20.3.2007 | 00:58
10 góðar ástæður fyrir því að ganga í Evrópusambandið...
eftir Oddnýju Sturludóttur
Jafnrétti eykst
Ísland tekur nú þegar þátt í nokkrum jafnréttisáætlunum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn, en ákvæði Amsterdamsáttmálans um jafnrétti eru ekki hluti af EES.
Með ESB-aðild getur Ísland tekið af fullum krafti þátt í vaxandi samstarfi á sviði jafnréttismála. Svo dæmi sé tekið verða allar tillögur að nýrri löggjöf í ESB að fara í ,,jafnréttismat áður en þær eru lagðar fram.
Vextir af húsnæðislánum lækka
Agi er nauðsynlegur öllum þeim ríkjum sem taka stefnuna á Evruaðild, öðruvísi fá ríkin ekki inngöngu. Vextir verða að lækka til að innganga sé yfirhöfuð hugsandi, verðbólga verður að vera minni.
Vinnutími styttist
Aukin hagkvæmni samfara lægri vaxtakostnaði og matvælaverði hefur gert það að verkum víða í Evrópu að vinnustundum hefur fækkað.
Matarverð lækkar
Tollar á landbúnaðarafurðir frá aðildarríkjum ESB hverfa sama dag og aðild tekur gildi.
Samkeppni verður virkari
Aðild að Evrópusambandinu og Evruaðild þýðir að samkeppni í verslun og þjónustu verður mun virkari. Það skilar sér í hagstæðari lánakjörum og í lægra verði fyrir margskonar þjónustu og vörur.
Tækifærum til menntunar fjölgar
Gangi Ísland í Evrópusambandið standa allir skólar í Evrópu, líka í Bretlandi, íslenskum nemendum opnir á sama hátt og innlendum nemendum og á sömu kjörum og innlendum nemendum.
Ísland tekur þátt í að móta framtíð heimsins
Evrópusambandið er stærsta viðskiptaveldi heims, örlátur veitandi þróunaraðstoðar og í fararbroddi í umhverfisvernd á alþjóðavettvangi.
Evrópusambandið hefur áhrif á heimsbyggðina með viðskiptum, samningum og styrkjum, ekki með hernaði, þvingunum og fangelsun.
Ísland fengi sæti við borðið sem aðildarríki, okkar rödd á að heyrast.
Velmegun eykst
Með Evrópusambandsaðild hverfur viðskiptakostnaður við aðildarríki ESB, þar sem tæplega 80% viðskipta Íslands eru.
Öryggi eykst
Aðildarríki Evrópusambandsins yrðu öflugir bakhjarlar Íslendinga. Öryggi eykst gegn hvers kyns vá, þar sem aðildarríkin standa ekki aðeins saman á vettvangi alþjóðastofnanna heldur leggja þau hönd á plóginn vegna nátttúru- og efnahagslegra hamfara
Landbúnaðarstefna verður hagkvæmari
Evrópusambandið hefur hagrætt í landbúnaði og leggur áherslu á að halda landi í byggð og styrkja bændur til búsetu og verkefna í þágu landgræðslu, ferðamennsku, menntunar og varðveislu þjóðararfs, ÁN ÞESS að eyða milljörðum á milljarða ofan í framleiðslustyrki.
Oddný er framtíðarsinni. Hún vill að hugað verði betur að framtíð lands og þjóðar en áður hefur verið gert. Hún er bjartsýn á framtíðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 106410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tvilik alsaela, 10 skrifadar astaedur fyrir inngongu okkar Islendinga i Evropusambandid.
Tad maetti alveg eins nefna 20 mjog godar astaedur fyrir tvi hvers vegna vid aettum alls ekki ad ganga tarna inn, en tad gerir tu ekki.
Hinnsvegar halda tessar 10 astaedur tinar fyrir inngongu i Bandalagid ekki vatni ef betur er skodad.
Eg aetla hinnsvegar ekki ad fara uti roksemdarfaerslur her i tessari stuttu athugasemd en bendi a heimasidu samtaka Evropusambandsandstaedinga, www.heimssyn.is Tar er reglulega haldid fram mjog sterkum rokum gegn tessum EVRO-truarbrogdum. Tar skrifa fjolda margir Evropusambandsanstaedingar ur ollum stjornmalaflokkum reglulega greinar gegn inngongu okkar Islendinga i tetta Bandalag.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 08:18
Við stöndum framar en Evrópa hvað velferð varðar, laun eru hærri hér,jafnrétti á Íslandi er komið langtum lengra en í Evrópu og tækiæri einstaklinga eru nánast óþrjótandi ef fólk ber sig eftir þeim.
Glanni (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 09:10
Flott færsla. Evrópusambandsumræðan fer því miður allt of oft svo mikið út í hártoganir um sjávarútveginn að allt annað gleymist.
Annars má ég til með að bæta við að með því að ganga inn í Evrópusambandið erum við orðin virkir þátttakendur í uppbyggingu fátækra fyrrum Sovétríkja í Evrópu.
hee (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 09:27
Ég vildi fá að sjá 100 ástæður fyrir því afhverju við ættum að ganga inn og 100 ástæður á móti með rökum náttúrulega. Þá gæti maður kannski vegið og metið kostina og tekið afstöðu. En takk fyrir þetta.
Lárus Vilhjálmsson, 20.3.2007 kl. 10:13
Og svo eru 10 (og fleiri) ástæðurfyrir því að ganga ekki í ESB
1. Jafnrétti: ef ESB er svona framarlega í jafnréttismálum, af hverju er þá svona mikill munur á aðildarríkjunum innan ESB?
2. Vextir af húsnæðislánum lækkar, og verðbólgan líka: hmm, en við missum hagstjórnartæki okkar og erum undir ákvörðunum seðlabanka evrópu sem tekur helst mið af stærstu hagkerfum álfunnra. Til þess að komast inn þurfum við að sýna fram á lága verðbólgu og vexti, það er heldur erfitt núna þegar við erum að hækka vexti til að berjast við verðbólguna.
3. Vinnustundir fækka; þeim hefur ekki fækkað v. lægra matarverðs og lægri vaxta, þeim hefur fækkað vegna löggjafar á vinnumarkaði sem hafa gert samkeppnishæfni Evrópu minni á alþjóðavettvangi, og svo ekki sé talað um hið alræmda atvinnuleysi sem hrjáir mörg aðildarríkin.
4 og 5. Matarverð lækkar og samkeppni verður virkari: já einhverjum sviðum, sem er gott. En á móti kemur að tollar á landbúnaðarvörur frá öðrum svæðum - og þá skulum við helst hafa þróunarlöndin í huga - halda áfram að vera til staðar og við getum ekki lækkað þá einhliða heldur þurfum að fara í gegnum svifaseina búrókrasíu ESB/frakklandsbænda til þess.
6. Tækifærum til menntunar aukast: ok, en þetta á eiginlega bara við um háskóla í Bretlandi þar sem skólagjöld f. nemendur utan ESB eru hærri en f. hina.
7. Ísland tekur þátt í að móta framtíð heimsins: Halelúja! (veit nú ekki hversu stórt hlutverk okkar verður, sé okkur ekki sem lykil aðila í sameiginlegri utanríkismálastefnu ESB sem er nota bene ekki til staðar)
8. Velmegun eykst: vá, það er naumast, við búum við eina þá mestu velmegun sem þekkist í ESB ... viðskiptakostnaður, já og nei, fer eftir því um hverja þú ert að tala, innflytjendur, útflytjendur, neytendur
9. Öryggi eykst: ESB stendur alls ekki alltaf saman á sviði alþjóðastofnana, samstarf í öryggismálum er í rúst, utanríkismálastefnan er varla til í orði, hvað þá á borði. Við erum aðilar að Nato, svo hernaðarlegt öryggi yrði það sama.
10. Landbúnaðarstefnan verður hagkvæmari: hmmm, landbúnaðarstefna ESB er ein sú, ef ekki sú, óhagkvæmasta í heiminu, við erum slæm, en þau eru verri!
Ekki svo einfalt.
Anna (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 18:27
Flott og satt
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.3.2007 kl. 19:46
55-60% af ráðstöfunartekjum Evrópusambansins fer í landbúnaðarstyrki síðan styrkja viðkomandi ríki sinn landbúnað mismikið til viðbótar
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.3.2007 kl. 21:03
Imba til Steina:
Ó, hve létt er þitt skóhljóð,
ó, hve lengi ég beið þín.
Það er vorhret á glugga,
Sjallavindur sem hvín.
En ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín
og nú loks ertu kominn,
Steini minn, loks til mín.
Það eru erfiðir tímar,
of mikið atvinnuþref.
Þarf því ekkert að bjóða,
ekki stærra álver ég hef,
bara von mína og líf mitt,
hvort sem ég vaki eða sef.
Atkvæðið sem þú gafst mér,
það er allt og sumt sem ég hef.
En í vor lýkur Sjallavetri
sérhvers hugsandi manns
og þá verður maísól um land allt.
Það verður maísólin okkar,
okkar sæta hjónabands.
Fagra Ísland mun fæðast
og saman við höldum á fána
hins rauðgræna Framtíðarlands.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.