4.4.2007 | 06:54
Vor í lofti!
eftir Guðrúnu Helgadóttur
Nú látum við vora í íslenskum stjórnmálum! Það er komið að því að ganga í vorverkin af kjarki og dugnaði; við erum liðsmenn í stórum flokki með sterka stefnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði réttilega á 60+ fundinum hér á Sauðárkróki um daginn að sú mikla andstaða og áróður sem hafður er uppi gegn Samfylkingunni er okkar heilbrigðisvottorð, það sýnir að við erum verðugur andstæðingur stjórnaraflanna. Nú er hinsvegar nóg komið af því aðrir segi söguna af Samfylkingunni, nú þurfum við að láta til okkar taka og vekja athygli á því að við erum flokkur sem lætur sér ekki nægja að vera með meiningar, við vinnum að lausnum og höfum frumkvæði að því að setja mál á dagskrá.
Samfylkingin vinnur markvisst að jafnrétti og bættum lífskjörum á öllum sviðum; Kvennahreyfingin ályktaði á sínum aðalfundi um að stytta vinnutíma fólks, færa yfirráð jafnréttismála undir forsætisráðuneytið og fjölga konum í hópi forstöðumanna ráðuneyta og ríkisstofnana. Við þurfum ekki annað en líta til þeirrar metnaðarfullu jafnréttisstefnu sem rekin var í Reykjavík í borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til að sjá að hún mun láta verkin tala sem forsætisráðherra.
Já ég segi forsætisráðherra, því þó það gangi vel þessa stundina að leiðrétta það sem Guðjón Arnar Kristinsson kallaði kvenlægan misskilning, þ.e. að konur haldi að þær séu til forystu fallnar í íslenskum stjórnmálum þá eigum við Íslendingar sögulegt tækifæri í vor. Að koma konu í stól forsætisráðherra. EF það hvarflar að einhverjum að það skipti ekki máli, bið ég viðkomandi að láta hugann reika aftur til þess tíma þegar við bárum gæfu til að kjósa fyrstu konuna forseta lýðveldisins. Það skipti máli í jafnréttisbaráttunni, það skipti máli fyrir þjóðarsálina og það skipti máli á alþjóðavettvangi.
Guðrún talar fjálglega um vorið, enda hefur hún ástæðu til, það er vorilmur í lofti, látum vorið ná inn í stjórnarráðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 106410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þð styttist verulega í það að kona komist í forsætisráðuneytið, enda margar góðar konur á uppleið og brátt verður þar vafalaust forsætis-ráðherra-efni á ferð.
Ingibjörg hefur þó sýnt það, m.a. með setu sinni í borgarstjórn, að hún er ekki til þess fær. Henni hefur á listilegan hátt tekist að mistakast allt sem hún gerir og svíkja öllu sem hún lofar. 1100% aukning skulda borgarinnar, og aukin útsvör eru það sem mest svíður undan.
Ég vann í afgreiðslu síðasta sumar, þar sem Íngibjörg var tíður gestur. Í þann tíma sáu hvorki ég né samstarfmenn mínir hana brosa. Hún bauð aldrey góðan daginn, hvorki að fyrra bragði né á móti. Ég held, að öðrum ó-löstuðum, sé þetta sú manneskja sem hvað mest rignir upp í nefið.
Hugsið gagnrýnið, það eru margar frambærilegar stelpur og konur í pólitík og standa þær sig engu síður en drengirnir. Það þarf ekki að fyllast örvæntingu, og merkja við þessa einu sem virðist líkleg til árangurs, vegna þess eins að hún er líkleg til árangurs. Skoðiði valmöguleikana, og veljiði einhverja sem vit er í.
Hammurabi, 4.4.2007 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.