Löggæsla og leikskólar

Eftir Oddnýju Sturludóttur.

Það er ánægjulegt að sjá að umræða síðastliðinna vikna um sýnilega löggæslu og þá tifandi tímasprengju sem kjör lögreglumanna er, hefur opnað augu ráðamanna þjóðarinnar. Dómsmálaráðherra hefur samþykkt að greiða lögregluþjónum álagsgreiðslur vegna manneklu í þeirra röðum. Hjá Reykjavíkurborg hafa álagsgreiðslur til starfsfólks leik- og grunnskóla verið í brennidepli. Manneklan á leikskólum borgarinnar er mikil, meiri en hún hefur nokkurn tímann verið. Samþykkt hefur verið að greiða starfsfólki leikskóla, sem býr við aukið álag vegna manneklu, sérstakar greiðslur. Enn hefur starfsfólk leikskóla ekki fundið fyrir þeim í buddum sínum.

Verkefnið blasir þó við. Álag á starfsfólk leikskóla er mikið. Manneklan meiri en nokkurn tímann áður. Búið er að samþykkja álagsgreiðslurnar en þær hiksta og hökta í launakerfi borgarinnar, borgarstjóri skilar auðu en talar um ,,óásættanlegt ástand í miðborginni um nætur”. Hið óásættanlega ástand ríkir á leikskólum borgarinnar, undir það taka foreldrar og starfsfólk leikskóla. Álagsgreiðslur fyrir lögregluþjóna komu fljótt og örugglega, um leið og búið var að taka ákvörðunina.

Löggur og leikskólastarfsfólk. Leyfist konu að spyrja hvort kyn skipti hér máli? Hvor stéttin ætli flokkist sem kvennastétt?

Oddný frétti í dag að enn einn frábær starfsmaður á leikskóla barnanna hennar hefur sagt upp - og í næstu viku verður að skerða opnunartímann vegna manneklu. Margrét María litla er tveggja ára og hefur nú þegar kvatt eina yndislega konu sem starfaði á deildinni - og um áramótin kveður ein ómetanleg í viðbót. Þetta er ósegjanlega grátlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Í dag ráku stúlkur sem ég kenni augun í 70% krónuna sem ég er með í peysunni minni.

Þær spurðu mig eins og til stendur: hvað þýðir þetta merki.

Ég sagði þeim eins og er að launamunur milli karla og kvenna væri með þeim hætti að þegar þær færu að vinna fyrir launum fengju þær 70% af launum karla. Ef ekki yrðu róttækar breytinga í samfélaginu.

Þær urðu mjög undrandi og spurðu hvort ekki væri til lög sem bönnuðu launamun.

Jú en það sem blasir við okkur er líka það að kynin velja sér ólík störf.

Þær ætluðu alla að verða læknar.

Já eða hjúkrunarfræðingar, kennara eða fyrirsætur.

Hvað segir þetta okkur.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 11.10.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Halla Rut

Það pirraði mig einmitt mikið þegar Villi Kælir var að koma í sjónvarpið eftir að hafa tekið kælinn úr sambandi og hélt að hann hafi leyst brýnasta mál borgarinnar. Hann veit ekki einu sinni af þessu leikskóla máli. Kemur það ekki við. Við skulum sjá hvað þetta ágæta fólk gerir. Ég hlakka til.

Halla Rut , 12.10.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband