22.4.2007 | 09:22
Hið raunverulega frelsi felst í rökræðunni
eftir Önnu Láru Steindal
Þessa dagana er mikið skrafað um stefnumál og aðferðafræði stjórnmálaflokkanna einsog eðlilegt er þegar kosningar nálgast. Og einsog eðlilegt er sýnist sitt hverjum.
Nokkuð hefur borið á gagnrýni á Samfylkinguna fyrir meint stefnuleysi. Sumir eiga það til að fara háðulegum orðum um áherslu okkar á það sem við getum kallað samræðustjórnmál og telja að slíkt beri vott um stefnuleysi eða ótta við að taka einarða afstöðu. Þeir hinir sömu vilja láta verkin tala og predika ágæti athafnastjórnmála. Vilja einhenda sér í framkvæmdir og frábiðja sér allan kjaftavaðal og rökræður um málefnin.
Sumir hafa líka gagnrýnt Samfylkinguna fyrir kröfuna um virkara íbúalýðræði þar sem almenningur fær að taka beina afstöðu til mikilvægra mála. Einhverjir vilja túlka það sem ragmennsku og stefnuleysi en í mínum huga er það merki um hugrekki og virðingu fyrir kjósendum. Eru það ekki grundvallar mannréttindi að fá að njóta vitsmunna sinna og sjálfstæðrar hugsunar í eins ríkum mæli og mögulegt er?
Auðvitað eiga stjórnmál að snúast um athafnir ekki síður en orðræðu. En kapp er best með forsjá. Það var ekki síst áherslan á rökræðuna sem réði því að ég fann mér stað í Samfylkingunni enda fæ ég ekki séð að sönn jafnaðarhugsjón fái þrifist án hennar. Hvernig er hægt að móta skynsamlega framtíðarsýn á sameiginlegan veruleika okkar allra ef bara sumar raddir fá að heyrast? Eða það sem verra er aðeins útvaldar raddir fá að heyrast?
Sú hugmyndafræði sem Samfylkingin byggir á og kalla má frjálslynda jafnaðarstefnu er skýr. Það vita þeir sem hafa kynnt sér málin og persónulega hef ég aldrei getað skilið þetta píp um að Samfylkingin sé stefnulaus flokkur. Útfærsla stefnunnar verður að taka mið af aðstæðum í þjóðfélaginu hverju sinni eigi hún að hafa hagnýtt gildi og nýtast sem tæki til þess að ná settu markmiði. Pólitísk hugmyndafræði er með öðrum oðrum bitlaust vopn á veruleikann í tómarúmi sem ekki tekur mið af raunverulegum aðstæðum í síbreytilegum heimi.
Það er í rökræðunni sem hið raunverulega frelsi, sem jafnaðarmenn berjast fyrir, getur orðið að veruleika. Frelsið til þess að láta rödd sína heyrast í trausti þess að á verði hlustað og tillit til tekið.
Anna Lára er Skagamær sem dýrkar samræðustjórnmál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 106410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
takk fyrir þennan pistil
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 22.4.2007 kl. 21:56
Það er staðreynd að þeir sem gagnrýna bæði stefnu og stefnuleysi jafnaðarmanna eru hvað fljótastir að tileinka sér hin og þessi stefnumál jafnaðarmanna. Þetta er þekkt fyrirbæri á hinum norðurlöndunum og nú síðast hér á landi umhverfisstefna Reykjavíkur sem er stælt og stolið úr smiðju jafnaðarmanna og Rlistans. Uppeldið var líka til fyrirmyndar hjá Ingibjörgu.
Takk fyrir pistilinn Anna
Edda Agnarsdóttir, 22.4.2007 kl. 22:27
Góð ábending
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.4.2007 kl. 04:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.