2.5.2007 | 15:33
,,Léttur húmor" í boði Björns Inga
Eftir Rósu Þórðardóttur
Björn Ingi Hrafnsson er með athyglisverða færslu á bloggsíðu sinni þar sem hann vitnar í pistlaskrif Ellýjar Ármanns þar sem Ellý sagði sögu vinkonu sinnar sem keppti um athygli kærastans við fótboltaleik. Björn Ingi ákvað í færslu sinni að skella inn ,,tveimur léttum um samskipti kynjanna og fótboltann", enda er að hans mati lífið fótbolti...
Hér fer annar hinna léttu brandara orðrétt:
,,Konan mín yrði frábær markvörður" sagði Jón við mig um daginn, þar sem við vorum staddir á herrakvöldi KR. Og þegar ég leit spurnaraugum á hann, bætti hann svo við til útskýringar: ,,Ég hef ekki skorað í marga mánuði".
Rósa hefur ágætan húmor en ekki þann sama og formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst nú satt að segja ekki viðeigandi að borgarfulltrúi segi svona kynbundna brandara á opinberum vettvangi, og gildir þá einu hvort um er að ræða karl eða konu. Mér er hins vegar alveg sama þótt hann segi vinum sínum hann persónulega.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 2.5.2007 kl. 23:23
Við skulum ekki gleyma því að umræddur er formaður Íþrótta- og tómstundaráðs... Ofsalega taktískur drengur.
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:51
oj barasta - þið rekið mig útí horn með því að segja að ég sé með sama húmor og Bingi!!! Hjálpi mér allir heilagir
Getur einhver útskýrt fyrir mér hversvegna þessi brandari er ekki fyndinn?
halkatla, 3.5.2007 kl. 00:08
Eruð þið rauðsokkur að missa ykkur? Þetta er brandari!! Sjæse!!
Hættið að lesa svona brandara ef þetta fer svona rosalega fyrir hjartað á ykkur. Datt ekki í hug að nefna fyrir brjóstið(gæti örugglega verið kærður fyrir kynferðislega áreitni).
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 07:57
?!?!?!?!?!?!?!?!?
Ég er orðlaus.
Það má ekkert lengur.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 09:07
Þetta var ekki einu sinni verið að tala niður til kvenna. Gaurinn er bara með erfiðleika í hjónabandinu og er að skýra það út fyrir strákunum á húmorískann hátt...
hinn brandarinn gerir meira grín af karlmönnum og þeirra gleymsku...en það er allt í lagi...
meira að segja Katrín "hugsaðu" hefur gert brandara að feministum. Húmor er nauðsynlegur alls staðar. Að mega ekki segja brandara á netinu vegna þess að hann er milli karla og kvenna er fáránlegt.
Sigurður Jökulsson, 3.5.2007 kl. 09:28
þetta reddaðist, það tók mig aðeins lengri tíma að fatta - en núna skil ég. Það að brandarinn á sér stað á herrakvöldi KR er það ósmekklega og ófyndna. Hjúkk - ég er læknuð af slæmum húmor
halkatla, 3.5.2007 kl. 11:29
Þetta er saklaus brandari.
Kemur nú ekki á óvart að öfga feministar skilji hann ekki. Já og frau Sóley hverju skiptir það þótt maðurinn sé formaður íþrótta og tómstundaráðs? Má hann þá ekki hafa húmor? Eða verða allir að hafa ykkar húmor? Ég eins og svo oft áður get varla orðast bundist yfir ruglinu í ykkur....en það er hætt að koma á óvart
Örvar Þór Kristjánsson, 3.5.2007 kl. 14:19
ef brandarinn hefði gerst á saklausum fótboltabar en ekki á herrakvöldi kr þá hefði þetta verið fyndið. Það er ekkert sniðugt að þurfa að sjá fyrir sér niðurlægða karlmenn á herrakvöldinu vælandi yfir konunni heima!!! brandarar eiga ekki að vera sorglegir, en annars er þetta ágætis brandari. Reyndar býst ég við því að anti femínistar einsog Örvar hefðu ábyggilega hlegið að hverju sem er bara svo lengi sem einhver femínisti setti sig uppá móti því. Merkilegur húmor það.
halkatla, 3.5.2007 kl. 16:01
Er allur voðinn í að brandarinn gerist á herrakvöldi??? eða herrakvöldi KR?
Þau eru eflaust eins mismunandi þessi herrakvöld eins og þau eru mörg. Kvennakvöld eru líka til án þess að fólk sé að feta fingur í það.
Það að áætla að umrætt herrakvöld í umræddum brandara sé vísun í herrakvöld þar sem vildi svo til að stripparar voru kallaðir til, eða einhver önnur "niðurlæging" eða "kúgun" kvenna hafi átt sér stað, er annnsssi langsótt... jafnvel fordómar.
Nei, ég hef ekki farið á herrakvöld KR, né held ég með þeim í boltanum.
Sigurður Jökulsson, 3.5.2007 kl. 17:41
Hvers vegna í skrattanum er Björn Ingi yfirleitt að blogga úr því að hann leyfir ekki athugasemdir hjá sér? Ég spyr hér vegna þess að ekki get ég spurt hann sjálfan á bloggi hans sjálfs en tel víst að hann lesi þennan athugasemdadálk ...
Hlynur Þór Magnússon, 4.5.2007 kl. 16:20
Vá! Húmorsleysið alveg að drepa suma
Guðmundur Halldórsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 19:03
Þetta er auðvitað bara fáránleg umræða, þetta er enginn femínisti hjá þér lengur, ættir að kynna þér þá stefnu aðeins betur og þangað til þá máttu kalla þig rauðsokku.
Ég einhvern veginn efast um að hann Björn Ingi sé að reyna að stuðla að neinum ójöfnuði með þessum brandara. Ein mesta vitleysa sem ég hef lesið í langan tíma.
Einar Freyr (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 23:47
Þetta er auðvitað bara fáránleg umræða, þetta er enginn femínisti hjá þér lengur, ættir að kynna þér þá stefnu aðeins betur og þangað til þá máttu kalla þig rauðsokku.
Ég einhvern veginn efast um að hann Björn Ingi sé að reyna að stuðla að neinum ójöfnuði með þessum brandara. Ein mesta vitleysa sem ég hef lesið í langan tíma.
Einar Freyr (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 23:50
Ég er nú hlynnt jafnrétti kynjanna, en það er nú óþarfi að vera svona hörundsár yfir þetta saklausum brandara. Það er ekki rétta leiðin í kvenréttindabaráttunni að tapa húmornum fyrir sjálfum sér. Hver dó þannig að enginn má hafa gaman lengur? Eyðið frekar púðrinu í hluti sem skipta máli.
Og í sambandi við þetta umrædda Herrakvöld KR, þá voru engar stúlkur frá Geira á Goldfinger á svæðinu og allt fór vel fram. Jafnvel okkar mestu öfga feministar hefðu skemmt sér vel þarna.
Andrea, 8.5.2007 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.