Stækkað álver - nei takk!

eftir Helgu Völu Helgadóttur

Ég bý ekki í Hafnarfirði og fæ því ekki að kjósa. En ég sendi ykkur, kæru Hafnfirðingar hlýja strauma í von um að þið kjósið nú rétt í dag. Eina vitið er að hafna stækkun álvers í Hafnarfirði.

Ástæður eru fjölmargar.

1. Umhverfileg sjónarmið: Loftmengun og sjónmengun samfara stækkun. Stórkostleg lýti á náttúru landsins samfara frekari virkjun til að framleiða rafmagn í þetta ferlíki

2. Framtíðin: Við eigum ekki að klára alla orkumöguleika okkar á einu bretti með því að sundurskera landið. Óafturkræf umhverfisspjöll samhliða virkjanaframkvæmdum. Við eigum að skila landinu amk ekki verra en það var þegar við tókum við því. Við erum með þetta fallega land í láni frá komandi kynslóðum. Við megum ekki skemma það, frekar en annað sem við fáum að láni.

3. Nútíðin: Þensla á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóinn að verða einn mengaðasti pollur á jarðkringlunni alveg sama þótt þetta sé "betra" en kjarnorkuver, þá höfum við nú ekkert sýnt það í verki að okkur sé svona brjálæðislega annt um umheiminn. Skammarlega lágt framlag til þróunarmála og auka mengunarkvóti vegna Kyoto bókunar eru dæmi um að við séum nú ekkert bara að þessu vegna þess hversu annt okkur er um jarðkringluna. Frekari þensla á suðvestursvæði kemur illa niður á öðrum svæðum landsins.

Við verðum að stöðva frekari stóriðjuuppbygginu áður en það er of seint. Hafnfirðingar - þið hafið valdið. Notið það rétt í dag. Það skiptir svo miklu máli.

Helgu Völu er umhugað um framtíðina - þykir vænt um landið og er þakklát fyrir að fá að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða. Hún vill leyfa framtíðarkynslóðum að njóta þess líka og þess vegna vill hún alls ekki stækkað álver í Hafnarfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ekki má gleyma því sem seðlabankastjóri var að segja varðandi stækkun álvers og þennsluna í landinu, hann var á móti því að fá álver núna, en á hann verður örugglega ekki hlustað...

Inga Lára Helgadóttir, 31.3.2007 kl. 14:15

2 identicon

Hvað segðir þú Helga Vala ef Bolvíkingum og Vestfirðingum biðist nú eitt stykki álver með 300 störf? Værir þú tilbúin að hafna því?

kata (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 11:33

3 identicon

Mikið væri óskandi ef íbúum Vestfjarða byðist 300 störf eða því sem næst. En álver og önnur stóriðja er ekki það eina sem hægt er að bjóða upp á, enda skammgóður vermir. Það er nær að setja peninga í annars konar atvinnuuppbyggingu, til dæmis á sviði fjarskipta og ferðaþjónustu. Og hvað með að flytja fleiri opinber störf út á land?

Þessi álver eru ekki af hinu góða.

hee (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband