29.4.2007 | 22:00
Skipt um fólk
eftir Aðalheiði Birgisdóttur
Mér er alveg sama um þjóðlendumálið ...
Mér er alveg sama hvað verður um allt húsnæðið á Keflavíkurflugvelli ...
Mér er alveg sama hvort það verður reist álver í Helguvík ...
Mér er alveg sama hvað verður um rústirnar í miðbæ Reykjavíkur ...
Mér er alveg sama hvort það verður virkjað í Þjórsá það má virkja Gullfoss mín vegna -... meðan tæplega 200 börn bíða eftir plássi á Barna- og unglingageðdeildinni.
Hvernig getur ein ríkasta þjóð í heimi komið svona fram við börnin sín? Þetta er ekki bara forkastanlegt. Þetta er ófyrirgefanlegt!
Ef við bætum svo við öllu gamla fólkinu og geðfötluðum sem bíða eftir mannsæmandi búsetuúrræðum þá er þetta orðinn dágóður hópur sem fær engin viðunandi úrræði mála sinna.
Á meðan hreykir forsætisráðherra sér að því að hér hafi kaupmáttur aukist um 75% á síðustu árum (sem er auðvitað bara bull og leikur að tölum og ekkert annað) og muldrar eitthvað um að nú sé verið að byggja við BUGL og nú eigi að fara að gera eitthvað í málefnum geðfatlaðra. Núna? Rétt áður en gengið er til kosninga? Af hverju var ekki byggt við BUGL fyrir tveimur árum nú eða bara 10? Maðurinn er búinn að sitja 16 ár í ríkisstjórn og gjarnan mjög nálægt peningakassanum. Hann skilur eftir sig sviðna jörð í málefnum þeirra sem minna mega sín. En vafalítið hefur kaupmátturinn aukist vel hjá þeim sem skammta sér laun að vild.
Ég er yfirmig þreytt á sinnulausum og skilningsvana stjórnvöldum. Ég sætti mig ekki lengur við að börn fái ekki þá geðheilbrigðisþjónustu sem þau eiga skilið. Ég sætti mig ekki við að geðfatlaðir þurfi að liggja úti í Öskjuhlíðinni af því það finnast ekki úrræði fyrir þá. Ég sætti mig ekki við að mamma mín þurfi að deyja áður en hún fær húsnæði sem hentar henni. Hún er margbúin að borga fyrir það húsnæði á langri ævi.
Það þarf að skipta um stjórnendur í landinu. Gefa þeim frí sem eru með allt niðrum sig í velferðamálunum. Það þarf konu í stjórnarráðið við Lækjargötu. Konu sem þorir, vill og getur og hefur sýnt hvers hún er megnug. Við eigum stórkostlegt tækifæri til þess eftir nokkra daga. Látum það ekki ganga okkur úr greipum.
Aðalheiður er almennt afskaplega þolinmóð og umburðarlynd kona.. en nú er þolinmæði hennar á þrotum. Það bara verður að skipta um ríkisstjórn, fyrir Aðalheiði og okkur hin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæi ekki verið meira sammála. Eins og talað úr mínu hjarta.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.4.2007 kl. 23:55
Því er víðs fjarri að ég geti verið sammála.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.4.2007 kl. 08:44
Mér er raunar ekki sama um þessi atriði sem þú telur upp en ósköp hlýtur hagvöxtaraukningin að vera þessum börnum lítils virði.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 30.4.2007 kl. 09:14
Þessu er ég hjartanlega sammála. Auðvitað eru þau mál sem talin eru upp í upphafi pistils mikilvæg - en á MEÐAN fólkinu okkar er ekki sinnt eru þau ekki efst í huga mínum. Og Samfylkingin er sá flokkur sem ég treysti best til þess að fara í alvöru að huga að fólki umfram allt annað.
Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:24
Alveg sammála Öllu.
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 10:46
Þessi ríkisstjórn hefur átt nóg af peningum, þessir peningar hafa hinsvegar ekki verið fyrir fólkið í landinu. Það er því hræðilegt að þurfa að horfa upp á það að jafnvel blasir við að hún haldi áfram. Þessu verður að linna - fólk skiptir máli - öllu máli.
Lára Stefánsdóttir, 30.4.2007 kl. 10:53
Er það bara mér sem finnst það undarlegt að í febrúar 2007 hafi 18 börn verið á biðlista hjá BUGL en nú eru þau allt í einu orðin nær 200?
Ég hefði líka haft áhuga á hvað eru mörg börn í meðferð á Íslandi skipta þau þúsundum ef svo er þá má spurja hvað er eiginleg að hjá okkur íslendingum.
Grímur Kjartansson, 30.4.2007 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.