8.3.2007 | 00:10
Áfram stelpur!
Til hamingju með daginn. 8. mars. Þessi alþjóðlegi baráttudagur kvenna er jafn mikilvægur nú og þegar hann var fyrst haldinn. Konur um allan heim eru beittar misrétti, mismiklu, mishörðu. En saman verðum við að standa. Allar sem ein. Saman stöndum við öll sem ein, því að lokum verðum við jöfn. Ekki núna, en vonandi áður en langt um líður.
Í tilefni dagsins vill ritnefnd Trúnó hvetja allar konur, og alla menn til að standa upp úr sætum sínum, hvar sem er, í vinnu, eða skóla, eða heimahúsi og hefja upp raust sína. Jafnréttinu til virðingar. Jafnréttinu til heiðurs. Sameinuð sigrum við allt ójafnrétti.
Áfram stelpur
Lag: Gunnar Edander
Texti: Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jónsson
Í augsýn er nú frelsi,
og fyrr það mátti vera,
ný fylkja konur liði
og frelsismerki bera.
Stundin er runnin upp.
Tökumst allar hönd í hönd
og höldum fast á málum
þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað,
tökum við aldrei undir það.
Viðlag
En þori ég vil ég get ég?
Já ég þori, get og vil.
En þori ég vil ég get ég?
Já ég þori get og vil.
Og seinna börnin segja:
sko mömmu, hún hreinsaði til.
Já seinna börnin segja:
þetta er einmitt sú veröld sem ég vil.
Viðlag
Áfram stelpur standa á fætur
slítum allar gamlar rætur
þúsund ára kvennakúgunar.
Ef einstaklingurinn er virkur
verður fjöldinn okkar styrkur
og við gerum breytingar.
Atkvæði eigum við í hrönnum
komum pólitíkinni í lag
sköpum jafnrétti og bræðralag.
Áfram stelpur, hér er höndin
hnýtum saman vinaböndin
verum ekki deigar dansinn í.
Byggjum nýjan heim með höndum
hraustra kvenna í öllum löndum
látum enga linku vera í því.
Börnin eignast alla okkar reynslu,
sýnum með eigin einingu,
aflið í fjöldasamstöðu.
Stelpur horfið ögn til baka
á allt sem hefur konur þjakað
stelpur horfið bálreiðar um öxl.
Ef baráttu að baki áttu
berðu höfuð hátt og láttu
efann hverfa 'unnist hefur margt.
Þó er mörgu ekki svarað enn:
því ekki er jafnréttið mikið í raun,
hvenær verða allir menn taldir menn
með sömu störf og líka sömu laun?
Fyrsta vísa endurtekin
Til hamingju með daginn!
Ritnefnd Trúnó.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...og þess vegna þarf einmitt sérstakan dag. Til að þær sem sitja meðvitundarlausar vakni e.t.v. af dásvefninum og sláist í för. Áfram stelpur! SJÁUMST á morgun og alla daga :)
Laufey Ólafsdóttir, 8.3.2007 kl. 07:46
þetta var nú alveg hrikalegt lag
Plato (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.