14.3.2007 | 23:34
Íslenska konan & íslenska krónan
eftir Oddnýju Sturludóttur
Ég reyni yfirleitt að vera bjartsýn þegar kemur að stöðu íslensku konunnar. En stundum fæ ég óþyrmilega á tilfinninguna að allt þetta raus um jafnrétti og stöðu íslensku konunnar sé bara vesen, væl og kjaftæði.
Svona eins og íslenska konan sé óþægileg fyrir Ísland, fyrir íslenskt þjóðfélag.
Dálítið eins og íslenska krónan. Þjáningarsystir okkar.
Menn hrista hausinn þegar við, enn og aftur, vekjum máls á því að okkur þurfi að fjölga hér og þar og fá stærri bita af kökunni.
Í KSÍ, á Alþingi, í stjórnum fyrirtækja, í nefndum og ráðum.
Þegar betur er að gáð blasa skilaboðin til íslensku konunnar víða.
Þeir vilja okkur feigar, þeir vilja okkur úr landi. Grípum hér niður í nokkur ummæli bankastjóra og áhrifamanna í viðskiptalífinu. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri landsbankans sagði þetta á dögunum í Krónikunni:
,,Í mínum huga er það bara tímaspursmál hvenær við losum okkur við íslensku konuna. Hún virkaði vel á meðan við vorum einangruð en núna skapar hún lítið annað en óþægindi. Meginókostur íslensku konunnar er óstöðugleiki, það er mjög erfitt að halda henni stöðugri. Hún sveiflast bara upp og niður eins og korktappi í ólgusjó."
Jeremías. Maðurinn er ekki að skafa utan af því. En hvað sagði forstjóri Kaupþings á málþingi hjá Dansk Industri? Þar hélt hann því fram að íslenska konan muni hverfa! Og hann bætti þessu við:
,,Íslenska konan er of lítil og óstöðug og þar af leiðandi mun hún verða lögð niður.
Lögð niður já. Þetta eru býsna harkaleg orð. Og svo er það Hannes Smárason sem treystir ekki íslensku konunni fyrir horn. Í viðtali við Krónikuna sagði hann:
,,Íslenska konan er orðin verulegt vandamál. Það er ástæðan fyrir því að við erum farnir að skoða aðra kosti. Íslenska konan er hreinlega of óstöðug til þess að við getum treyst henni.
Þetta er allsherjar samsæri. Við hljótum allar að sjá það. Íslenska konan vill upp á dekk í íslensku viðskipta- og atvinnulífi og svona tala þeir um hana í hefndarskyni.
Og við getum ekki einu sinni treyst okkar eigin kynsystrum, við munum jú allar hvernig Ingibjörg Sólrún talaði niður íslensku konuna um daginn.
Það er greinilegt á öllu að það þykir engum vænt um íslensku konuna, nema Davíð Oddssyni. Guð blessi manninn.
Oddný hefur áhyggjur af gengi íslensku konunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 106410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lenín var afbragðsræðumaður og bæði Steini og Bíbí hafa tekið hann sér til fyrirmyndar í ræðustól Alþingis. Ég gef hins vegar Hvell-Geira, Framsóknar-Jóni, Hveragerði og hinum Frjálsblinda Magnúsi Þór hálfa stjörnu fyrir viðleitni í þessu eldhúsi í kveld. Ríkisstjórnin er greinilega fyrir löngu komin í Fallin spíta en Imba var fögur sem forðum er hún með öllum sínum kvenlega yndisþokka brosti til mín á brúnni yfir Tjörnina. Ekki komast karlanir með tærnar þar sem hún hefur háu hælana í þeim efnum, nema Steini. Þau munu því að öllu forfallalausu ganga í heilagt hjónaband í vor og biðja nú um tilfinningalegt svigrúm eftir að hafa opinberað trúlofun sína í kveld.
Boðskortin hafa nú þegar verið send út og Addi Kitta Gau mun verða svaramaður Steina. Einnig einkaþjónn í sjávarútvegi ef á þarf að halda á heimilinu, þó enginn verði hann slordóni. Og Imba leyfir Steina að vera húsbóndi á sínu heimili. En að sjálfsögðu mun hún stjórna öllu í reynd, sjá um innkaup og annað á heimilinu, og eyða þar mestu fé, eins og aðrar konur gera. Á meðan dundar Steini sér í garðinum. En Addi mun, ef á þarf að halda, sjá um húsverk, afþurrkun alla og ryksog, enda vel til þess fallinn. Og ekki vill hann ráða til þess erlendar vinnukonur, þannig að hann verður að sjá um allt slíkt sjálfur.
Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:54
HAHAHAHAHAHA frábært
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 15.3.2007 kl. 02:03
Íslenska konan gæti gert eins og viðskipajöfrarnir, hótað að flytja annað þar sem hún hefur meira svigrúm. Spurning um að hún stofni þar bara sitt eigið hagkerfi. Það má alveg skoða það, jafnvel bara hefja ferlið. Karabíska hafið tæki eflaust vel á móti íslensku konunni enda staða hennar almennt ágætlega sterk þar um slóðir... Þetta má kanna.
Laufey Ólafsdóttir, 15.3.2007 kl. 07:41
BURTU MEÐ ÍSLENSKU KONUNA! Hér eru á ferð.
Edda Agnarsdóttir, 15.3.2007 kl. 08:57
Þarf ekki einhvern Kynjabanka til að gengisfella Íslensku Konuna eftir þörfum og handstýra vöxtum?
Elías Halldór Ágústsson, 15.3.2007 kl. 11:40
Einmitt! Það sem ég var að meina. Þetta virkar. Áfram stelpur!
Linda Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 13:27
Guðfríður Lilja er náttúrlega komin með með Vinstri grænan heila en hún er varla með karlmannsheila. Til þess þyrfti hún að vera karlmaður. Konur voru síðastliðið vor 64% af nemendum Háskóla Íslands. Voru karlarnir í skólanum þar af leiðandi með kvenheila, líka karlarnir í raunvísindadeildinni sem voru um 40% af nemendum deildarinnar? Þarfnast raunvísindi ekki fyrst og fremst rökhugsunar, eins og skákin? Það þarfnast hins vegar þjálfunar að verða góður í skák og raunvísindum. Enginn verður góður í nokkrum hlut án þjálfunar og áhuga. Við höfum ekki áhuga á öllu og þurfum oft hvatningu til að verða góð í því sem við höfum áhuga á. Þessa hvatningu hafa stelpur ekki fengið í nægilega miklum mæli í skákinni og nú er talað um að hvetja þurfi karlmenn til að fara í háskóla. Flestir skákáhugamenn, bæði karlar og konur, hafa áhuga á alls kyns hlutum öðrum en skákinni og ég veit ekki til þess að Guðfríður Lilja hafi hætt að tefla, enda þótt hún hafi fengið áhuga á pólitík. Og konur í pólitík hafa varla lagt alla aðra hluti en pólitíkina á hilluna.
Við erum ekki að tala hér um líkamsburði. Í skákinni geta strákar og stelpur lært að bera virðingu fyrir hvert öðru. Þetta er góður félagsskapur, laus við drykkju og dóp, og það getur verið meiri lærdómur fólginn í því að tapa og gera mistök en að vinna allar skákir. Það á alls ekki að vera aðalatriðið. Og að brjóta heilann í skák þroskar minnið, bætir námsgetu og hjálpar til við að finna réttu leiðina að ákveðnu takmarki eða markmiði.
Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:37
Geiri mælti til Imbu:
Ég skal greiða þér
lokka við Galtará,
gefa þér anímónur,
allt sólskinið í Súdan,
tunglskinið á Ægissíðu
og hjarta mitt á silfurfati,
ef þú fellur fram og tilbiður mig.
Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 17:52
Ég heiti Samfylking og kenna á því fæ,
klukkan sjö á morgnana er mér dröslað niðrí bæ,
enginn tekur eftir þó að heyrist lítið kvein,
Imba þarf að vinna en er orðin alltof sein.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
Imba er svo stressuð en þó mest á sjálfri sér.
Svo inn í grunnskólann mér dröslað er í flýti,
mig sárverkjar í handleggina eftir Imbu tog.
En þar drottnar Össur með ótal andlitslýti,
eins og hann hafi fengið hundrað þúsund flog.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
eitt er víst, hún Imba ræður öllu hér.
Bráðum verð ég sjö ára en það er fyrsta maí,
daginn þann ég dröslast alein niðrí bæ,
enginn tekur eftir þó ég hangi þarna ein,
Imba með kröfu um forsætið en er orðin alltof sein.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
eitt er víst, hún Imba ræður öllu hér.
Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 17:55
Vá Steini...þetta finnst þér fyndið. Setja Imba í staðin fyrir mamma/pabbi
Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 02:41
Jamm, öll erum við syndug, Tómas minn góður, nema Árni Johnsen. Hann keypti sér syndaaflausn í fiskbúðinni í Eyjum og er í Frelsisbandalaginu:
Árni John-seninn slyngi,
já, hver er betri í faginu
hjá Frelsisbandalaginu?
Þó Árni sitt síðasta syngi
hann heldur alltaf laginu.
Og brátt hann verður á þingi
með hinum Sjallaskjóðunum,
sameinuðum öllum sóðunum
í stjórnarandstöðu á Alþingi.
Frelsið er í vogarskálalóðunum
léttvægt á móti krónum á þingi,
kostað hefur lítið sem ekki neitt.
Komast þar Sjallarnir í ansi feitt,
þó frelsinu æ lofgjörð þeir syngi.
Hrópum húrra fyrir amlóðunum!
Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 06:28
Tihihi, frábær færsla Oddný
birna, 16.3.2007 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.