24.4.2007 | 09:42
"Í vikulokin"
Eftir Drífu Kristjánsdóttur
Var að hlusta á þáttinn "Í vikulokin". Björk Vilhelmsdóttir, Samfylkingunni, Gísli Marteinn sjálfstæðisflokki og Gyða Margrét, félagsfræðingur og kynjafræðingur, voru að ræða málin.
Mér finnst alveg frábært að þættir í útvarpi og sjónvarpi fara á netið. Á netinu geta allir hlustað á þætti sem þeir hafa misst af eða vilja heyra aftur, og tekið saman hvað hver sagði. Heyra orðaflauminn og innihald þeirra orða sem sögð eru.
Ég legg til að áhugasamir um jafnrétti hlusti á þennan þátt sem var á dagskrá fyrir hádegi á laugardag.
Mjög sérstakt að hlusta á Gísla Martein í umræðu um launamál og jafnrétti. Hann reif orðið af konunum hvað eftir annað, hótaði því að konur muni hafa það verra af, ef launajafnrétti fæst. Vill ekki að launaleynd verði afnumin hótar versnandi hag kvenna ef svo verði.
Tekur orðið hvað eftir annað og neitar að hlusta á rök kvennanna. Tekur svo þáttinn yfir í lokin og færir málefnið yfir á umhverfismál og því miður láta konurnar til leiðast og fylgja honum í umræðunni. eða þær hlusta bara, kurteisar. Þær fara jafnvel að hrósa honum, þótt hann hafi verið hundleiðinlegur fram að þessu í þættinum
Björk og Gyða Margrét voru mjög einbeittar og flottar í sínum málflutningi framan af þættinum, en svo fékk Gísli Marteinn að vaða yfir allt og taka stjórnina. Mig langaði miklu meira að heyra meir í Björk og Gyðu Margréti en þær gáfust hreinlega upp enda ekki furða, yfirgangurinn í Gísla Marteini var slíkur og málflutingur hans fyrst og fremst fullyrðingar gegn fullyrðingum. Hann var eins og krakki í þættinum og sagði oft bara nei, nei, víst, víst, víst......
Ég vona að konur hlusti á þáttinn og styðji Ingibjörgu Sólrúnu til góðra verka. Ekki veitir af. Mín ósk er að hún verði næsti forsætisráðherra Íslands.
Drífa býr á Torfastöðum í Biskupstungum og nýtur þess að hlusta á gömlu gufuna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 106410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var ótrúlegt að hlusta á Gísla Martein. Hann tók þáttinn yfir, ég hafði meiri trú á honum en þetta.
Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 14:05
Þessi pistill er einkennilegur og þitt komment Tómas líka. Ég hlustaði á þáttinn tvisvar til að athuga hvort ég hefði misst af einhverju því sem þið haldið fram. Þarna voru tveir fremur slakir fulltrúar stjórnarandstöðunnar á spjalli ásamt Gísla Marteini. Það var augljóst að Gísli Marteinn var mun rökfastari og málefnalegri. Er það það sem fer svona í taugarnar á ykkur?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 15:18
Mikið ofboðslega er þetta aumkunaverður málflutningur Sf. Er virkilega hugmyndin að svona kvabb og kjaftæði auki fylgið? Veit ekki með aðra kjósendur en svona innihaldslaust væl er einnmitt það sem hefur fælt mig frá því að kjósa Sf. Zero málefni, Zero vitræn umræða,Zero frambærilegir frambjóðendur, Zero vitræn foringjahollusta, sem aftur leiðir til Zero atkvæði frá mér í næsti kosningum.
Mikið ofboðslega er ég orðinn þreyttur á þessari óendanlega heimskulegu feministaklisju sem þessi flokkur hefur umlokið sig. Við stofnun flokksins var þetta frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur, nú er þetta fyrirbæri orðið feminískara en kvennalistinn. Væntingar einhverra kellinga um að þjóðin geti sameinast um það að kjósa konu sem forsætisráðherra eru hlægilegar. Þetta er eins og frímerkjasfnarar sem halda að öll þjóðin geti sameinast um að safna frímerkjum.
Þrándur (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 04:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.