Af hverju ekki eitt félag í viđbót?

eftir Önnu Kristjánsdóttur

Ég var á stofnfundi Félags jafnađarmanna í Árbć á fimmtudaginn var, ţar sem yfirbloggarinn á Trúnó, Oddný Sturludóttir, var fundarstjóri. Ţetta var skemmtilegur fundur um leiđ og ég furđa mig á Samfylkingin skuli ekki hafa komiđ upp hverfafélögum fyrir löngu, enda stutt í ađ hún nái áratugnum í aldri.

Eftir fundinn kvartađi ónefndur borgarfulltrúi viđ mig, ađ ég skuli ekki hafa bođiđ mig fram til stjórnar félagsins. Ástćđa ţess er einföld. Fólk á ekki ađ taka ađ sér fleiri ábyrgđarstörf en ţađ rćđur viđ. Ţví mér finnst mikiđ ađ sitja í stjórn tveggja félaga í senn ef vinna á ađ málefnum ţessara félaga af heilindum.

Ţar til í febrúar síđastliđnum sat ég í stjórnum Evrópsku transgendersamtakanna og Ćttfrćđifélaginu. Um leiđ og ég gekk úr stjórn Ćttfrćđifélagsins, tók ég ţátt í stofnun íslensks transgenderfélags og sit ţar í bráđabirgđastjórn. Ef ég tćki jafnframt ađ mér setu í hverfafélagi jafnađarmanna á sama tíma og ég er á kafi í uppbyggingarstarfi í öđrum félögum, vćri ég um leiđ ađ gefa mig út í verkefni sem gćti ekki sinnt af heilindum. Ţví til viđbótar eru mörg brýnustu málefni hverfisins ţess eđlis, ađ ég gćti veriđ sem utangátta í umrćđum félagsins, en ţar á ég viđ uppeldis- og félagsmálin.

Ég bý ein. Ég á engin börn í skóla og barnabörnin búa í öđrum hverfum Reykjavíkur og í Garđabć. Ég ţekki lítiđ til félagsţjónustunnar og er sjálf ađ byggja mér upp vćnan lífeyrissjóđ svo ég ţurfi sem minnst á hinu opinbera ađ halda í framtíđinni. Ég get ekki kvartađ yfir strćtó af eigin reynslu, enda bý ég í fimm mínútna göngufćri frá vinnunni. En ég viđurkenni um leiđ ađ mér finnst gott ađ búa í Árbćnum.

Mínar áherslur liggja frekar í landsmálunum um leiđ og ég viđurkenni ađ grunnţćttir alls pólitísks starfs liggja í hverfafélögunum, rétt eins og ţau lágu í sellunum og leshringjunum í upphafi jafnađarhreyfingarinnar.

Anna Kristjáns er vel til í ábyrgđarstörf, ţó ađ hún vilji ekki hafa ţau of mörg í einu....


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband