Bleikur stimpill - góð hugmynd til að auka jafnrétti

eftir Oddnýju Sturludóttur

Hugmyndin er sótt í matvæla- og lyfjageirann. Fáir vilja versla og eiga viðskipti við matvælafyrirtæki nema þau uppfylli ákveðna staðla; GMP (Good Manufactoring Proceedurs) og nú kaupa mörg fyrirtæki og svo til allir skólar hreinsiefni sem eru umhverfisvottuð. Gæðavottun sem þessi tryggir að viðskiptavinir fái gæðavöru og minni líkur eru á hættulegum vörum sem geta leitt til sýkinga. Í mörgum geirum þykir orðið sjálfsagt mál að uppfylla slíkar kröfur og í raun eru fyrirtæki vart samkeppnishæf ef ekki er staðið við slíkar skuldbindingar.

Hugmyndin gengur út á að fyrirtæki sækji um GÆÐAVOTTUN þess efnis að þau uppfylli kröfur um að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu, jafnræði sé milli kynja í stöðuveitingum, konur séu 40% af stjórn fyrirtækisins og tillit sé tekið til foreldra á barneignaraldri.

Sérstök jafnréttisnefnd myndi meta hvert fyrirtæki og veita því bleikan stimpil ef jafnréttismarkmiðum er fylgt.

Ríkið myndi ganga á undan með góðu fordæmi og tryggja að allar ríkisstofnanir uppfylli skilyrðin og hljóti bleika stimpilinn innan tveggja ára. Reykjavíkurborg og sveitarfélögin ættu að fylgja í kjölfarið, sérstaklega eftir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum í tíð Reykjavíkurlistans.

Þegar því takmarki er náð og fleiri fyrirtæki í einkageiranum sigla í kjölfarið mun stimpillinn fljótlega ávinna sér sess og verða sjálfsögð forsenda þess að fyrirtæki geti tekið þátt í útboðum á vegum hins opinbera.

Fljótlega sjá samkeppnismarkmið um hvatninguna, ekkert fyrirtæki vill verða af bleika stimplinum enda verður ár hvert þeim fyrirtækjum veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í jafnréttismálum og metnaðarfullt starfsfólk sækist eftir störfum hjá þeim.

Þau fyrirtæki sem vilja komast í hóp þeirra gæðavottuðu geta sótt um greiningu á stöðunni inann fyrirtækisins og fengið ráðgjöf um hvað þau þurfa að bæta og laga til að öðlast gæðavottun.

Og af hverju ekki að ganga því næst alla leið og veita gæðavottun á sviði mannréttinda? Fyrirtæki sem nýtir mannauð starfsmanna af erlendum uppruna fá stimpil sem verður í öllum regnbogans litum...

Samfélags ábyrgð okkar allra er mikil – atvinnulífið verður að taka þátt í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni með okkur. Starfsmenn- og konur eiga hlut í hagsældinni og eiga að gera kröfur til fyrirtækjanna – rétt eins og fyrirtækin gera kröfur til þeirra.

Oddný er áhugamanneskja um jafnrétti og umhugað um að allir taki þátt í að stuðla að því – nema hvað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Smellin hugmynd  og þrælgóð!

Kolgrima, 28.3.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Afar góð hugmynd!

erlahlyns.blogspot.com, 29.3.2007 kl. 01:41

3 identicon

Áður en þú veist verður "bleiki stimpillin" að skammarverðlaunum vegna þess að þar fá einstaklingar ekki að njóta sín nema að fá viðurkenningu frá "æðsta ráði fábjána sem ekki hafa hugmynd um hvað fyrirtækjarekstur gengur útá", svona eins og kommúnistaverðlaun samtaka kapitalista.

En þið kellingarnar fáið gæðastimpil frá mér fyrir að hafa ótakmarkað hugmyndaflug um hvernig hægt er að stofna til atvinnurekstrar og sigla í strand á met tíma, með áherslum á félagsleg gildi, frekar en vitræn og arðvænleg.  Var annars einhver ykkar að velta því fyrir sér hvers vegna konum gengur illa að fóta sig í viðskiptalífinu?  Auðvitað allt einhverjum kallpungum að kenna, ekki þessum frábæru hugmyndum um hvernig hægt er að floppa með bravúr á fáránlegum hugmyndum um "bleikan stimpil", nei nei sei sei nei!

Þrándur (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 02:35

4 identicon

En væri þá ekki vit að hafa litinn hlutlausan, t.d. gulan eða grænan? Finnst það vera meira tákn um jafnrétti heldur en þessi feministableiki...

Mín skoðun. :)

Maja Solla (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:41

5 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Frábær hugmynd! Við neytendur höfum ansi mikil völd sem við oft á tíðum höfum beitt með ágætum árangri. Ég myndi a.m.k. sniðganga "bláar" vörur og kaupa þess í stað BLEIKAR !!!

Björk Vilhelmsdóttir, 29.3.2007 kl. 11:49

6 identicon

Er ekki best að öll fyrirtæki fái sjálfkrafa bleikan stimpil fyrir jafnrétti í launum því enn hefur ekki tekist að finna fyrirtæki sem mismunar í launum eftir kyni?

Fyrsta félagið eða fyrirtækið sem myndi reyndar fá skammarverðlaunin væri auðvitað Femínistafélagið þar sem þar eru nær eingöngu konur í stjórn.

Í kjölfarið væri Stígamót, sem fengi skammarverðlaun líka sökum þess að nær eingöngu konur vinna þar og eru í stjórn.

Þriðju skammarverðlaun fengi síðan Samfylkingin því konur ná ekki 40% í stjórn flokksins.

O.s.frv.

Því spyr ég:  Hví er verið að skipa í stjórnir eftir einhverjum öðrum mælikvarða en kyni?

Kalli (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:01

7 Smámynd: Einar Sigurjón Oddsson

Af hverju tharf alltaf ad blanda hinu opinbera i svona mal. Er ekki tilvalid fyrir feminista ad gera thetta bara sjalfir. Ef hugmyndin er svona god tha getur varla verid nokkud thvi til fyrirstodu ad thetta gangi upp an adstodar rikisins.

Einar Sigurjón Oddsson, 29.3.2007 kl. 17:52

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já þið segið nokkuð...ein spurning. Hvar myndu konur sækja sér ný vetrardekk þegar fyrsti snjórinn fellur? Sé ekki fyrir mér að mörg dekkjaverkstæði fengju bleika stimpilinn... Og það hrynja yfir mig hugmyndirnar...og spurningar eins og hvort feministar séu alveg að hugsa suma hluti til enda?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 20:31

9 identicon

Góð spurning. Kannski einmitt þess vegna sem þetta virðist enn bara vera hugmynd, á alveg eftir að fínpússa þetta.

Annars væri líka hægt að miða bara við framleiðslufyrirtæki eða eitthvað slíkt, ég fór einmitt líka að sjá fyrir mér að það væri erfitt að gefa Leikskólum Reykjavíkur bleikan stimpil... ca. 70% kvk á móti 30% kk. :)

Maja Solla (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 23:43

10 identicon

Í sannleika sagt ættu kraftmiklar konur eins og þær sem eru að pósta hér að frekar velta því fyrir sér hvernig stendur eiginlega á því að það eru nær eingöngu karlar sem eru að stofna ný fyrirtæki á Íslandi.  Og þeirri staðreynd er ekki hægt að kenna karlpungunum um.

Horfið ykkur nær og bætið ykkur.  Því í virku frjálsu atvinnulífi þá er það einfaldlega hæfileikar og dugnaður sem skiptir öllu máli.

Annað er bara afsökun. 

Kalli (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 01:08

11 identicon

Spurning hvort að heildarlausnin í þessum feminista-vanda sé ekki bara að fjárfesta í plútó fyrst það er ekki lengur spennandi reikistjarna og að konur í rauðum sokkum flytji ekki bara þangað þannig að þá eru karlmenn í 4000 milljón kílómetra fjarlægð og þá ættu þeir ekki að vera lengur vandamál.

Þá geta konur lifað á Plútó og notað sína kunnáttu í að byggja þar upp borgina Feminville, byggt brýr, hús og stofnað öll þau fyrirtæki og samgöngur og tekið með sér eina kú svo hægt sé að mjólka og búið til ostana í saumaklúbbana en ég held að þær myndu neyðast til að taka eitt stykki naut með (karlkyns-kú) svo hægt sé tryggja sér að eiga mjólk næstu ár og aldir því leiðinn heim til jarðarinnar væri eitthvað dýrari en flugmiði til London :)

Ingi (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:56

12 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Góð hugmynd þetta snýst bara um vörumerkingu þannig að fólk geti hagað sínum viðskiptum í samræmi við sinn smekk og sannfæringu. Það er nefnilega þannig að þó að það fari í taugarnar á einhverjum þá vilja fleiri og fleiri FAIR TRADE

Guðrún Helgadóttir, 30.3.2007 kl. 11:37

13 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Mér finnst það mjög flott hugmynd. Bara útfærsluatriði hvernig þetta yrði nákvæmlega gert. Ég myndi amk frekar versla við bleik fyrirtæki þar sem það væri hægt. 

Og ef við sjáum skóginn fyrir trjánum er það ekki sérstakt vandamál þótt í einstaka geira yrði erfitt að fá stimpil eins og stendur -í versta falli breytist það ekki, í besta falli yrði þetta hvatning til breytinga. 

Anna Pála Sverrisdóttir, 31.3.2007 kl. 01:19

14 Smámynd: Hammurabi

Hammurabi fær ekki séð hvernig það er gagnrýni á hugmyndina að ákveðnar greinar væru ekki með stimpil. eða kappkosti þess að fá hann. Stimpillinn myndi einungis hafa áhrif á neyslumynstur fólks, ekki stjórna því.

Það væri áhugavert að skoða þessa hugmynd í kjölin, þetta virðist vera vel framkvæmanleg, árangursíkt og ekki íþyngjandi.

Hammurabi, 2.4.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband