12.3.2007 | 08:29
Hitti ég Guð?
Eftir Völu Þórsdóttur
Ég fór í minn hefðbundna morgungöngutúr. Ég naut þess að ganga um göturnar í yndislegum rigningarúða, umkringd allskyns borgarhljóðum, sírenum, fuglatísti, hjólabjöllum og hrópum í byggingarmönnum.
Ég sá mann vera að hrista lak fram af lítilli verönd á annarri hæð. Þessi sýn fékk mig til að hugsa til Marques, eða kannski var það einhver annar.
Að minnsta kosti fór ég að hugsa um sögurnar þegar lakið er hengt upp til sýnis eftir brúðkaupsnóttina svo allir þorpsbúar og fjölskylda brúðarinnar gætu andað léttar, blóðbletturinn í lakinu staðfesting á meydómi sem heyrir sögunni til, merki um að hjónabandið eigi eftir að blessast og hjónin lifi saman í harmoníu til æviloka...
Maðurinn hristi lakið, sem reyndist ekki vera lak, þar sem ég rýndi í þeirri von um að ég væri að upplifa eina af þessum sögum. Þetta reyndist vera sængurver og líklegast hefur hann bara verið að borða hrökkbrauð í rúminu.
Ég kallaði til hans Guten Morgen! Hann brosti og bauð mér sömuleiðis góðan dag. Ég hélt áfram götuna brosandi með sjálfri mér, örlítið vonsvikin yfir því að hann var bara að dusta hrökkbrauðsmylsnu úr sænginni sinni.
Þá heyrði ég kvenmannsrödd að ofan spyrja mig hvort í dag væri mánudagur.
,,Auðvitað er Guð kona hugsaði ég og leit upp. Á annarri hæð gægðist út um glugga fjörgömul kona með úfið hár eins og Einstein. Hún spurði mig aftur hvort það væri mánudagur í dag. Já, sagði ég, Heute ist Montag. Hún tók svarið gott og gilt, svo ég gekk áfram.
En mig langaði að vita hvort það hefði verið betra fyrir hana ef í dag væri sunnudagur, nú eða þriðjudagur eða einhver annar dagur, en þýskan mín leyfir ekki slíka hnýsni.
Kannski var þessi fjörgamla frú Guð. Kannski var hún fegin því að í dag væri bara mánudagur og hún hefði fimm daga í viðbót til að betrumbæta sköpunarverkið.
Kannski hafði Guð verið svo upptekin lengi að hún varð stressuð og áhyggjufull yfir að vera í tímahraki.
Ef svo er, þá er ég glöð með að geta aðstoðað guð eitt augnablik. Létt af henni áhyggjunum með þessum einföldu upplýsingum;
Í dag er mánudagur, þú hefur nógan tíma.
Vala er frábært leikskáld og vann meðal annars leikgerð upp úr smásögum Svövu Jakobsdóttur; Eldhús eftir máli, sem sló í gegn í Þjóðleikhúsinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 106410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra frá þér Vala - Knús til þín
Júlíus Garðar Júlíusson, 12.3.2007 kl. 09:21
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2007 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.