Gerum okkar besta - og aðeins betur ef það er það sem þarf!

Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur.


Ég er í baráttusætinu fyrir Samfylkinguna í Reykjavík - norður. Verð að játa að cheriósið á morgnana bragðast misvel eftir könnunum dagsins. Í fyrradag var ég úti, í gær var ég inni, og í morgun þegar ég opnaði Fréttablaðið var ég úti.  En eitt er víst að þetta heldur manni við efnið og ég hef bókstaflega verið eins og þeytispjald um allt síðustu daga að tala við fólk.  

En af hverju ætti svo fólk að kjósa undirritaða frekar en Sigga Kára  eða Sigríði Andersen hjá Sjálfstæðisflokknum? Það er ekki til að ég geti skipt um vinnustað, þó að það geti í sjálfu sér verið ágætt, heldur snýst málið um traust, trúverðugleika og fyrir hvað fólk stendur.  

Mér eru svo minnistæðir síðustu dagar kosningabaráttunnar þegar Reykjavíkurlistinn lagði Sjálfstæðisflokkinn í fyrsta sinn í Reykjavík vorið 1994 og ég var í fyrsta skipti í framboði. Þá, eins og nú, lá vilji til breytinga í loftinu.  Það voru sólríkir vordagar og reykvíkingar þyrptust út í sólina, líkt og þessa síðustu daga.  Þá, líkt og nú, spurði fólk skiptir þetta nokkru máli?

En í dag, eins og þá, skipta þessar kosningar öllu máli fyrir framtíðina. Það er tími til að skapa og það er tími til að breyta.  Og til þess þurfum við fólk sem þekkir þarfir og líðan venjulegs fólks og setur jafnrétti, velferð og jöfnuð í fyrsta sæti. Þess vegna skiptir það máli hvaða einstaklingar setjast á þing að loknum þessum kosningum. Ég hef verið borgarfulltrúi í 13 ár, þar af tvo sem borgarstjóri og þekki vel af eigin raun málefni kjördæmisins. Í dag ætla ég að gera það sem ég get til að tala fyrir velferðinni, jöfnuðinum og réttlætinu og mun svo ljúka deginum í hefðbundinni göngu með rauða rósir fyrir Reykvíkinga.

Megi morgundagurinn færa okkur nýja ríkisstjórn!

Steinunni Valdísi á þing!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Steinunn mín

 Ég trúi ekki öðru en að Reykvíkingar komi þér inn á þing. Eftir öll þessi ár í borginni í eldlínunni við sköpun Reykjavíkurlistans 1994. Íþróttamálin, Byggingarnefnd sem loksins kom tónlistarhúsinu af stað og svo auðvitað mál málanna þegar kvennastéttirnar hjá borginni fengu eftirminnilega leiðréttingu. Reynsla þín mun nýtast til þess einmitt að gera það sama hjá ríkinu. Ég trúi ekki að kjósendur láti þetta tækifæri fram hjá sér fara.

Bergþór

Bergþór Bjarnason (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: birna

Búin að kjósa þig :]

birna, 11.5.2007 kl. 16:44

3 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Finnst ykkur ekkert slæmt að karlmaður eins og ég sem er loðinn á bakinu og með litla menntun sé að spræna utan í síðuna ykkuar? 

Hrólfur Guðmundsson, 11.5.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband