24.3.2007 | 08:11
Karíus og Baktus ríkisstjórnarinnar
eftir Ingibjörgu Stefánsdóttur
Þeir eru feitir og sællegir enda hafa þeir fengið nóg að borða og getað höggvið og lamið í tennur íslenskra barna lítt truflaðir undanfarin ár. Hér á Íslandi hefur ekki þótt mikil ástæða til þess að amast við þeim bræðrum enda hafa holur og tannskemmdir barna aldrei verið fleiri. Skólatannlæknar starfa ekki lengur vegna þess að það getur unnið gegn samkeppni og það hlutfall af tannlæknakostnaði sem fæst endurgreitt fer lækkandi.Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks fer ekki með börnin sín til tannlæknis. Annað hvort af því að það hefur ekki efni á því eða af því að það hefur ekki hugsun á því.
Nú er kannski einhver lesandinn farinn að æpa: Forræðishyggja, forræðishyggja!
En mér er bara alveg sama. Málið er að tannheilsa barna er orðið heilbrigðisvandamál á Íslandi. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu, oftrú á að samkeppni eigi alltaf og alls staðar við og síðast en ekki síst aukið tekjubil í samfélaginu hafa haft þau augljósu áhrif að tannskemmdum fjölgar. Fátækum börnum hefur fjölgað og fátæk börn borða óhollari mat og hreyfa sig minna.
Börn með skemmdar tennur eru orðin táknmynd þeirrar ríkisstjórnar misskiptingar og einkavinavæðingar sem hér hefur setið undanfarin tólf ár.
Það er kominn tími til þess að gefa þeim Karíusi og Baktusi frí og kjósa velferðarstjórn. Velferðarstjórn jafnaðarmanna eins og þá sem ríkt hefur annars staðar á Norðurlöndum nær alla síðustu öld. Í Skandinavíu hafa, undir forystu jafnaðarmanna, verið byggð upp samfélög sem eru til fyrirmyndar fyrir allan heiminn.
Nýleg könnun UNICEF um líðan barna í heiminum leiddi þetta ótvírætt í ljós. Þar skipuðu Norðurlöndin sér í efstu sætin á meðan Bandaríkin voru miklu, miklu neðar.
Ísland var því miður í neðsta sæti þegar kom að tíma sem foreldrar eyða í að tala við börnin sín. Íslensk ungmenni skoruðu líka mjög hátt í vanlíðan og einmanaleik. Keyrslan í þjóðfélaginu er orðin slík á tímum ofþenslu og góðæris að við gefum okkur ekki tíma til að tala við börnin okkar.
Ef eitthvað er til vitnis um gott samfélag þá er það líðan barnanna sem þar búa. Þar sem börnum líður vel, þar er vel stjórnað. Þess vegna viljum við stjórn jafnaðarmanna. Stjórn þar sem hugsað er um þarfir allra, barna, aldraðra og alla þar á milli.
Ingibjörg bjó í Danmörku þar sem dætur hennar fengu boðskort frá skólatannlækninum og bæði skoðun og tannréttingar ókeypis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 106410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íslenskir krakkar verða bara að muna að bursta tennurnar, sagði Sif Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra í sjónvarpsfréttum um þetta mál á dögunum, og það er nú engin vinstri lygi. Þá sagði ungfrú Steingerður Sturludóttir, níu ára meðlimur í flokki Vinstri grænna hér í bæ: "Heyra má ég ráðherrans boðskap en ráðin er ég í að halda hann að engu."
Steini Briem (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 12:11
Kristilegu kærleiksblómin spretta,
í kringum á Mogga hitt og þetta,
þegar lítið sem ekkert er að frétta,
Agnesar fögur er þá gríðargretta,
engum blöðum þar er um að fletta.
Copyright 2007, Eiríkur Kjögx
Steini Briem (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 16:33
Annað mál er líka almennur skortur virðist vera á því að börn séu þvegin reglulega. Ef börn eru ekki þvegin þá kemur af þeim ólykt og þau geta orðið gróðrastía baktería. Annað er líka að ef neglur eru ekki klipptar reglulega þá safnast fyrir allskyns ófagnaður undir þeim. Það er engin spurning að ríkið verður að bregðast við því líka.
Foreldrar virðast ekki hafa efni á naglaklippum og sápu eða hafa ekki hugsun á því.
Ríkið verður því að koma inn í og hafa þvottafólk í skólum sem þrífur börn reglulega. Hver getur verið á móti því?
Kalli (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 17:05
Óþolandi svona brandarakallar eins og Kalli hér að ofan. Hann á sennilega ekki börn. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að hægt er draga úr tannskemdum hjá börnum með reglulegum forvörnum sem byggjast á sprungufyllingum með plastefnum og flúor. Hann virðist ekki skilja að það getur verið þröngt í búi hjá foreldrum sem eiga 2 til 3 börn á leik og grunnskólum og borgar kannski 15 til 20 þúsund fyirr hvert barn í leik og grunnskólum (lengd viðvera). Ásamt öllu öðru sem fjölskyldur þurfa að borga.
Mér leiðast svona brandara karlar. Þeir koma slæmu orði á okkur hina.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2007 kl. 19:44
En samt verður að spá í það að margir foreldrar kjósa að láta tennurnar sitja á hakanum til að gera frekar eitthvað skemmtilegt og meira spennandi, maður verður að fara með börnin á 6.mán. fresti og ekki láta það klikka, passa svo hvað þau borða ofl. ofl. ég var eitt sinn ung, einstæð, ekkja á litlum launum en börnin sátu fyrir með þetta eins og annað og þá varð þetta aldrei mikill kostnaður, fólk verður að velja börnin sín og velferð þeirra framm fyrir allt annað
Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 22:53
Ég er sammála því, Ásdís, að það sé mikilvægt að passa upp á forvarnirnar. Hins vegar má það ekki vera þannig að fólk þurfi að velja á milli þess að fara með börnin til tannlæknis og þess að borga af íbúðaláninu, fyrir leikskólann, matinn, símann, rafmagnið og hitann. Nú eða jafnvel þess að leyfa sér að ala börnin sín upp í menningu; fara með þau í leikhús eða á tónleika. Bendi á reynslu mína frá Danmörku þar sem eru skólatannlæknar sem einnig sinna leikskólabörnum. Af hverju þurftum við að hverfa frá því að veita þessu þjónustu í skólunum?
Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.3.2007 kl. 23:08
Ásdís ég er einstæður faðir og reyndar fer dóttir mín reglulega til tannlæknis. En þó að ég sé nú ekki í flokki sem telst lágt launaður þá tekur þetta stundum á. Það hafa komið tímabil þar sem ég reglulega hef þurft að vera á ferðinni með barnið til lækna og kaupandi lyf. Auk þess sem að ég hef þurft að borga um 15.000 krónur fyrir dægradvöl fyrir dóttur mína sem og heitan mat í hádeginu í skóla. Þá hefur hún þurft að vera í sjúkraþjálfun og svo framvegis. Þannig að ég get séð það fyrir mér að fólk sem er kannski að fá svona 140.000 eða minna útborgað og er með 2 börn eða fleira geti átt erfitt með þetta. Þá hefur endurgreiðslur vegna tannlækna hrapað síðustu ár þar sem að ríkið hefur ekki samið við þá eða hækkað endurgreiðslur til foreldra í samræmi við hækknair.
Auðvita villja flestir foreldrar gera börnum sínum allt hið besta. En frumþarfir eins og þak yfir höfuðið og matur hlýtur að ganga fyrir. Mér finnst alveg óþarfi að ímynda sér að foreldrar séu bara orðnir kærulausir. Það eru til hópar sem bara verða að velta hverri krónu fyrir sér. Í þeim geira þar sem ég vinn eru ungar mæður sem fá ekki nema svona á bilinu 150 til 170 þúsund í laun fyrir skatta. Og ef við skoðum að leiga fyrir 3 herbergja íbúð er kannski svona 90 til 100 þúsund þá sér maður fyrir sér að þær eiga ekki mikið eftir þegar þetta + gjóld í skóla barnana. Og svo náttúrulega mat. Ég gæti ekki látið þetta ganga hjá mér og því hef ég fullan skilning á þessu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2007 kl. 23:36
Ég ætlaði ekki að móðga neinn með athugasemd minni, ég hef bara allt of oft rekið mig á að það er helber trassaskapur sem veldur því að börn fara ekki til tannlæknis, því miður. Ég hef, sem áhugamanneskja, ávallt starfað í foreldraráðum, skólanefndum ofl. tengdu velferð barna og hef fylgst mjög vel með, í dag hef ég verið öryrki í 15 ár, börnin orðin stór en ég starfa enn við þetta áhugamál mitt, fylgist með og legg mitt af mörkum, fæ útb. kr. 110 þús. á mán og er sátt með mitt, er að borga af lánum ofl. og svo á ég 7 börn og 4 barnabörn, og verð bara að segja að mér gengur ótrúlega vel að láta hlutina ganga, kannski er ég alveg extra nægjusöm, en ég er allavega ótrúlega hamingjusöm. Velti fyrir mér hverri krónu og hef alltaf gert
Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 12:48
Ég er ekkert að gera lítið úr því að ýmsir hafa staðið sig ágætlega með lítið. En staðan nú og fyrir svona 20 árum hefur breyst. Þannig eru t.d. ekki skólatannlæknar. Endurgreiðslur ríkisins á tannlæknakosnaði barna hafa dregist saman þannig að kosnaður foreldra hefru vaxið. Sérstaklega þegar eitthvað er að. Nú hefur leigumarkaður þróast þannig að leiga fyrir 3 herbergja íbúð er komin í 100 þúsund. Og félagsleg íbúðarlán er að mestu farin. Fyrir hverja milljón sem fólk tekur að láni í íbðarkaupum er um 8 þúsund og miðað við að þriggja herbergja íbuð kostar um 19 milljónir þá gætu afborgarnir verið um 110 til 120 þúsund. Þetta er bara breytt síðan að þú vars að koma upp þínum börnum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.3.2007 kl. 13:08
Já Magnús Helgi, þetta er mín reynsla líka sem einstæð móðir!
Ásdís, auðvitað bursta ég drenginn á hverju kvöldi (4ára) og ég bjó sem nágranni Ingibjargar í Danmörk og fékk sama velferðarmenningarsjokkið og hún við heimkomuna! Við Íslendingar erum hætt að hugsa um heilsu og velferð og nú gengur allt út á hagvöxt og græðgi!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.3.2007 kl. 22:12
Ég þakka þeim sem skrifar þessa góðu og frábæru grein, Sif Friðleifsdóttir hefur ekkert að segja að viti, eins og fram kemur hjá HR. Briem hér að ofan...
Inga Lára Helgadóttir, 25.3.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.