1.4.2007 | 21:57
Silfur Egils
eftir Sólveigu Arnarsdóttur
Núna á Sunnudag voru þáttaskil í þeim annars karllæga þætti Silfur Egils. Allt í einu voru þar samankomnar fjórar konur! Mér dauðbrá auðvitað en var samt dáldið lukkuleg með að Egill sæi að sér og áttaði sig á að konur væru kannski bara jafn færar um að ræða þjóðfélagsmál og kallar
Kom mér vel fyrir með kaffibollann.
Áttaði mig samt snarlega á því afhverju honum hafði fundist við hæfi að fá fjórar konur. Það var verið að tala um kvennamál. Jafnrétti. Laun kvenna, múlbindingu þeirra í risamiðstýrðu karlakerfi. Magga Pála kallar þær vinnukonur kerfisins sem er frábært. Um börn og aðstöðu þeirra til náms. Um aldraða. Um langveika. Sumsé kvennamál. Og þegar talað er um kvennamál þá er hægt að hóa saman konum. Enda þeirra prívatvandamál. Auðvitað kemur jafnrétti körlum ekkert við. Hvað þá launamunur, börn, gamalt fólk, langveikir
Velferðarkerfið einsog það leggur sig er sumsé kvennamál.
Og þá hugsaði ég með mér hvort ekki væri best að við tækjum þau bara alfarið að okkur. Verandi greinlega það kyn sem hefur vit á þeim. Væri nú ekki amalegt. Kona sem heilbrigðisráðherra. Menntamálaráðherra. Félagsmálaráðherra. Þyrftum þá að hafa líka kvenfjármálráðherra, til að tryggja að nægt fjármagn fengist, iðnaðarráðherra, til að tryggja velferð í iðnaði, utanríkisráðherra að sjálfsögðu, við hljótum að hugsa velferðina út fyrir landsteinana, og auðvitað forsætisráðherrastólinn. Án hans er svo fátt framkvæmanlegt. Hvað er þá eftir ? Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneyti. Held reyndar að það veitti ekki af konum þar.
Umhverfis og tryggingamálaráðherrar verða að vera konur. Pjúra velferðarmál þar.
Samgöngu og kirkjumál? Er ekki alveg hægt að flokka það undir velferðarmál?
En þetta voru fínar umræður í Silfrinu og meira eða minna voru þessar fjórar konur sammála, enda er það svo að konur standa saman, oftast
Þegar konurnar höfðu lokið umræðum um sín prívatpróblem kynnti Egill hins vegar til sögunnar þrjá spekinga til að ræða þjóðmálin. Engar kellingar þar. Enda eru þjóðmál ekki kvennamál. Þannig að um þau geta konur greinilega ekki rætt.
Sólveig er kona, en hún er líka spekingur sem hefur gaman af að ræða þjóðmálin. Hún býður því hverjum sem er í spjall um allt milli himins og jarðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 106410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú ekki satt Sólveig. Umræddar konur í þættinum eyddu a.m.k. 20 mínútum í að ræða álverskosninguna. Svo var farið að ræða mál sem Margrét Pála hefur sett á oddinn, nefnilega að einkarekstur í opinberu kerfi geti verið hagsmunamál kvenna. Þessu eru Vinstri græn alls ekki sammála.
Egill Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 23:35
Þetta var ágætt að öðru leyti en því að þær voru gjammandi hver oni aðra svo það skildist litið
i .skulason (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 23:41
Konur eru hluti af þjóðinni alveg eins og karlar, við erum ekki vitlausari eða verr gefnar á einhvern hátt þó við séum ekki eins að öllu leiti. Við kannski tölum líka á annan hátt og en ég hef nú bara séð marga karlmenn gjamma ofan í hvorn annan líka
Inga Lára Helgadóttir, 2.4.2007 kl. 00:05
veit nú ekki betur en að í síðasta silfur egils hafi verið 3 konur á móti einum karli í amk einum part þáttarins, ein kona úr sjálfstæðisflokknum ein úr vinstri grænum og ein úr íslandshreyfingunni á móti einum karli úr samfylkingunni og það var ekki verið að ræða um kvennamál.
Ásgeir Thor Johnson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:48
3 á móti 1 er "eðlilegra" en 8 á móti 0
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.4.2007 kl. 00:52
Sá nú ekki umræddan þátt en í flestum tilvikum held ég að fólk sé gjammandi ofan í hvort annað í Silfri Egils. Mér skilst að konur eigi að vera kurteisar og prúðar svo það er því fyrir neðan allar hellur að þær séu gjammandi hver ofan í aðra hjá Agli, eins og körlum sæmir!
Vera Sölvadóttir (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 05:00
Frábær athugasemd Sólveig og hárrétt! Sjónvarp snýst gjarnan um að karlar tali við karla.
Kæri Egill, þrátt fyrir að konurnar hafi fengið ALVEG heilar 20 mínútur til að ræða álverskosninguna og dreypt var á hugmynd Möggu Pálu um einkarekstur í opinberum geira, þarftu þá ekki aðeins að skoða kynjahlutföll gesta þinna betur? Ég get hjálpað þér með því einu að benda þér á, að það má finna a.m.k. eina konu í hverjum stjórnmálaflokki. Skv. flestum fjölmiðlum þá er alls ekkert neikvætt að tala við sama karlinn aftur og aftur og aftur. Afhverju ekki bara að velja einhverjar frábærar konur og tala við þær aftur og aftur og aftur og enn og aftur .hmmm spurning?
Skemmtilega virðingavert orðval hjá þér I. Skúlason, mjög karllægt. Ég geri ekki ráð fyrir því að þú "gjammir" nokkurn tímann? Ekki skil ekki afhverju þáttastjórnandinn Egill Helgason hafði ekki meiri stjórn á konunum og "gjammaði oní þær".
Gjammandi karlar eru nú hálf kerlingalegir...ha er það ekki?
Kveðja,
Ellen Calmon
Ellen (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 08:51
Þetta er argasta ójafnrétti. 4 konur að ræða jafnréttismál. Hvernig getur sú umræða verið á jöfnum grunni ??
Þetta er kannski það sem fröken Sólveig vill, meirihluti kvenna í sjónvarpi? Er henni kannski best lýst þannig, kvenréttindakonu en ekki jafnréttissinna ??
KK (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:40
Í ljósi þessa pistils hjá þér þá langar mig til að benda þér á grein í nýjasta tölublaði Mannlífs sem heitir "Dætur Íslands". Þar eru viðtöl við 8 konur og einmitt tekið fram að þær hafi einungis áhuga á málefnum aldraðra og barna, og reyndar líka tekið fram að það veki athygli blaðamanns að þær hafi sterkar skoðanir yfir höfuð en það er annað mál...
kv, Helga
Helga (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:57
Eru róttækir femínistar á Íslandi farnir (eða farnar) að leggja Egil Helgason í einelti? Ég er farinn að líta á róttækan femínisma sem þjóðfélagsböl eftir að hafa fylgst örlítið með honum í umræðunni. Það er ekkert að jöfnum möguleikum og jafnrétti kynjanna, en að stilla fólki þannig upp að kynjaskipting verði alltaf og við allar aðstæður að vera nákvæmlega eins er tómt rugl. Róttækir femínistar eru ekki að gera neinum gott með áróðri sínum, þó að þær trúi því, enda hefur íslenskt þjóðfélag lagt mikið á sig til að skapa jafnrétti milli kynjanna. Þessi ofsareiði finnst mér óskiljanleg, þó að ýmislegt sé enn hægt að bæta. Ég styð femínisma og jafnrétti; en hvorki öfgafullan femínisma né öfgafullan jöfnuð.
Hrannar Baldursson, 2.4.2007 kl. 11:58
Fyrst ég er farinn að blanda mér í þessa umræðu þá má benda á að Guðfríður Lilja var í þættinum í þriðja skipti í vetur, sömuleiðis Kristrún Heimisdóttir í þriðja skipti, Þorgerður Katrín í annað skipti.
Og þetta með að fólk sé gjammandi er náttúrlega bara vitleysa, stundum sýður aðeins upp úr. En helmingnum af þættinum, heilum fjörutíu og fimm mínútum, er yfirleitt varið í rólegri og kannski málefnalegri umræðu, bendi til dæmis á frábært viðtal sem ég tók við Slavoj Zizek sem verður sýnt í heild sinni í næsta þætti.
Svo mældi ég víst ekki alveg rétt. Konurnar fengu að tala um álverið og fleira því tengt í næstum 30 mínútur.
Egill Helgason (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 12:02
"Konurnar fengu að tala um álverið og fleira því tengt í næstum 30 mínútur". Jamm... þarf varla að fjölyrða um þetta orðaval...
Annars var þetta frábært pistill hjá þér Sólveig, var einmitt að hugsa það sama yfir Silfrinu. Og eitthvað svo týpískt að konur séu afgreiddar í hópum, og hvað þá til að ræða jafnrétti... En ég hef löngum velt því fyrir mér hvers vegna konur sjást svona lítið í Silfrinu, miðað við alla þessa (mis)gáfuðu karla sem þar sjást og það reglulega, til að ræða hluti sem þeir hafa (mis)mikið vit á... Hvar eru t.d. allar þessar fræðikonur??? Fást bara karlkyns hagfræðingar, stjórnmálafræðingar osfrv til að ræða þjóðmálin??? Og fyrst skáld og rithöfundar, sbr. Þráinn, Guðmund Andra, Andra Snæ osfrv., eru "málsmetandi fólk" (lesist: eins konar átorítet í skoðunum) - væri þá ekki eðlilegt að það sama ætti við um kvenkyns höfunda? Mér detta í hug nöfn eins og Guðrún Eva, Didda, og Kristín Ómars, þær gætu allar (og auðvitað fleiri) haft áhugaverðar skoðanir sem vert væri að heyra...
Egill: Það að atvinnustjórnmálamenn eins og Þorgerður Katrín, Kristrún og Guðfríður komi fram oftar en einu sinni í Silfrinu er ekkert til að tala um. Það væri frétt ef þær hefðu ekki sést. Það eru frekar allar hinar konurnar, sem ekki eru í stjórnmálum, sem maður saknar...
Þóra Kristín Þórsdóttir, 2.4.2007 kl. 15:29
Kunningjakona mín vinnur hjá einu dagblaðanna hún sagði að konur væru upp til hópa tregari að koma í viðtöl en karlar. Blaðamennirnir reyndu jafnvel frekar að velja konur til að taka viðtöl við en þær í mörgum tilfellum vildu ekki koma fram.
Kalli (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 15:52
Kynjahlutföllin eru nokkuð svipuð því sem gerist í stjórnmálum á Íslandi. Enda fjallar þátturinn um stjórnmál. Hins vegar hef ég ekki haft bókhald um þetta í gegnum tíðina. Veit ekki einu sinni hvað þættirnir eru orðnir margir.
Guðfríður Lilja gaf kost á sér til starfa í stjórnmálum í vetur. Er hún þá orðin atvinnustjórnmálamaður?
Kristrún Heimis situr hvorki á þingi né í borgarstjórn og er varla atvinnustjórnmálamaður heldur.
En Sóley Tómasdóttir eða Andrea Ólafsdóttir sem hafa báðar nýskeð í verið í þættinum hjá mér.
Vil reyndar fullyrða að enginn sjónvarpsþáttur hafi sinnt jafnvel ungum konum sem hafa verið að koma sér á framfæri í pólitíkinni í vetur. Einsetti mér það reyndar á tíma prófkjöranna fyrir jólin.
Egill Helgason (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 15:55
Hér er listi, alls ekki tæmandi þó, yfir konur sem tóku þátt í prófkjörum eða forvali í vetur og komu í þáttinn hjá mér í tengslum við það. Ég fullyrði aftur að engin sjónvarpsþáttur gerði betur í þessu efni:
Eygló Harðardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir, Kristrún Heimisdóttir, Andrea Ólafsdóttir, Kristín Tómasdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Dögg Pálsdóttir, Steinunn Vala Árnadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sigríður Andersen, Guðfinna Bjarnadóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir.
Egill Helgason (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:12
Ég get nú vel skilið að fólk vilji fá fjölbreytta viðmælendur í þáttinn, en hvað gengur eiginlega á með þessar endalausu hausatalningar eftir kynjum? Ég hélt að það væri hvað fólk segir, ekki hvaða kyn það er sem skipti máli. Af hverju teljið þið ekki innflytjendur, fatlaða, vel menntaða, landsbyggðarbúa eða þá sem eru undir 35?
Ég hvet fólk til að koma upp úr skotgröfunum og sjá ekki allt í karl/kona. Það er nefnilega svo óskaplega margt annað sem skilgreinir einstaklinginn.
Kári Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:08
Báðar þessar konur eru í framboði, og eru því að sækjast eftir starfi í pólitík, er það ekki atvinnustjórnmálamennska? Það má svo sem greina á milli þeirra sem komnir eru á þing og þeirra sem eru í framboði, en mér finnst það nú kannski fullt mikið hártog...
Má vera að vel hafi verið gert við ungar konur í pólitík, ég get ekki metið það þar sem ég hef ekki séð þáttinn nóg, en það er samt áberandi hvað fáar konur sem ekki eru í stjórnmálum koma fram í þættinum miðað við þá karla sem ekki eru í stjórnmálum en koma fram í þættinum.
Þóra Kristín Þórsdóttir, 2.4.2007 kl. 18:18
Ég tek undir með Kára. Hvaða talningar eru þetta eiginlega? Það sem skiptir máli er að fá fólk, konur og/eða karla, í þáttinn sem hafa eitthvað að segja og þá helst stundum eitthvað af viti og ekki skemmir ef það er skemmtilegt. Af viti er auðvitað matsatriði hvers og eins. Alveg fannst mér slóvenski heimspekingurinn bera af og Gunnar Smári Egilsson hefur alveg yndilega skemmtilega háðska en hárbeitta framsetningu á nánast öllum málum.
Jón Árni Bragason, 2.4.2007 kl. 18:26
Hverjum er ekki sama (öðrum en öfgafeministum að sjálfsögðu) hver skipting kynjanna er í hinum stórskemtilega þætti Egils.
Það er innihaldið sem skiptir máli, ekki umbúðirnar, er fólk ekki alla jafna metið að verðleikum fyrir það sem það segir og gerir, framfyrir hvort það pissi standandi eða sitjandi....
Það eru til frábærir viðmælendur af báðum kynjum, og eins og Egill benti sjálfur á hér að ofan, þá er kynjaskiptingin í þáttum hans í samræmi við skiptinguna í pólitíkinni, málið er dautt.......
kv. af skaga.
Einar Ben, 2.4.2007 kl. 20:42
Jahérna hér...þvílíkar umræður, mér finnst algjörlega gleymast að fjalla um það sem þessar konur voru að segja. Samlíking Margrétar Pálu var að mínu mati frábær og ætti að opna augu fleiri um samhengi í kvenfrelsisbaráttunni. Góð hugmynd um hvernig megi hífa upp status kvenna í kvennastörfum með því að hleypa valdinu að þeim sem vinna störfin frá þeim sem skipa að ofan! Tölum aðeins um það og komum umræðunni upp á næsta þroskaskeið.
Sara Dögg, 2.4.2007 kl. 21:04
Úff hvað það er erfitt að lesa svona pistla. Þessi þáttur var snilld. Í honum var rætt um (ó)jafnrétti kynjanna og það voru fleirri konur í þessum þætti en maður á að venjast. Þetta finnst mér stórkostleg framför og Egill fær klapp á bakið frá mér fyrir vikið.
Feministar furða sig oft á þeirri mynd sem margir draga upp af feministum. Staðalýmindin um bitra og fúla konu sem tuðar yfir öllu er ansi sterk hjá mörgum. Ég spyr mig að því hvort það sé skrýtið? Jafnvel þegar einhver gerir eitthvað vel að þá er reynt að benda á neikvæðu hliðarnar.
Af hverju ekki taka jafnréttisumræðunni fagnandi? Jafnvel þó svo að það þýði að konur þurfi að fá tíma í fjölmiðlum til að ræða þau mál? Ég sé það sem tvær flugur í einu höggi.
Af hverju ekki að taka því fagnandi þegar þáttastjórnandi ákveður að hafa kynjahlutfallið jafnara en áhorfendur eiga að venjast?
Ég hef reyndar kenningu um nákvæmlega af hverju feministar eru svona hræddir við að hrósa því sem vel er gert. Ég held að það sé ótti við að sá sem fær hrósið líti á þetta hrós sem áfangasigur og sé þar með búinn að sinna skildu sinni gagnvart jafnréttismálum og geti þar með lagt þau sjónarmið til hliðar.
Ég legg að lokum til að Egill taki Möggu Pálu í drottningaviðtal á næstunni. Þessi kona er algjör snillingur. Ég hugsa að hún geti betur en flestir aðrir fengið fólk til að láta sig jafnréttismál varða.
manuel (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.