19. júní - verum bleik í dag fyrir réttlætið.

Það er svo magnað að hugsa til þess að fyrir ekki svo löngu hafi konur fengið kosningarétt á þessum degi. Það er svo ótrúlegt til þess að hugsa að þær hafi ekki haft kosningarétt fyrr en árið 1915.

Hverjum datt eiginlega í hug að þær ættu ekki að hafa kosningarétt?

Hverjum datt eiginlega í hug að karlar ættu einir að kjósa til þings og sveitastjórna?

Það er eitthvað svo ótrúlega fáránlegt að hugsa til þess í dag að fólk telji annað kynið eiga að hafa annan og meiri rétt en hitt kynið.

En svona var þetta í byrjun tuttugustu aldar og því miður er það ennþá svona víða um heim, jafnvel hér heima á Íslandi á sumum sviðum. 

Hverjum dettur það eiginlega í hug?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vefritid

Vefritinu dettur þetta alls ekki í hug!

Vefritid, 19.6.2007 kl. 11:47

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Það eru víst enn til karlmenn á Íslandi sem eru hlintir forréttindum karla þó þeim fari fækkandi, en ég hef verið að rekast á vaxandi hóp kvenna sem hlintar eru forréttidum kvenna. Ég bennti á þetta í blogginu mínu "Eru kvenréttindi farin að snúast upp í kven-for-réttindi?" og fékk athugasemd frá konu sem ritaði: "Og í lokin ég er hlynnt kven-forréttindum í flestum tilvikum!"

Jón Þór Ólafsson, 19.6.2007 kl. 15:35

3 identicon

Kosningaréttur var í árdaga vestræns lýðræðis skilgreindur á svipaðan hátt og kosningaréttur í hlutafélagi. Þeir sem áttu eignir máttu kjósa. Þannig máttu bara bændur og eignamenn sem áttu tiltekna lágmarkseign kjósa ekki verkafólk eða vinnuhjú. Konur áttu víst ekkert lengi vel.

 Réttindi kvenna eru alveg söm á við karla í Íslensku samfélagi, laun eru þau sömu, konur vinna eingöngu minna og skirrast við frekari ábyrgð.

Íslenskur nýfemínismi snýst um magntöku,

Hann snýst ekki um raunverulegt jafnrétti sbr afstaða þeirra til sameiginlegrar forsjár.

Davíð Davíðsson (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 07:20

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ó karlmenn, karlmenn...

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2007 kl. 19:25

5 identicon


Hugsa sér að til sé fólk sem fær ekki velgju yfir hugmyndinni um stofnun jafnréttisskóla. Það þarf sannarlega víkingslund til! Hrædd um að í þessu máli skorti mig hana og er því ómótt.

olof magnusson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 00:14

6 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Hver eru konurnar sem vilja ræða um hvort og þá hvar konur njóta forréttinda, svo kynin geti færst í átt að meira jafnrétti?

Þegar ég minnist á þetta fara margar konur í baklás. En eftir heiðarlegar samræður sjá þær þetta og vilja gera eitthvað í málinu, því auðvitað vilja flestir á Íslandi í dag jafnrétti. 

Ég bendi á bloggið mitt "Eru kvenréttindi farin að snúast upp í kven-for-réttindi" og "Í átt til raunverulags jafnréttis og friðar á heimilinu"

Jón Þór Ólafsson, 21.6.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband