22.3.2007 | 08:04
Kannast lesendur við orðið ÞEIR í merkingunni ÞAU sem ráða?
eftir Sigríði Björk Jónsdóttur
Oft er því haldið fram að jafnréttisbarátta síðastliðinna 25 ára hafi í raun skilað okkur konum litlu. Í kjölfar baráttunnar tóku þær, konurnar, aðeins að sér fleiri ,,utanhúss verkefni og skildu þá, karlana, eftir í tilvistarkreppu, ráfandi um heimilið í óvissu um hlutverk sitt í hinu feminíska draumalandi.
Þær konur sem upplifðu kvennafrídaginn árið 1975, sem virkir þátttakendur eða sem smábörn í vögnum eru líklega nokkuð meðvitaðar um nauðsyn þess að vera sívakandi í jafnréttisumræðunni en þær ungu konur sem fæddar eru á síðasta áratug 20. aldar eru hins vegar ekki allar nógu meðvitaðar að mínu mati.
Það er hætta á að sú kynslóð hafi hreinlega ekki alist upp við þennan sama veruleika, heldur allt annan veruleika sem stjórnast í meira mæli af ytri áhrifum og áreitum markaðsafla. Þessar ungu konur eiga mæður sem ólust upp við þá hugsun að jafnrétti kynjanna væri svo sjálfsagt fyrirbæri að ekki tæki að tala um.
Orð eru til alls fyrst og langar mig að fjalla lítillega um mikilvægi og merkingu persónufornafna í tungumálinu og hvaða undirliggjandi áhrif þau geta og hafa haft á jafnréttisbaráttuna. Að undanförnu hef ég tekið eftir því að orðið þeir hafi í málvitund íslensku þjóðarinnar (þrátt fyrir síaukinn fjölda kvenna í stjórnum og ráðum og aukna atvinnuþátttöku kvenna undanfarna áratugi) öðlast aukna merkingu a.m.k. í daglegu tali fólks. Orðið þeir virðist oft vera notað í merkingunni yfirvald, eða um það fólk sem ræður.
Dæmi: Þeir í Seðlabankanum hækka vextina og ráða hvort að talið er fram í krónum eða aurum/evrum. Þeir hjá olíufélögunum ráða eldsneytisverðinu og þeir hjá Mogganum vinna markvisst að því að gera formann Samfylkingarinnar ótrúverðugan, með því að vitna sundurlaust í eitt og annað sem sagt hefur verið á síðustu misserum.
Enda er hún hún en ekki hann, hvað þá þeir. Í kjölfar þessara hugleiðinga þá velti ég því fyrir mér hvað hafi orðið um þau og hvar þær séu að vinna? Ekki hjá KSÍ, það er alveg ljóst! Ekki á meðan þeir ráða.
Í mannfræðinni og málvísindum hafa verið gerðar margar rannsóknir á áhrifum tungumáls á hugsun og telja sumir að formgerð tungumáls og þau orð sem það býr yfir móti hugsun þeirra sem nota það.
Eða þá hitt að hugsunin móti tungumálið sem er nú öllu sennilegri skýring. Ef hallast er að hinu fyrra þá getum við með því að íhuga vel hvernig við notum orð eins og þeir, ráðið miklu um viðhorf ungs fólks í dag. Ef við veljum seinni skýringuna þá er ljóst að eitthvað er ekki enn eins og það ætti að vera.
Sigríður Björk er sveitarstjórnarfulltrúi Borgarlistans í Borgarbyggð og rannsakar og skrifar um friðaðar kirkjur í Borgarfjarðarprófastsdæmi fyrir húsafriðunarnefnd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 106410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er í anda Björns bónda, dóms og fjallkirkju, að lögleiða hér vændi. Þessi lögleysa finnst honum sniðug. Og skattleggur svo herlegheitin. Það er víða matarholan hjá Sjöllunum, enda þótt þeir séu nú voða mikið á móti því að ríkið sé með nefið ofan í hvers manns koppi. En blautur er nebbinn á Bíbí og er kominn hefðarréttur á þá bleytu alla. Ekki datt honum í hug að gera það bara ólöglegt og refsivert að kaupa hér vændi, sem einfaldast og affarasælast var í málinu. Sænskar leiðir eru svo rosalega sossalegar eitthvað, óálandi og óferjandi öllum bjargráðum. Hér falbjóða erlendar dráttarvélar þjónustu sína nánast daglega á einkamálavefjum og kostar drátturinn 25 þúsund kall. Björn bóndi skattheimtumaður og farísei mætir síðan í dyrunum og innheimtir vaskinn, sem færi nú aldrei í vaskinn, og tekjuskattinn: "Ðö VAT is 6125 krónur, þenk jú verí möts for ðis prógramm, end dónt forgett tú pei ðí inkom tax, gúdbæ!"
Í athugasemdum með frumvarpinu um þetta idiótí segir meðal annars:
"Í öðru lagi er það sjónarmið, sem vegur mun þyngra, að þeir sem hafi viðurværi sitt af sölu kynlífs séu í flestum tilvikum illa settir andlega, líkamlega og félagslega. Þeir séu yfirleitt þolendur sjálfir, t.d. vegna fátæktar, fíkniefnaneyslu eða kynferðislegrar misnotkunar (samkvæmt upplýsingum Stígamóta hafa 6585% kvenna sem stunda vændi orðið fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi)."
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 10:21
Tjahh, er ekki ástæða þess að "þeir" hækka vextina og "þeir" gera hitt og þetta sú að stjórnandi er karlynsorð, hvort sem það er hann eða hún sem gegnir starfinu? Hvort svo það er aftur gott eða slæmt er svo annað mál.
Þórður Ingi Guðmundsson, 22.3.2007 kl. 11:04
Það er nú líka oft talað um þær, þrátt fyrir að karlmenn vinni þar líka, t.d. á barnaheimilum, í aðhlynningarstörfum ofl.
Eins er líka yfirleitt talað um þá, þegar er talað um morðingja, nauðganir, árásamenn, ofbeldismenn ofr. Það er nú ekki beinlínis jákvætt fyrir karlmenn.
Við megum ekki gleyma að það er ekki langt síðan að það voru einungis "þeir" sem unnu í banka. Mér finnst þetta snúast um málfræði og þróun þess í takt við tíman en ekki um jafnréttindi.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.3.2007 kl. 13:49
Litið verður til danskra laga þegar kemur að því að heimta skatt af vændi. Með lagabreytingum sem gerðar voru á þingi um helgina varð löglegt að stunda vændi. Því er nauðsynlegt að greiða skatt af slíkri starfsemi. Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, segir að í Danmörku sé virðisauki af tekjum fólks í vændi um 24 prósent og líklegt að sama stefna verði tekin hér þó enn liggi það ekki ljóst fyrir.
Steinþór bendir á að margt í þessu máli geti verið flókið og bendir á nýlegan danskan dóm þar sem vændiskona fékk hluta af kostnaði við brjóstastækkun endurgreiddan þar sem sýnt þótti að það félli undir rekstrarkostnað.
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.