Við erum alltaf á réttum aldri!

Eftir Svanfríði Jónasdóttur.

Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í gerð myndaflokks fyrir sjónvarpið ,,Maður er kona". Hluti af mínu framlagi var teboð með vinkonum mínum þar sem við ræddum mikilvæg mál, ekki síst fyrir konur. Við ræddum um æskudýrkun sem kom fram í blöðum, ekki síst þegar kynlíf var annars vegar. Engu væri líkara en kynlíf fólks á miðjum aldri eða eldra væri ekki viðurkennt.

Við hins vegar lýstum því yfir fyrir myndavélina að kynlíf batnaði með aldrinum. Og þannig fór það út á öldum ljósvakans.

DALVÍKURYFIRLÝSINGIN var þetta kallað og ýmsar konur fögnuðu þessari tímabæru opinberun á sannleikanum, orðnar hundleiðar á að vera nánast afskrifaðar sem kynverur þegar þær voru komnar yfir þrítugt, hvað þá eldri.

Sumarið 2004 heyrði ég svo í fréttum að einhver sérfræðingur úti í heimi hefði gert þá uppgötvun að þetta væri einmitt staðreyndin; kynlíf batnar með aldrinum. Fólk á fimmtugs, sextugs og sjötugsaldri (og eldra) sé afskaplega vel til kynlífs fallið og njóti þess ómælt.

Er þetta ekki frábært? Í fréttinni var talað um þetta sem andóf gegn æskudýrkuninni. Rétt eins og við vinkonurnar vildum gera hérna um árið með Dalvíkuryfirlýsingunni. Hún var sem sagt sönnuð í útlöndum ;)

Og það er fleira. Það er sannarlega skemmtilegt fyrir okkur sem erum á miðjum aldri að lesa um víðtæk áhrif ,,baby boomers", að stóru árgangarnir fæddir 1946 til 1964 skuli enn hafa svo mikil áhrif vegna fyrirferðar sinnar, og nú á nýjum sviðum. Sannarlega hafa þessir árgangar haft víðtæk áhrif á kerfi Vesturlanda þó ekki væri nema stærðar sinnar vegna.

Þessi mikli fjöldi fullorðinna sem nú lifir og hrærist í þjóðfélaginu er einfaldlega enn svo stór miðað við aðra árganga fólks að hann kallar enn á athygli stjórnvalda, menntastofnanna og iðnaðarins. Eldra fólk er líka betur menntað, við betri heilsu og betur fjárhagslega statt en nokkru sinni fyrr. Líklega er það skýringin á því að farið er að virða fullorðna meira en áður.

Ég las um það í The Scotsman að til þess að ná enn frekar athygli þessa hóps séu fyrirsætur á miðjum aldri að verða eftirsóttari. Samkvæmt könnun sem birtist í Easy Living Magazine eyddu konur á aldrinum 30 til 59 ára 6,4 billjónum punda í tískuvörur á síðasta ári og 1,4 billjónum punda í fegrunarvörur. Það sé því einhvers virði að beina sjónum að þeim, það er líka mun meira sannfærandi að auglýsa konu undir stýri á hraðskeiðum bíl sem greinilega hefur efni á að kaupa hann og að fólk sem er raunverulega með hrukkur auglýsi hrukkukremin.

Þetta þýðir, mínar elskulegu, að hrukkur og lífreynsla telst fegurð. Við erum alltaf á réttum aldri.

Svanfríður er bæjarstjóri á Dalvík og auðvitað á réttum aldri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já og alltaf eftirsóttar :-)

Ingileif

Ingileif Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

 frábær grein

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 11.4.2007 kl. 12:06

3 identicon

"I want to love and be loved more than anything else in the world" (Marilyn Monroe)

Góð grein! 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 12:09

4 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Stórgóð grein, verum ávallt hreiknar af lífsreynslu okkar og geislandi af áhuga á því sem er að gerast í kringum okkar...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 11.4.2007 kl. 13:04

5 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Nú líst mér á. Konurnar á trúnó komnar á trúnó!!! Þakka þér Svanfríður fyrir fína grein - það er fátt mikilvægara en að koma þeim skilaboðum til yngri kynslóða að það sé ekki síður unaður í lífinu þegar fólk fullorðnast. Þannig vekjum við löngun til lífsins - út lífið!

Björk Vilhelmsdóttir, 11.4.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband