Ţökk sé herra Armani...

eftir Völu Ţórsdóttur

Ţađ eru margar ástćđur og misjafnar fyrir ţví ađ ekki er tekiđ mark á manni. Ég var oftast hunsuđ vegna ţess ađ ég var ung listakona. Í ofanálag taldi fólk mig oft vera yngri en ég var, sem var ávísun á ađ ég hefđi líklega ekkert til málanna ađ leggja.
Ţađ getur semsagt veriđ slćmt ađ vera ung kona sem sýnist yngri en hún er. Sem helst illa í hendur viđ ţá stađreynd ađ fátt er meira eftirsóknarvert í henni veröld.

Fyrir nokkrum árum velti ég ţví mikiđ fyrir mér hvađ ég gćti gert til ađ fólk tćki meira mark á mér og hćtti ađ tala viđ mig eins og ómarktćkt krútt eđa sveimhuga unga listakonu.
Ég skođađi framkomu mína vel, spáđi í hvernig ég setti fram erindi mín, hvernig ég sat viđ borđiđ og hvernig ég klćddi mig.
Ástandiđ breyttist ekki til batnađar og ég gekk ţví enn lengra. Ég breytti fataskápnum, tamdi mér ákveđnari framkomu og hermdi eftir töktum karlmanna. Ég einbeitti mér ađ ţví ađ setja hlutina fram á einfaldan hátt, án málalenginga eđa tilfinningasemi.

Á svipuđum tíma las ég Ilminn eftir Patrick Suskind. Í kjölfariđ fékk ég hugmynd og hćtti ég ađ nota ilmvatn en keypti mér rakspíra. Rakspírann nota ég fyrir mikilvćga fundi en dagsdaglega nota ég mildari karlailmi.
Ţađ áttar sig enginn á ţví ađ ég geng međ karlailm. En viđmót fólks hefur breyst gagnvart mér. Ţađ tekur mark á mér og finnst ég hafa eitthvađ til málanna ađ leggja... Ţökk sé herra Armani.

Vala er leikskáld og ólst upp á tilraunabúinu Skriđuklaustri ásamt 700 fjár, 20 gćsum, 7 hundum og 14 köttum. Hún á fimm systkini og foreldrar hennar eru ennţá giftir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

prófa ţetta, spennandi

SM, 10.4.2007 kl. 21:56

2 identicon

já, bara ekki prófa ţađ sem vinkona mín reyndi einhvern tíma á unglingsárum - nota koníak sem ilmefni. Ţađ dregur bara ađ sér örlagabyttur!

gudr (IP-tala skráđ) 11.4.2007 kl. 13:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband