11.3.2007 | 12:32
Hver hleypur útundan sér?
eftir Helgu Völu Helgadóttur
Auðlindaskrípaleikurinn er í brennipunkti þessi dægrin. Ríkisstjórnarflokkarnir settu það inn í stjórnarsáttmálann að gera eitthvað í auðlindamálunum en hafa svo ekkert aðhafst í þá veru. Þeir hafa haft til þess árafjöld en ætla svo að ljúka þessu á kortéri. Því nú eru að koma kosningar og í stað þess að fá á sig orð fyrir að hafa ekkert aðhafst til að vernda okkar sameignir þá hlaupa þeir nú af stað.
Afrakstur örvinnu þeirra við auðlindaákvæði er í samræmi við tímann sem þeir gefa sér. Óskiljanlegt og merkingarlaust ákvæði sem troða á inn í stjórnarskrána. Lögfróðir aðilar hafa í röðum gefið þessu ákvæði falleinkunn án þess að formenn stjórnarflokkanna svo mikið sem staldri við.
Stjórnarskráin er okkar æðsta réttarheimild. Stjórnarskráin á að vera hafin yfir svona vinnubrögð. Þessi vinnubrögð eru þó velþekkt við lagasetningar hérlendis, því á hverju vori mætir ríkisstjórnin með bunkann af lagafrumvörpum sem þeir vilja þröngva í gegn með góðu eða illu. En nú ræðum við um stjórnarskrárákvæði.
Til að breyta stjórnarskránni þarf tveggja þinga samþykki. Það þarf að samþykkja þetta á Alþingi, rjúfa þing og kjósa, og svo bera þetta aftur undir þingheim. Að því loknu skal bera þetta undir forsetann til samþykktar eða synjunar og eru þetta þá gild stjórnskipunarlög. Auðveldara verður þetta ekki framkvæmt, sem betur fer.
Og nú á að kenna stjórnarandstöðunni um þetta klúður. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru sagðir hlaupa út undan sér því þeir vilja ekki kokgleypa bullið frá stjórnarherrunum.
Stjórnarandstöðuflokkunum verður líklega næst kennt um að vilja ekki leiðrétta mistökin varðandi kvótastefnuna. Þeim verður þvínæst kennt um að allur mengunarkvótinn er að skiptast á hendur örfárra erlendra stórfyrirtækja. Allar okkar sameiginlegu auðlindir eru undir og stjórnarflokkarnir bera ekki meiri virðingu fyrir þeim en það að eyða nokkrum klukkustundum í að semja stjórnlagafrumvarp.
Svo eru sagt að stjórnarandstaðan hlaupi útundan sér. Má ég biðja stjórnarandstöðuflokkana um að hlaupa sem hraðast burt frá þessum skrípaleik stjórnarflokkanna. Við verðum að vernda auðlindir okkar. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa klúðrað málum varðandi fiskinn í sjónum og andrúmsloftið okkar en nú verðum við að spyrna við fótum, ígrunda vel hvaða auðævi við eigum saman og setja það svo inn í stjórnarskrána.
Stjórnarskráin á skilið betri vinnubrögð, þjóðin á líka skilið betri vinnubrögð.
Helgu Völu laganema er umhugað um fagleg vinnubrögð á Alþingi, enda veitir ekki af þegar þingið er rúið trausti þjóðarinnar sbr. nýjustu kannanir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 106410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er virkilega svona létt að breyta sjálfri stjórnarskránni okkar?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.