18.5.2007 | 14:20
Samviskuvetur
Síðustu mánuðir hafa treyst sambandið við samviskuna verulega. Öfug við Bubba kóng geymi ég samviskuna ekki ofan í ferðatösku heldur hef hana með mér í mislöngu snæri eða naflastreng á vegferðinni. En líkt og snærið er mislangt er samviskan og lífskilningurinn ekki alltaf í sama formi og sömu stærð. Og þar sem ætla mætti að kona komist stöðugt til meira vits er sífelld endurskoðun á pólitískri og húmanískri afstöðu nauðsynleg. Hvers vegna? Jú, til að tryggja að líf konu og afstaða sé ávallt í samræmi við upplýsingu og þekkingarstig en ekki byggt á kreddum og úrsérgegnum mímum.
Þetta endurskoðunarferli er sérstakleg mikilvægt á kosningavetri þó tímafrekt sé. Þá þarf að forgangsraða málefnum í flokkana:
1. Grunnforsendur - sem ekki verður hróflað við (þetta er sérlega mikilvægt fyrir fólk sem elst upp við þá hugmyndafræði að pólitísk afstaða endurspegli í raun öll persónuleg gildi og lífssýn einstaklingsins).
2. Kjölfestumál - sem brýnt er að hafa mótaða skoðun á og þörf er að nái fram að ganga .
3. Skiptimyntin mál sem maður verður að hafa heiðarleika til að viðurkenna að skipta mann ekki sérstöku máli og má gefa eftir þegar kemur til málamiðlana.
Næst er að staðsetja sjálfan sig sem næst einhverju því pólitísku afli sem hefur getu til þess að fara með umboðið inn á Alþingi og stjórna landinu á skynsamlegan og því sem næst þeirri málefnaniðurröðun sem endurspeglast í flokkaniðurröðunnin sem lýst er hér að ofan. Getur reynst tímafrekt og einstaklega ruglandi ferli, sem jafnvel þarf að endurtaka ítrekað, eftir því sem líður á kosningabaráttuna.
Síðan hefst ferli sem telst í því að gera greinarmun á afstöðu byggðri á tilfinningarökum annars vegar og þekkingu á því hvernig veruleikinn í markaðssinnuðu velferðarhagkerfi er í raun. Hef hingað til ekki talið neitt sérlega eftirsóknarvert að einangra tilfinningalega hlutann frá þeim vitsmunalega þegar mál eru skoðuð hef álitið það karllæga aðferðafræði ekki sérlega vænleg til ábata fyrir mannkyn og því ástæðulaust að tileinka sér hana. Hagfræðinám síðustu vetra hefur hins vegar kallað eftir endurskoðun á þessu og myndu margir halda því fram að áhrifin væru þau að gera konu grimmilega hagsýna í hugsun og afstöðu. What ever - eins og dóttirin myndi segja.
Í ljósi alls þessa, sem og í nafni skynseminnar, var niðurstaða samviskuráðstefnu vetrarins þessi: Þar sem ISG fer í forsvari, á leið í forsæti, set ég mitt eina x.
En nú eru uppi ný tíðindi. ISG hefur kost á forsæti en virðist, þegar þetta er skrifað, ekki ætla að fara þá leiðina. Hvað gerir herskái feministinn nú! Þegar kona hélt að málefnabyggðar samviskuráðstefnur væru yfirstaðnar og vorið eitt tæki við þarf að hefja endurskoðun eina ferðina enn. Eða hvað? Er ásættanlegt að vinstri stefna snúist upp í að verða velferðarkapítalisk umbótarstefna á markaðsdrifnum kapitalisma? Já. Er ásættanlegt að gefa xD tækifæri til að endurskoða umhverfisstefnu sína? Já. Er ásættanlegt að koma til móts við atvinnu- og viðskiptalífið og hlúa að því á sama tíma og hagsmunir einstaklinga og fjölskyldna eru tryggðir? Já.
Er ásættanlegt að treysta Ingibjörgu Sólrúnu fyrir því að standa vörð um hagsmuni kvenna og vinna markvisst að útrýmingu kynbundins misréttis innan ríkisstjórnar þó hún kjósi að fara ekki í forsætisráðuneytið? Ójá.
Viti konur! Þetta reyndist ekki svo erfitt. Út í vorið, með traust á forystukonu okkar í farteskinu. Enda hvíldar þörf eftir langan (samvisku)vetur.
Kristín Atladóttir er kona og bara nokkuð sátt eins og mál standa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Tónlistarspilari
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfram ISG. Meira að segja HH Gissurar viðurkenndi looooksins í sjónvarpinu áðan að ISG er þroskuð í pólitík. Frekar seint hjá honum að fatta það en við konur vitum ástæðuna !
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 19.5.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.