NJÓTUM lífsins...

Samfylkingin kynnti í gær ítarlega aðgerðaáætlun um hvernig bæta megi aðstöðu barna og barnafólks á Íslandi. Þar er að finna hugmyndir um foreldraráðgjöf í öllum sveitarfélögum sem miðist við mismunandi aldursskeið barna, frí tannvernd og afsláttarkort vegna tannviðgerða barna, hækkun barnabóta og vaxtabóta og ókeypis námsbækur í framhaldsskólum.

Þá vill Samfylkingin leita samráðs við aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að auka sveigjanleika á vinnumarkaði með því að stytta hinn virka vinnutíma foreldra.

Í stefnunni er lögð á það áhersla að á næsta kjörtímabili muni Samfylkingin, fái hún til þess umboð, beita sér fyrir markvissum aðgerðum til að bæta stöðu barna og barnafjölskyldna á Íslandi í samstarfi við foreldra, skóla, sveitarfélög, samtök atvinnurekenda, verkalýðsfélög, meðferðaraðila, samtök sem vinna að heill barna og samtök fólks af erlendum uppruna.

Markmið Samfylkingarinnar verða eftirfarandi:

Bæta hag barnafjölskyldna
Auka stuðning við foreldra til að sinna uppeldishlutverki sínu
Virkja og styrkja hæfileika allra nemenda í skólakerfinu
Leita allra leiða til að draga úr fátækt barna
Auka vernd barna gegn kynferðisafbrotum
Auka stuðning við börn innflytjenda
Auka stuðning við börn og fjölskyldur barna og ungmenna, sem eiga í vanda vegna vímuefna eða hegðunarerfiðleika, og einnig við börn foreldra sem eiga við sama vanda að etja
Bæta lagaumhverfi í málefnum barna og réttarstöðu þeirra

Ritnefnd Trúnó hefur lesið stefnuna í heild sinni og hrópar húrra fyrir heildstæðri stefnu sem setur mikilvægustu borgarana í fyrsta sætið. Stefnuna í heild sinni er hægt að lesa á www.samfylking.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

So!!

Samfylkingin er eins og dekraður krakkagríslingur á aðventu, skrifar sinn jólagjafalista en hefur ekki hugmynd um hvernig á að ná markmiðinu.

Við höfum séð þetta áður, kallaðist þá kvennalistinn.   Einhver samtök bótaþega sem heldur að hagsældin felist í því að gera kröfur á alla aðra en sjálfa sig.

Þrándur (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 02:28

2 Smámynd: Sigríður Karen Bárudóttir

Án markmiða verður engin vinna. Það er ósköp eðlilegt að sett séu markmið þegar farið er af stað með hverskonar þróunar eða breytingarstarf og síðan farið í að finna leiðir að þeim og metið hvernig árangur skuli mældur og hvenær.

Mér finnst þetta sjálfri fínt plagg en auðvitað sem almennir skattborgarar spyrjum við okkur alltaf um hverndir efndirnar verða. Með því að hafa svona áætlun í höndunum eru síður líkur á því að við gleymum markmiðum í tímans rás. Það er því nokkuð hugað að setja þetta fram á prenti þar sem allir, fylgjandi eða ekki, geta ryfjað upp stefnuna sama hve langur tími hefur liðið.

Gott mál!

Sigríður Karen Bárudóttir, 31.3.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband