20.4.2007 | 09:51
,,Þetta fólk"
Eftir Söru Dögg.
Umræðan um útlendinga á Íslandi er með ólíkindum þessa dagana. Frjálslyndir tala ,,hreint út" eins og þeir segja og vilja að fólk átti sig á því að ,,þetta fólk" er vandamál. Orðræðan er þannig að allir eru farnir að segja ,,þetta fólk" um fólk af erlendu bergi brotið og það sem meira er að ,,þetta fólk" virðist einungis vera vinnuafl.
Það gleymist alveg að tala um fjölskyldur ,,þessa fólks", börn þessa fólks sem útleggjast kannski sem ,,þessi börn þessa fólks".
Ég hef ekki heyrt neinn tala um hvernig okkur gengur að taka á móti börnum þessa fólks og láta þeim líða vel í okkar samfélagi, enda er væntanlega flestum nákvæmlega sama - eða hvað?
Vandamálið er nefnilega ekki ,,þetta fólk". Vandamálið er stjórnarhættir, fyrirkomulag og eftirfylgni með öllum fjölskyldunum sem tilheyra ,,þessu fólki". Skólakerfið berst í bökkum og reynir hvað það getur að sinna menntun barna ,,þessa fólks". Hver er árangurinn þar?
Hvað eru það aftur mörg ,,þessi ungmenni" sem ná að fóta sig í framhaldsskóla? Ég man ekki töluna en ég man að það er skammarlegt.
Einhvern tímann var stefnan að kenna öllum erlendum börnum íslensku á sama hátt. Þá var stefnan sú að móðurmál erlendra barna skipti ekki máli í framgöngu þeirra í námi. Nú hefur því verið snúið við, loksins, og viðurkennt að móðurmálið skiptir öllu máli þ.e. góð undirstaða í eigin tungumáli er forsenda þess að vel geti tekist til í öllu öðru námi.
Menntamálaráðherra komst þannig að orði að við værum að sinna íslenskunámi ,,þessa fólks" afar vel í sjónvarpinu um daginn. Ég er ansi hrædd um að hún hafi verið að tala um vinnuaflið og allt snúist um að vinnuaflið geti nú tjáð sig í miðri stíflunni svo allt fari nú ekki í bakkgír.
Ég vona nú að pólitíkin fari nú að tala um málefni fólks af erlendu bergi brotið af meiri virðingu og af einhverju viti.
Sara Dögg er kennari og bendir á að í öllum könnunum kemur í ljós að umburðarlyndi og jákvæð viðhorf til fjölmenningar er mest meðal þeirra sem kjósa Samfylkinguna...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sara ,þú fellur í sömu gryfju og svo margir aðrir að segja okkur Frjálslynda telja "þetta fólk" vandamálið.
Ef menn lesa stefnuskrá okkar ,og hafa góðan málskilning, þá erum við að benda á vandamál í kerfinu en ekki hjá fólkinu sem er að koma. Við viljum að betur sé gert við þá sem hingað vilja flytja til að fyrirbyggja vandamál seinna. Til þess að ráða við það verkefni væri æskilegt að geta hægt á aðstreyminu.
Er ómögulegt að skilja það. Hætta að hlusta á útúrsnúninga pólitískra andstæðinga flokksins, og lesa textann án fyrirfram fordóma á að Frjálslyndum gangi illt til. Það er bara ekki rétt:
Klisjan sem hefur verið hent á lofti um að "þetta fólk" sé eitthvað niðrandi , er auðvitað bara vitleysisbábilja. manna sem hafa engin rök. Svona er almenn sagt ef ekki er hægt að nafngreina frekar!
Kristján H Theódórsson, 20.4.2007 kl. 11:05
Forkólfar Frjálslynda flokksins viðhafa svæsnari orðræðu um útlendinga en maður hefur áður heyrt hér á landi. Textinn í stefnuskránni er svosem ekkert harðorður eða ómálefnalegur þó svo að það megi sannarlega setja sig upp á móti þeirra tillögum. En þegar maður heyrir og les málflutning forkólfa Frjálslyndra um innflytjendur, guð minn almáttugur!
hee (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 12:07
Þvert á móti , Kári, veit ég okkur hafa góðan málstað , öndvert við ykkur útúrsnúningaliðið!
Kristján H Theódórsson, 20.4.2007 kl. 16:12
Kristján, þú færir varla að neita því að sumir forkólfar Frjálslynda flokksins hóti "flæði", "flóði" og "kaffæringu" innflytjenda ef ekki verður farið að þeirra ráðum? Að þeir setji ekki samasemmerki á milli innflytjenda annars vegar og berkla, fíkniefna, ofbeldis og hryðjuverka hins vegar?
hee (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 17:07
Ég veit ekki hvort að frjálslyndi flokkurinn er með misheppnaða herferð þar sem fólk miskulur þá eða flokkurinn sé að reyna fela rasismaboðskap. Ég ætla ekki að kjósa frjálslynda en mér finnast stjórnvöld í dag vera með óábyrga stefnu gagnvart innflytjendum og aðrir flokkar en frjálslyndi flokkurinn sýna þessu málefni áhugaleysi. Svo er eins og enginn megi ræða þessi mál án þess að vera kallaður rasisti.
Mér finnst t.d. allt í lagi að setja skýrari reglur um innflytjendamál. Það er t.d. augljóst að Ísland getur ekki tekið á móti nema litlu magni innflytjenda(ekki farandverkamanna) á hverju ári án þess að það skapist eitthver vandamál. Það er takmarkað hvað lítið þjóðfélag ræður við miklar breytingar á skömmum tíma.
Mér finnst líka allt í lagi að hafa betri stjórn og auka eftirlit með farandverkafólki. Þá er ég nú aðalega að tala um aðbúnað og laun og þessháttar. Mér finnst það óþolandi að Íslenskir verktakar séu að ráða útlendinga, borga þeim allt of lág laun, svinla á þeim og svíkja. Það er því miðu bara allt of algengt á Íslandi. Það er bæði ósanngjarnt gangnvart útlendingunum og skaðlegt fyrir Ísland og íslendinga.
Svo vill ég líka benda á að innflytjnedalög á Ísandi eru ekkert sérlega "vinsamleg" útlendingum. Það getur t.d. verið mjög erfitt að fá íslenskan ríkisborgara rétt, það eru aðeins þeim "útvöldu" sem hlotnast sá mikli heiður að geta gerst íslenskir ríkisborgarar og það er næstum ómögulegt að fá hæli á íslandi nema þér sé boðið það. Þegar fólk fær hæli hérna er búið að sigta út nokkra góða kandídata "sem henta íslandi" í einhverjum flóttamannabúðunum, þetta er bara gert svo íslendingar geti sagt að útlendingar geti fengið hæli á Íslandi.
Mér finnst eiginlega ekkert minni rasismi í stefnu stjórnvalda í dag en í misheppnuðum skilaboðum frjálslynda flokksins.
Dolli (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 21:56
Ég kýs nú ekki Frjálslynada flokkinn en ég verð að taka undir orð Kristjáns H. og segja að aðrir flokkar snúa út úr og færa á versta veg, þessa útlendingaumræðu. Frjálslyndir tala hvergi um að útlendingar séu vandamál í dag, en vilja vera viðbúnir þegar við förum að sjá svipuð vandamál hér á landi og komið hafa upp annars staðar.
"Þetta fólk" vandamál snýr að fleirum en útlendingum. Allir minnihlutahópar virðast fá á sig stimpilinn þetta fólk. Ég man eftir að Vignir heitinn, vinur minn sem var töluvert fatlaður og bundin hjólastól sagði mér frá fyrir rúmum 20 árum hvernig hann skynjaði þessa áráttu venjulegs fólks að tala ómeðvitað niður til fatlaðra og drægi stundum fatlaða jafvel í dilka og segði þetta fólk. Þetta er hvimleitt og þarf að stemma stigu við en mér finnst greinarhöfundur Sara Dögg, gera þetta að aðalatriði í útlendingaumræðunni, sem það er alls ekki, en þetta er hvimleitt.
Og lokaorð pistilsins eru óborganleg ;
Sara Dögg er kennari og bendir á að í öllum könnunum kemur í ljós að umburðarlyndi og jákvæð viðhorf til fjölmenningar er mest meðal þeirra sem kjósa Samfylkinguna...
Hvað getur maður sagt um þetta fólk sem skrifar svona?
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.