8.3.2007 | 11:51
RIPP, RAPP & RUPP - íslenska viðskiptablokkin...
eftir Margréti Kristmannsdóttur
Það má lýsa íslensku viðskiptalífi sem 100 íbúa blokk. Í þessari blokk búa konur í 15 íbúðum af 100. Það segir sig því sjálft að þær eru í miklum minnihluta og þegar kemur að ákvörðunum á húsfundum eru áherslur karlanna mun líklegri til að hljóta hljómgrunn.
Það skiptir því öllu máli að þessar 15 konur standi saman og styðji hver aðra; mæli með konum sem góðum íbúðarkaupendum, láti aðrar konur vita ef líklegt er að íbúð sé að losna í blokkinni.
Þannig fjölgar konunum smám saman. Og eftir því sem konum fjölgar þá er líklegt að útlit og yfirbragð blokkarinnar breytist. Það koma blóm á svalirnar, gardínur verða settar upp í stigahúsinu og fjölbreyttari mál verða tekin fyrir á húsfundum.
Þessar breytingar munu skila sér í því að öllum íbúum blokkarinnar mun líða betur, enda viðurkennd staðreynd að fjölbreytni er til góða og heilbrigt að allir íbúarnir hafi eitthvað um umhverfi sitt að segja.
Ég las grein um daginn sem fjallaði um ójafnvægi milli kynja í viðskiptalífinu. Þar var haft eftir dönskum ráðherra að þetta væru nokkurs konar RIPP, RAPP & RUPP áhrifin. Ef maður er Ripp þá ræður maður Rapp eða Rupp; einhvern sem er eins og maður sjálfur.
Ég skal ekki segja hvort þessi kenning er rétt eða röng.
En sé litið yfir íslenskt samfélag hvarflar óneitanlega að mér að eitthvað sé til í þessari kenningu.
Margrét er framkvæmdastjóri PFAFF, formaður FKA, félags kvenna í atvinnurekstri og nú síðast; frambjóðandi Samfylkingar í Reykjavík suður!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn allir! Mjög góð grein og ég er hjartanlega sammála þér Margrét. Ég skrifaði grein á bloggið mitt um svipað, endilega lesið. Ástarkveðjur,
Vilborg Ólafsdóttir, 8.3.2007 kl. 11:59
En hvað eru margir rauðhærðir þarna? Hvað er margir svartir? Hvað eru margir hommar? Er einhver Pólverji í blokkinni? Hvað með einhvern duglegan Asíubúa?
Þvílíkt væl alltaf í ykkur. Þið eigið svo bágt.
Kristinn (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 15:10
TIL HAMINGJU ...!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2007 kl. 22:06
Sæl Margrét, skemmtileg samlíking hjá þér með blokkina og viðskiptalífið.Ef ég byggi í 100 manna blokk, kysi ég þær tillögur á húsfundum sem stuðluðu að góðum umgangi og viðhaldi eignarinnar sem væri til þess fallið að auka lífsgæði mín og ef til vill verðgildi íbúðar minnar. Eða svo haga ég mér allaveganna í viðskiptalífinu.Ef þessar 15 konur í blokkinni hugsa svipað og ég, hvernig kemur þá kynjaskipting inní málið? (Að ekki sé minnst á aðra skiptingu sbr. Kristinn)"- mæli með konum sem góðum íbúðarkaupendum" Ég myndi vilja að mælt yrði með góðum íbúðarkaupendum, óháð kyni, því það kæmi sér vel fyrir alla."Þessar breytingar munu skila sér í því að öllum íbúum blokkarinnar mun líða betur" Ef blóm og gardínur fengju alla til að líða betur, þá hefði það líklega verið samþykkt á húsfundi, áður en byrjað var að smala inn kven-íbúum.Nú er ég ekki með svo mikla fordóma að dæma fólk eftir kyni, þ.e. að fólk hafi eitthvað mismunandi fram að færa einungis byggt á kynferði. Það er nú vafasamt að draga fólk í dilka á líkamlegum forsendum í íbúð/starf sem hefur ekkert með líkamlegar forsendur að gera.Ég hefði haldið að allir íbúar blokkarinnar hefðu jöfn tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og verða kjörinn formaður húsfélagsins, þó svo að einhver dilkurinn sem þeir tilheyra sé í minnihluta.
Það er nefnilega tvennt ólíkt; jafnt hlutfall og jöfn tækifæri. Annað felur í sér hlutfall dagsins í dag byggt á tækifærum fortíðarinnar, meðan hitt felur í sér hlutfall framtíðarinnar byggt á tækifærum dagsins í dag.
Það er aldrei hægt að hygla einhverjum án þess að halli á aðra.
Mbk, Karl
Karl (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 19:01
Afsakið að allt sé í belg og biðu, ég skrifað textann í Word og þar var hann með greinaskilum.
Karl (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.