9.3.2007 | 00:27
Hamingjusama klámstjarnan - ekki er allt sem sýnist
Eftir Ösp Árnadóttur.
Þegar ég var um það bil átján ára var ung stúlka mjög áberandi í fjölmiðlum. Hún var ákaflega fögur og með vaxtarlag sem setti hana í hóp kynþokkafullra kvenna. Þessi stúlka kom gjarnan fram í tímaritum nakin og aðspurð sagðist hún áhugakona um erótík auk þess að elska líkama sinn. Mér fannst þetta ekkert tiltökumál. Myndirnar fannst mér niðurlægjandi en hugsaði sem svo að ég ætti ekki að setja mig á háan hest gagnvart áhugamálum annara.
Fyrir nokkrum árum síðan opnuðust þó augu mín fyrir veruleika kvenna sem taka þátt í klámiðnaði og þessi stúlka átti þátt í því. Í dag er hún edrú en á sínum tíma var hún í stífri fíkniefnaneyslu. Myndatökurnar voru ,,easy money''. Fjölmiðlar sóttust eftir henni í viðtöl og það var miklu auðveldara fyrir hana að selja þeim (mér og öðrum) ímynd hamingjusömu klámstjörnunnar.
Myndirnar eru hinsvegar ennþá til og hverfa ekki. Þær hafa ennþá áhrif á það hvaða augum fólk lítur hana. Myndirnar valda henni vanlíðan í dag og munu eflaust alltaf gera. Ímynd hamingjusömu klámstjörnunnar er til sölu víðs vegar.
Ímyndarsköpun Jennu Jameson var sterk en hún er í huga margra ein flottasta og sterkasta konan í klámbransanum. Kona sem hlaut frama í klámi og byggði upp klámveldi á eigin spýtur. Fáir hafa þó kynnt sér ævi hennar en sem barn bjó hún við gróft heimilisofbeldi. Sextán ára gamalli var henni hópnauðgað af sex mönnum þegar hún var á leið heim af fótboltaleik. Jenna náði að koma sér lemstruð heim og þegar pabbi hennar gekk á hana afsakaði hún áverka sína með því að segjast hafa lent í áflogum. Pabbi hennar refsaði henni samstundis með barsmíðum. Jenna hefur barist við eiturlyfjafíkn og depurð og hefur farið í óteljandi meðferðir.
Eldra dæmi er Linda Lovelace en henni er oft hampað fyrir frammistöðu sinni í klámmyndinni Deep Throat. Linda sætti andlegum og líkamlegum kúgunum af hendi maka síns sem einnig var ,,pimpinn'' hennar. Eiginmaður hennar fékk hana með andlegum þvingunum til að leika í myndinni og ef ákveðin atriði Deep Throat eru skoðuð má sjá mar á líkama hennar eftir barsmíðar. Linda barðist síðar meir gegn klámiðnaðinum og talaði hispurslaust um fyrrum eiturlyfjaneyslu sína.
Markmiðið með grein minni er einfalt: eftir að klámferli lýkur kemur oftast í ljós að hamingjusama klámstjarnan var ekki svo hamingjusöm eftir allt saman. Það sem leiðir til þess að þessi leið er fetuð eru ytri aðstæður, þættir eins og fíkniefnaneysla, kynferðisofbeldi, erfiðar uppeldisaðstæður auk annara atriða. Margir hafna þó umræðu á þessum grundvelli og ég skil það á vissan hátt. Það er nefnilega ekkert gaman að horfa á kynlífsmyndband og renna í grun að konan og kannski maðurinn líka eru miklu frekar fórnarlömb aðstæðna en afleiðingar frjáls vilja.
Hér í lokin eru tölur úr alþjóðlegum rannsóknum: 65 - 90% kvenna í klámiðnaði hafa verið kynferðislega misnotaðar. 90% kvenna í klámiðnaði glíma við eiturlyfjafíkn. Ekki er allt sem sýnist.
Ösp er framkvæmda- og verkefnastýra með BA í sálfræði, hefur áhuga á unglingum, unglingamenningu og sögu. Ösp vinnur í Hinu húsinu og stóð fyrir átakinu ,,Nóvember gegn nauðgunum''
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ösp
Þetta var mjög góður pistill og sýnir eða ekki er allt sem sýnist í þessum bransa. Þú sýnir með réttu, að ég held, að klám og vændi er afleiðing af kynferðislegri misnotkun eða öðrum afleitum uppeldislegum aðstæðum.
En það sem ég vil vita er til hvaða bragðs þú vilt taka. Viltu banna klám? Fyrir utan að það er skerðing á persónufrelsi, þá er ekki víst að bann við afleiðingu komi til með að hafa einhver áhrif á orsökina, þ.e. kynferðislega misnotkun og þess slags. Mér finnst það nokkuð ólíklegt. Er þá ekki til einkis að leggja út í svona bann? Væri ekki nær að beina kröftum sínum í rót klámsins, og þannig eyða kláminu aftan frá? Hvað finnst þér?
Árni (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 09:13
Ætlið þið aldrei að troða því inn í hausinn á ykkur að það eru þúsundir kvenna (og manna) sem eru í klámiðnaðinum af fúsum og frjálsum vilja. Það kemur málinu einfaldlega ekkert við hvort að þetta fólk er hamingjusamt eða ekki, það er að starfa við það sem því langar til að gera. Það er örugglega fullt af klámleikurum hamingjusamir og fullt af þeim eru óhamingjusamir. Rétt eins og í öllum öðrum stéttum.
Hvað ætli það séu margir sem vinna í matvörubúðum sem að voru misnotaðir í æsku, eiga við fíkniefnavanda að stríða eða ólust upp við erfiðar aðstæður. Eigum við þá ekki bara að uppræta matvöruverslanir? Þetta er svona álíka heimskulegt. Það er ekki kláminu að kenna að fólk hafði það erfitt í æsku.
Þú getur ekki verið svo siðlaus að halda því fram að allt klám sé ofbeldi eða að það sé hreinlega um mansal að ræða. Með því ertu að gera lítið úr slíkum ógeðisglæpum, sem á sannarlega að berjast gegn og reyna að uppræta. Það á ekkert skilt við það klám sem er framleitt af löggiltum fyrirtækjum. Hvar heldurðu að Jenna Jameson væri í dag ef hún væri ekki fræg klámmyndastjarna? Í besta falli átta barna einstæð móðir í hjólhýsi. Ekki gleyma því að klámiðnaðurinn skapar fullt af konum (og mönnum) almennilega framtíð, sem þau hefðu aldrei annars átt.
En það er alveg dæmigert þegar fólk er rökþrota (eins og þú í þessari grein þinni) að það fari að telja upp atriði sem allir eru sammála um að séu slæm - fíkniefnaneyslu, kynferðisofbeldi og erfiðar uppeldisaðstæður. Auðvitað eru þetta ömurlegir hlutir, en þetta er ekki kláminu að kenna!
Það er gríðarleg eftirspurn eftir klámi í heiminum og þessi markaður fer stækkandi með hverjum deginum. Finnst þér í alvöru réttlætanlegt að ætla að reyna að uppræta klám eða leggja einhver bönn við því? Fólkið sem framleiðir klámið vill það ekki og fólkið sem kaupir klámið vill það ekki heldur. Eina fólkið sem vill það er fólk sem kemur á engan hátt nálægt klámi. Finnst þér það eðlilegt? Á ég að krefjast þess að þessu bloggi ykkar verði lokað bara af því að ég þoli ekki það sem þið eruð að skrifa? Nei, ég einfaldlega sleppi því að lesa það og leyfi ykkur að gera nákvæmlega það sem þið viljið, því það kemur mér ekkert við.
Þessar tvær "staðreyndir" hjá þér í lokin sýna best hversu stjarnfræðilega lítið þú hefur að leggja til málanna. Hvaða alþjóðlegu rannsóknir eiga þetta að vera? Ertu virkilega svo græn að halda að það sé eitthvað mark takandi á svona rannsóknum, sem voru gerðar af fólki sem hugsar eins og þú og vildi ná fram ákveðinni niðurstöðu. Klámiðnaðurinn er svo stór að það væri aldrei hægt að fá marktækar niðurstöður af þessu tagi. Og þú gætir alveg eins yfirfært þessar tölur á aðrar stéttir skemmtanageirans, t.d. leikara og tónlistarmenn.
Hér í lokin eru tölur úr alþjóðlegum rannsóknum:
100% klámmyndaleikkvenna hugsa ekki eins og þú. koma úr allt öðrum aðstæðum og finna einfaldlega ásættanlega framtíð í kláminu, sem er ekki að finna annars staðar.
Einar Jónsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 10:48
Sæl, gott væri að vísa í þessar "alþjóðlegu rannsóknir" sem þú visar í og segir einhverjar tölur sem hljóma hálf vafasamar.
En þú mættir taka fram lika að rannsóknir sýna fram á að klám dregur ÚR nauðgunum og ofbeldi gegn kvennfólki. Hér er td ein rannsókn sem sýnir fram á það
http://www.law.stanford.edu/display/images/dynamic/events_media/Kendall%20cover%20+%20paper.pdf
"A 10 percent increase in Net access yields about a 7.3 percent decrease in reported rapes"
"Does pornography breed rape? Do violent movies breed violent crime? Quite the opposite, it seems."
http://www.slate.com/id/2152487/
Toggi (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 13:03
Hvernig má það vera að Jenna Jameson hafi öðlast sjálfstæði og sjálfsvirðingu eftir margra ára niðurlægingu? Stýrir nú sýnu eigin klámframleiðslufyrirtæki þar sem hún er að ráða allt niður í 18 ára stelpur... hvernig getur þetta staðist?
Helgi (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 15:44
Ron Jeremy átti mjög gott uppeldi. Hann var með Masters gráðu og starfaði sem kennari áður en hann byrjaði í klámi. Þegar að það er farið yfir ákveðin mörk í klámi þá er það ofbeldi og ógeðslegt. Hvaðan fær þú þessar tölur varðandi kynferðislegt ofbeldi og klámiðnaðinn?
Ásríður (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 15:46
Það eru konur sem búa til kynjamisrétti - þetta er ykkar product sem þið eruð að reyna berjast við
.... ef þið væruð með hausinn í lagi eins og karlmenn og væruð ekki að eyða 80% ykkar tíma í að skoða snyrtidót í Smáralind og slúðra í símann við vinkonur ykkar og reynduð að einbeita ykkur að hlutum sem skipta máli, gera gang eða buisness... þá væruði ekki svona í skítnum...
Þið gjammið um að karlmenn séu með hærri laun og síðan eruði strax farnar á kaffihús að hitta vinkonu ykkar og byrjið að tala "já, ég nefnilega sá svipað kjól í Zöru, blablablabla"
Er það tilviljun að allar byggingar heims, brýr, mannvirki, hús, hraðbrautir, bílar, tæki og allt það sem blasir við manni á jörðu niðri úr flugvél í 38.000 feta hæð mínus náttúran, sé gert af karlmönnum?
Ingvi (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 17:35
Sirry (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 17:52
ég held að það verði alltaf til brenglaðar ímyndir af klámi svo lengi sem okkur er boðið upp á "hversdagslegar" kvikmyndir á borð við "Pretty woman"
hún (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 23:52
Hæhæ
kommentaði um daginn en það datt greinilega út,
Einar: tölurnar eru fengnar úr fyrirlestri, get haft samband við fyrirlesarann og sent þér rannsóknirnar (fyrirlestur Otzen sem stýrir kvennathvarfinu Hreiðrið í Danmörku). Bendi svo þér og Ásríði líka á bókina Women Studies
Snyrtidót haa?
Vildi ekki fara út í slokknunarkenninguna ,,klám dregur úr nauðgunum'' en fyrst hún var tekin þá er hér flott rannsókn http://lrs.ed.uiuc.edu/wp/crime/childporn.htm
Mín skilgreining á hamingju er ekki nokkrar sjálfsvígstilraunir, ævilöng barátta við fíkn og stöðug sálfræðimeðferð en það má vel vera að hún Jenna sé happí núna. Ef svo er þá fyndist mér það þó segja meira um áhrif sálfræðimeðferða en lækningarmátt klámferils.
Einar : Ákjósanleg nútíð býður ekki alltaf upp á ásættanlega framtíð.
takk Kolbeinn erum á sama máli
Ron Jeremy hefur leikið í hundruðum klámmynda en það sem hann er stoltastur af á öllum ferlinum er hálf setning sem hann segir í B hollywood ekki klámmynd (Heimild : Heimildarmyndin um Ron Jeremy).
Greinin var skrifuð til að viðra það viðhorf mitt að yfirleitt ef lífsaðstæður eru ákjósanlegar þá er klámferill ekki valkostur.
kv.
Ösp
Ösp (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 22:25
Það er margt í mörgu. Hins vegar ætti alls ekki að líta á sjálfsréttlætingu Lindu Lovelace í ævisögu sinni Ordeal sem marktæka heimild um eitt eða neitt, enda nánast allt verið hrakið sem hún segir þar um ofbeldið sem hún var beitt. Fleiri voru viðstaddir þessar tökur en hún og engin man til dæmis eftir að hafa séð byssu á tökustað. Eiginmaður hennar hefur aldrei orðið uppvís að ofbeldi, eina heimildin um ofbeldishneigð hans eru orð Lindu. Afar sjaldgæft er að ofbeldismenn beiti aðeins eina konu ofbeldi og hætti öllu ofbeldi þegar hún hverfur úr lífi þeirra. Linda var farin að stunda vændi af eigin frumkvæði löngu áður en hún kynntist honum. Þetta er mikilvægt mál og því verður að vanda heimildaöflunina betur en svo að taka mark öllu sem hentar málstaðnum, einkum þegar um er að ræða orð lasinnar konu sem "frelsast" og finnur þannig nýja aðferð til að vekja á sér athygli.
Davíð Þór Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.