva í bili og heldur fagnað.
Hér er listi formannana.
Fyrsta skal nefna forseta borgarstjórnar, Margréti Sverrisdóttur.
Formaður hins sameinaða borgarstjórnarflokks og staðgengill borgarstjóra er Svandís Svavarsdóttir.
Formaður velferðarráðs er Björk Vilhelmsdóttir
Formaður menntaráðs er Oddný Sturludóttir
Formaður skipulagsráðs er Svandís Svavarsdóttir
Formaður leikskólaráðs er Sigrún Elsa Smáradóttir
Formaður menningar og ferðamálaráðs er Margrét Sverrisdóttir
og formaður mannréttindanefndar er Sóley Tómasdóttir
Að auki er greinilegt að meirihlutinn sem nú er kominn til starfa ætlar sér að taka mannekluna í umönnunarstörfum borgarinnar föstum tökum. Það er kominn tími til að þetta verði að algjöru forgangsverkefni, enda ófremdarástand víða um borgina.
Það gustar ferskum vindi um Ráðhús Reykjavíkur. Félagshyggjustjórnin er svo sannarlega komin til starfa og við bíðum spennt.
Helga Vala er búsett í Bolungarvík en fylgist engu að síður spennt með því sem gerist í pólitíkinni í borginni, enda Reykjavík höfuðborg allra landsmanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristín
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er sosem áfangasigur í þeim skilning að halli á annað kynið sem sjaldnar er. Vona bara innilega að þær konur (og karlar) séu besta fólkið í stöðurnar, og að það hafi sólst eftir stöðunum af vilja við að sinna verkefnunum sem að nefndirnar eru um, en ekki til að skila af sínu kynjaatkvæði.
Sigurður Jökulsson, 17.10.2007 kl. 18:38
Og nú bretta konur upp ermar.
"Okkar pólitík snýst um fólk, snýst um þjónustu, áhyggjur í daglega lífinu." Sagði nýr borgarstjóri í sjónvarpinu. Hann sagði reyndar líka að mörg mál væru býsna torleyst og mátti skilja hann það yrði ekki létt verk að koma þeim í lag. Það er allt í lagi. Við kusum hann ekki til að leysa létt mál.
Ég treysti því að Dagur og konurnar í borgarstjórn sjái til þess að hún Júlía Heiður fái framvegis að mæta í leikskólann sinn á hverjum degi en þurfi ekki að eyða dögunum hjá ömmu sinni eða í Kaupþingi með reglulegu millimili.
Aðalheiður (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:18
Þetta eru allt frábærar konur og ég óska þeim öllum til hamingju
Laufey Ólafsdóttir, 22.10.2007 kl. 02:44
Og nú er bara að ráða karl í þulustarfið hjá Sjónvarpinu...
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 24.10.2007 kl. 00:19
Þetta eru allt flottar konur og ég óska okkur til hamingju með að konur séu nú í meirihluta í stjórnun borgarinnar. Það má þá búast við að hagur Reykjavíkur vænkist því skv. finnskri rannókn sem ég heyrði af á dögunum ganga fyrirtæki sem stjórnað er af konum betur en fyrirtæki sem karlar stjórna. Það sama hlýtur að eiga við um sveitafélög og stofnanir.
Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.