1.5.2007 | 10:37
Who´s afraid of Ingibjörg Sólrún?
Eftir Sigríði Ingibjörg Ingadóttur
Eftir að Samfylkingin, með Ingibjörgu Sólrúnu í fararbroddi, sigraði kosningarnar árið 2003 voru það jafnaðarfólki sár vonbrigði að fá ekki tækifæri til að gera loks konu að forsætisráðherra. Margir úr hinum flokkunum vörpuðu þó öndinni léttar enda hafði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sýnt það í borgarstjóratíð sinni hvers femínisti getur megnað fái hann til þess völd.
Valdakerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði byggt upp í borginni var löngu komið á síðasta söludag og með innkomu Reykjavíkurlistans fóru frískir vindar um stjórnkerfi borgarinnar. Í dag er borgarkerfið a.m.k. enn sem komið er ávallt með hag borgarbúa að leiðarljósi þar sem börn og fjölskyldur hafa verið sett í forgang.
Lýðræðisleg vinnubrögð eru ástunduð og fjöldinn allur af mikilhæfum konum fékk loks stjórnunarstöður enda var það aðalsmerki að velja fólk eftir hæfileikum en ekki flokksskírteini eða kynferði.
Eftir kosningasigur Ingibjargar Sólrúnar í Alþingiskosningunum 2003 hrikti heldur betur í karlveldinu þó þeir hafi varpað öndinni léttar að hún komst ekki til valda, þrátt fyrir glæsilegan árangur flokks hennar. Þeim var þó öllum ljóst hversu alvarleg ógn hún er við núverandi valdakerfi þeirra sem byggir á bræðralagi og samtryggingu.
Síðustu ár hefur því verið unnið að því víða, jafnt í stjórnmálaflokkunum og fjölmiðlum, að tala Ingibjörgu Sólrúnu niður. Hún brást trausti Reykvíkinga þegar hún fór í framboð, hún kann ekki að vera formaður í stórum flokki, flokkur hennar er stefnulaus og hún er ekki sá leiðtogi sem fólk taldi hana vera.
Staðreyndin er hins vegar sú að Ingibjörg Sólrún er einn af hæfustu leiðtogum sem Ísland hefur fóstrað. Hún hætti sem borgarstjóri í Reykjavík því körlunum í samstafsflokkum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurlistanum stóð ógn af því að hún færi í þingframboð og settu henni afarkosti.
Hún hefur leitt stefnumótunarvinnu í Samfylkingunni sem er að skila glæsilegri stefnu sem fjöldinn allur af flokksmönnum hefur komið að og mun vonandi stjórna áherslum íslenskra stjórnmála í framtíðinni. Hún er frábær stjórnmálakona og ástundar lýðræðisleg vinnubrögð en sér það ekki sem hlutverk sitt að deila og drottna.
Þessi vinnubrögð hræða núverandi valdhafa og hefðbundna stjórnmálaleiðtoga því þeirra aðferðir henta ekki samræðustjórnmálunum.
Þeir hræðast Ingibjörgu Sólrúnu því í samanburði við hana er svo augljóst að þeir eru komnir á síðasta söludag.
Sigríður Ingibjörg er femínisti þó það hafi aldrei háð henni að vera kona!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá ég veit ekki hvað er langt síðan ég hef skoðað svona falska grein, mesta bull sem fyrir finnst því miður. Sennilega var það þegar ég komst í eintak af rússnenskum áróðursbækling frá tímum Stalíns, já svei mér þá nú man ég í þessari grein er Ingibjörg sett á sama há stallinn og Stalin var settur á í blaðinu. Ég veit ekki hvort það séu til verri stjórnmálamenn en hann .
Á síðasta ári talaði hún svo niður til krónunar að gengi krónunar lækkaði, Vá frábær árangur síðast þegar ég vissi áttu stjornmálamenn að reyna að styrkja hagkerfið
Hún vill að við tækjum upp Evru en þyurftum ekki að ganga í ESB þeir sem stjórna þar svöruðu svo með þeirri alkunnu staðreynd að slíkt væri ekki hægt. Þá vildi hún ganga í ESB en þá var fiskurinn dreginn upp á yfirborðið ætlar hún að eyða þeirri náttúruauðlind, já eða fá sér ákvæði sem ekki verður hægt að fá
R-listinn safnaði bara skuldum, á þessum mánuðum sem nýja borgarstjórninn hefur verið við völd hafa strax sést breytingar til hins betra
arnar (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 10:53
Mér hefur löngum verið spurn hver munurinn er á karlkyns jafnaðarforingja og kvenkyns jafnaðarforingja? Vona að þið getið svarað mér því ég er búinn að velta þessu mikið fyrir mér síðan kosningarbaráttan hófst.
Steinn (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.