Tarsanleikur á landsfundi...

Eftir Önnu Láru Steindal.

,,Sniðugt að vera með svona barnapólitík", sagði sonur minn fimm ára í Egilshöll um helgina. Samfylkingin sýndi barnapólitík sína í verki með því að bjóða upp á skemmtilega dagskrá fyrir börnin. Áhersla okkar á velferð barna er ekki orðin tóm.

Mér fannst ánægjulegt að sjá hversu margir foreldrar nýttu sér barnadagskrá fundarins og tóku börnin sín með. Enda er það svo að í hugum sona minna toppar þessi fundur flest það sem fjölskyldan hefur gert saman síðustu misserin. Tarsanleikur með þjálfurum Heilsuakademíunnar, skautasvell og barnahorn fyrir þau yngstu. Í Egilshöllinni er líka nóg pláss til að hlaupa um og allir tóku þeim vel, ótal margir stöldruðu við og spjölluðu við þessa ungu fundargesti og komu fram við þá af þeirri virðingu sem þeir eiga skilið. Þannig á það líka að vera.

Það ríkti einstakur andi á þessum fundi, vinalegur, glaður og einlægur andi, sem synir mínir skynjuðu. Fimm ára drengurinn sem skottaðist um undir vökulu augnaráði foreldra sinna með símanúmer mömmu í sokknum (planið var að leita uppi starfslið fundarins og láta hringja í mömmu ef hann týndist) kom líka fljótlega hlaupandi til mín og spurði hvort reglan um að tala ekki við ókunnuga ætti nokkuð við í þessum félagsskap. ,,Mamma, má ég ekki alveg tala við ókunnuga núna af því að við erum öll vinir í sama liðinu?" spurði hann og einhvern vegin datt mér ekki í hug að banna honum það.

,,Sniðugt hjá Rauða liðinu að vera með svona barnapólitík, það er svo skemmtilegt hérna," bætti hann svo við og var rokinn.

Ég tek undir með syni mínum, það er frábært hjá Samfylkingunni að bjóða upp á alvöru barnapólitík. Ég hvet alla foreldra til þess að kynna sér Unga Ísland, aðgerðaáætlun í málefnum barna og velta því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að kjósa betri framtíð fyrir börnin okkar. Ég kýs það fyrir mín börn. En þú?

Anna Lára býr uppi á Skaga og þar er einmitt kvennapartý næsta miðvikudagskvöld!!! Allar velkomnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Já, þetta fannst mér einmitt svo frábært á landsfundinum. Það voru börn út um allt og það var ekkert mál og öllum leið vel.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 17.4.2007 kl. 09:20

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Sammála þessu. Börnin mín 3 komu öll við á fundinum yfir helgina, sá litli 10 mánaða undi sér vel. Dóttirin 4 ára skemmti sér konunglega og 7 ára sonurinn fór á skauta í fyrsta skipti og það var ógleymalegt að horfa á hann.

Þetta gerði einnig mikið fyrir fundinn almennt séð, gaman að hafa börnin með. Ekki bara pabbar í jakkafötum.

Eggert Hjelm Herbertsson, 17.4.2007 kl. 09:40

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú ert snillekone, I love you! Fyndið

Edda Agnarsdóttir, 17.4.2007 kl. 11:23

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Lagið góða er komið á síðuna mína

Tómas Þóroddsson, 18.4.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband