26.3.2007 | 00:17
Íslenskar ofurkonur slá met á flestum sviðum
eftir Svanfríði Jónasdóttur
Á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins er vísað í evrópsku hagstofuna Eurostat, en þar er meðal annars að finna yfirlit um stöðu mála á vinnumarkaði á evrópska efnahagssvæðinu og þróun atvinnuþátttöku í hinum ýmsu ríkjum.
83 prósent Íslendinga á aldrinum 15 til 64 ára voru með einhverjum hætti virk á íslenskum vinnumarkaði árið 2005.
Meðaltal ESB-ríkja er 63 prósent.
Þau ríki sem komu næst Íslandi hvað atvinnuþátttöku varðar voru Sviss, Danmörk og síðan Noregur, en þar var hlutfallið 75 prósent.
Þegar konurnar eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós að atvinnuþátttaka kvenna á EES-svæðinu er 55% að meðaltali
Á Íslandi er hún rúmlega 80%.
Þetta gera íslenskar konur ásamt því að eiga hlutfallslega flest börn í Evrópu. Hagstofan segir, að í allflestum löndum Evrópu sé frjósemi umtalsvert minni en á Íslandi. Fólksfjölgun í löndum Evrópu verður einkum vegna streymis aðkomufólks.
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins getur einungis eitt Evrópuland státað af meiri frjósemi en Ísland og það land er Tyrkland með frjósemi upp á 2,2 börn á konu.
Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa vel að börnum með góðum leikskólum og skólum og að hugað sé að styttingu vinnutímans eins og jafnaðarkonur lögðu til ekki alls fyrir löngu.
90% foreldra með börn telja sig eiga erfitt með að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Það eru bæði dökkar og ljósar hliðar á dugnaði Íslendinga.
Það liggur fyrir að þó við Íslandingar vinnum langan vinnudag þá er framleiðnin ekki í samræmi við það. Það gefur vísbendingu um að hægt sé að gera betur; stytta vinnutímann án þess að afkoman skerðist.
Erum við ekki ótrúlegar? Já, það þarf að tala meira um stöðu barnafjölskyldna á Íslandi og sýna því skilning í verki hve mikið álag fylgir því að vera íslensk kona.
Svanfríður er bæjarstjóri, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar og á þrjú börn og nokkur barnabörn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 106410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt er það, og líklegast er álagið meira á konur en karla. Þess vegna skil ég ekki af hverju ekki er t.d. búið að gera þau störf, sem hægt er að breyta svo, í "flexible" störf, svo hægt sé að vinna þau jafnt heima og á vinnustað. Einnig þyrfti að koma öllum þessum hobbíum sem börn stunda inn í dagskrá skólanna, svo foreldrar slyppu við skutl fram og til baka.
Þóra Kristín Þórsdóttir, 26.3.2007 kl. 13:30
Íslenskar konur eru margar hverjar dugnaðarforkar. Það væri þó gaman að sjá evrópskan samanburð á jafnrétti á heimili. Mig grunar nefnilega að íslenskir feður séu fremri mörgum öðrum hvað varðar þátttöku í umönnun barna og heimilisverkum. Ætli staðan sé ekki hreinlega sú að Íslendingar, konur jafnt sem karlar, séu dugnaðarforkar á vinnumarkaði og í fjölgun mannkyns, í samanburði við aðrar þjóðir.
Vonum bara að íslensk börn líði ekki fyrir þessa vinnusemi foreldranna.
Mbk, Auður
Auður Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 14:00
Getum við ekki náð virkni á íslenskum vinnumarkaði kvenna upp í a.m.k. 96 prósent ? Þá gætum við byggt ungbarnageðdeildir í stað leikskóla? Þá fyrst verðum við í góðum málum...................
Það sem við megum vera stoltar af okkur ! Vá !
Gemma (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 20:23
Hvað koma ungbarnageðdeildir atvinnuþátttöku kvenna við?
hee (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 10:02
Fæðingatíðnin hér á Íslandi jókst umtalsvert eftir að lögum um fæðingarorlof var breytt. Það verður (vonandi) gaman að sjá hvaða áhrif þessi sama lagabreyting hefur á jafnræði innan heimilisins.
birna, 27.3.2007 kl. 16:13
Vonum bara að íslensk börn líði ekki fyrir þessa vinnusemi foreldranna....
Því miður held ég einmitt að það séu fáir staðir í Evrópu sem greina jafnmörg ofvirk börn og á Íslandi. Kannski er það greiningarsýkin í Íslendingum, kannski er það vegna streitu hjá öllum þessum (alltof) duglegu foreldrum.
Styttum vinnudaginn, og höldum í leiðinni geðheilsu barna okkar í lagi. :)
Maja Solla (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 21:24
Frábært Maja Solla - þú skildir sneiðina.
Gemma (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.