5.3.2007 | 22:38
Útlendingar á Íslandi
eftir Ellen Jacqueline Calmon.
Við viljum ekki hafa þá en þurfum samt nauðsynlega á þeim að halda til að byggja fínu húsin okkar með gestaíbúðunum, sundlaugunum og fínu bílskúrunum.
Ríkisstjórnin hefur fram að þessu nánast ekki varið neinu fjármagni til aðstoðar innflytjendum að koma sér fyrir og aðlagast menningu og íslenskri tungu. Þykist ríkisstjórnin taka ábyrgð þá er það með að vísa málefninu til sveitarfélaganna. Hingað til hafa innflytjendur þurft sjálfir að greiða fyrir tungumálakennslu, mismikið eftir því hvaða sveitarfélagi þeir tilheyra. Innflytjandinn minn, sá sem ég bý með núna, fær einhverja niðurgreiðslu á íslenskunámi þar sem hann er með aðsetur í Reykjavík. Nóg kostar það samt, haustönnin kostaði um 30.000 kr.
Innflytjandinn minn er iðnmenntaður Skandinavi með mikla reynslu, góð meðmæli og hefur fengið nám sitt viðurkennt hjá Menntamálaráðuneytinu. Rúma tvo mánuði tók það hann að fá starf á mannsæmandi launum, en er þó ekki enn kominn með íslensk laun. Iðnaðarmaður eða verkamaður það skiptir engu hvort heldur hann er. Hann er útlendingur og verður að sætta sig við minna?
Fréttaflutningur er heldur ekki alltaf til sóma og sýnir kannski hve mikil útlendingafyrirlitning virðist þrífast í þessu litla samfélagi okkar. Bylgjan flutti hádegisfréttir af erlendum verkamanni sem varð fyrir árás ekki sé vitað með vissu hverjir árásarmenn væru en þeir væru 5 talsins og hugsanlega Pólverjar. Hvað er verið að meina? Útlenskir verkamenn eru ekkert nema vandræði. Pólverjar ekki besta sortin? Ég hef nú svo sem ekki mikið ritað opinberlega eða sent inn kvartanir af nokkru tagi, en nú er mér nóg boðið.
Ég sendi meðfylgjandi tölvupóst á Bylgjuna rétt áðan.
Til fréttastofu Bylgjunnar.
Ég vildi gera athugasemd við orðalag fréttaflutnings á Bylgjunni í hádegisfréttum kl. 12, þar er sagt frá árás á erlendan verkamann sem komst við illan leik á bensínstöð við Ártúnshöfða til að leita hjálpar.
Orðalagið ýtir undir "útlendingafordóma" sem nóg er af á Íslandinu góða. "Við Íslendingar" erum að fá upplýsingar um að erlendir verkamenn séu að lenda í útistöðum.
Hvað væri sagt/skrifað ef þetta væri erlendur lögfræðingur? Eða erlendur læknir?
Afhverju er þjóðerni fórnarlambsins ekki tiltekið einungis þjóðerni árásarmanna....hugsanlega Pólverjar, ekki einu sinni staðfest?
Vinsamlegast takið tillit til þessarar ábendingar og endurritið fréttina, vandið orðalag og hafið í huga að útlendingar skilja líka íslensku.
Með vinsemd og virðingu
Ellen Jacqueline Calmon af annarri kynslóð innflytjenda hálf frönsk, 1/4 norsk og 1/4 íslensk og í sambúð með skandinavískum iðnaðarmanni.
Ef við kjósum innflytjendur í störf, ef þeir hafa leyfi til að dvelja hér, þá hljóta þeir að vera velkomnir? Þeir hljóta að eiga skilið sömu laun og öll önnur sömu réttindi og við hin? Sýnum það í verki og bjóðum þá velkomna með einhvers konar aðlögunarferli, í það minnsta íslenskukennslu.
Ef stjórnvöld grípa ekki til róttækra aðgerða varðandi móttökuferli innflytjenda á Íslandi, þá lendum við Íslendingar í risavöxnum vandræðum því við erum svo agnarsmá í þessum útlenska heimi.
Ellen Calmon er ¼ Íslendingur en er ferlega góð í íslensku og hlustar alltaf á fréttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2007 kl. 07:59 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, Heyr. Ég heyri oft athugasemdir af þessu tagi í fjölmiðlum og alltaf fýkur í mig. Það versta er að yfirleitt tekur viðkomandi fréttamaður alls ekki eftir því að hann/hún sé með fordóma.
Vera Sölvadóttir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 08:17
Mikið er ég sammála þér Ellen. Og þessara duldu fordóma gætir víðar, jafnvel hjá stofnunum sem hafa það hlutverk að aðstoða innflytjendur og vinna úr þeirra málum.
Það er líka hollt að hafa það í hug að við berum öll ábyrgð - enda er það alit þeirra sem gerst þekkja til í innflytjenda málum að almenn þátttaka samfélagsins í aðlögun nýrra íbúa að íslensku samfélagi sé ákaflega mikilvæg. Hversu mörg okkar eiga vini af erlendum uppruna? Hversu mörg okkar hafa lagt sig fram við að skilja menningarlegar rætur þeirra sem hingað flytjast? Hversu mörg okkar hafa velt því fyrir sér hversu erfitt það getur verið að flytjast úr einu landi í annað (tala nú ekki um ef það er gjörólíkt heimalandinu)? Hversu mörg okkar leggja sig fram við að sýna skilning og bjóða fram aðstoð?
Spáum í þetta - og tökum okkur á.
Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 09:09
Það er alveg ótrúlega algengt að fólk tali um innflytjendur sem "bagga" á kerfinu og hafi miklar áhyggjur af kostnaði okkar hinna við að bjóða fólk velkomið. Á sama tíma er alveg ótrúlega sjaldgæft sem talað er um þá svívirðu sem sumir hérlendir atvinnurekendur og leigusalar eru sekir um, sem er að borga innflytjendum lægri laun en innfæddum og leigja þeim pínulítið húsnæði á uppsprengdu verði. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að innflytjendur leggja sitt af mörkum til samfélagsins, eru alls ekki byrði á okkur hinum og auðga menningu okkar.
Það versta sem ég hef hins vegar séð í umræðunni um innflytjendur hefur mestmegnis komið frá Frjálslynda flokknum. Maður verður bara kjaftstopp þegar maður heyrir þá setja innflytjendur í samhengi við berkla, hryðjuverk og fíkniefnainnflutning. Þeir eru reyndar ótrúlega margir til sem halda því fram, þvert á öll rök, að tíðni ofbeldis sé hærra meðal innflytjenda heldur en meðal Íslendinga. Það er gjörsamlega fáránlegt og ber vott um stæka Xenophobiu, eða bara rasisma.
hee (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 12:19
Það er einfaldlega ekki rétt að Frjálslyndi flokkurinn hafi gert litið úr fólki af erlendu bergi brotið. Þeir hafa aftur á móti haft miklar áhyggjur af aðbúnaði og kjörum þess fólks, og bent á þá hættu sem skapast hefur vegna þess að of mörgum hefur verið hleypt eftirlitslaust inn í landið, án þess að þeir fái nægjanlegt öryggi. Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt áherslu á að þeir sem hingað koma fái þann aðbúnað sem þeim ber. Að þeim sé ekki holað niður í skúrum og skápum, að þeir fái kjör á við aðra, og að þeir fái kennslu í tungumálinu og verði gert fært að bjarga sér.
Nákvæmlega það sem er að koma upp á yfirborðið núna. Og Frjálslyndir eru að hugsa líka um það fólk sem hingað hefur ákveðið að flytja og setjast hér að. Þeirra réttur er lika fyrir borð borinn. Maður er orðin svolítið þreyttur á þessari múgæsingu sem ríkir og fólk nennir ekki að lesa sér til um eða hafa það sem sannara reynist.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 16:16
Þetta var ég hér að framan, var óvart óskráð inn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 16:19
Góð Ellen 1/4 íslendingur með 1/1 svía sér við hlið. Svona er lífið í dag sem betur fer! Heimurinn er einn staður þar sem fólk hvaðanæva að á sér draum um gott líf, sér og sínum til handa. Draumurinn er sá sami hvert sem þjóðernið er. Litla barnabarnið mitt sem er 1/2 kólumbísk og tengdasynirnir sem koma frá Kólumbíu og Spáni eru ekki ólík okkur sem eru 1/1 íslensk fyrir utan smáblöndu úr frönskum sjómönnum á árum áður.
Bendu þínum sambýlismanni á að gefast ekki upp fyrr en hann er komin með íslensk laun fyrir sína vinnu!!!
Björk Vilhelmsdóttir, 6.3.2007 kl. 16:59
Elsku besta vinkona mín Ellen Jacqueline.
Til hamingju með að hafa skrifað svona pistil um málefni sem fær fólk svo sannarlega til að hugsa um málið frá öðru sjónarhorni - ástæðuna fyrir því að við dæmum ósjálfrátt útlendinga og forðumst þá sem okkur þykir miður góðir að gæðum? Við gerum okkur víst ekki grein fyrir því að þetta er runnið úr rifjum samfélagsins okkar, eitthvað sem við höfum skapað. Þarna spila fjölmiðlar stóran þátt og ég skora hér með á íslenska fjölmiðla að taka upp það fyrirkomulag sem tíðkast í Danmörku sbr. það sem hún Erla Sig bendir á hér að ofan.
Íris Lind
Íris Lind Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 20:34
Fín grein hjá þér Ellen og góð ádrepa. ´
Steinunn Valdís
Steinunn Valdís (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 21:11
Það er alveg rétt, að það á að taka vel á móti útlendingum hingað og kenna þeim sem fyrst (og frítt) að hugsa á íslenzku. En þenslan í hagkerfinu er allt of mikil (ríkisstjórninni að kenna). Og það er ekki affarasælt, að einn tugurinn enn af útlendingum flytjist hingað á þessu ári eða meira en það ... og á því næsta ... Hér eru nú þegar yfir 3.000 útlendingar, sem hvergi eru skráðir. Varnarlítið land á ekki að haga sér svo óvarlega.
Jón Valur Jensson, 6.3.2007 kl. 22:02
... eitt tugþúsundið enn," átti auðvitað að standa þarna.
Jón Valur Jensson, 6.3.2007 kl. 23:13
Fínn pistill hjá þér Ellen.
Mig langar til að benda fólki á það einu sinni enn að lesa stjórnmála yfirlýsingu og málefna handbók Frjálslynda flokksins, þar kemur einmitt fram það sem Ásthildur Cesil var að benda á.
Erla, þetta er ekki allskostar rétt hjá þér, það er mjög algengt að heyra í dönskum fréttum, að þetta eða hitt hafi verið framið af "en person med anden etnisk bagrund/udenlandsk herkomst" eða e-ð í þá veruna, en nota bene þá eru einnig margir danskir fréttamenn sem taka fram ef innfæddur átti í hlut.
kveðja af skaga
Einar Ben, 7.3.2007 kl. 01:22
Ásthildur, ég er einfaldlega að vísa í ummæli Guðjóns Arnars í ræðu sinni á landsfundinum, þar sem hann setti innflytjendur í samhengi við berkla. Nú og svo er skemmst að minnast þess þegar Valdimar Leó laug því blákalt í umræðum um innflytjendur að lögreglan í Keflavík hefði handtekið hryðjuverkamenn á Leifsstöð. Svo afsakaði hann sig í kjölfarið með því að segja að með "hryðjuverkamönnum" meinti hann dópsmyglara.
Nú vil ég hvorki fá berkla né að dópi sé smyglað inn í landið, og allra síst vil ég að hryðjuverk séu framin. Það kemur hins vegar innflytjendum, sem koma hingað til að vinna og sjá fyrir sér og fjölskydlum sínum, ekkert við.
Ég er hins vegar alveg sammála því að það á ekki að bjóða útlendingum upp á lakari kjör heldur en Íslendingum. Þar bera innflytjendurnir sjálfir þó ekki ábyrgð heldur þeir sem bjóða þeim upp á svona mismunun.
hee (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 09:53
Ég verð að hrósa þér fyrir góða grein Ellen og segja að ég er hjartanlega sammála þér með fréttaflutning. Þetta stingur mig alltaf ákaflega mikið og því miður er þetta ekki einsdæmi. Hinsvegar vil ég nefna í þessu samhengi að það eru ekki bara innflytjendur sem lenda í slíkri umfjöllun, hópur sem gleymist gjarnan í umræðunni eru hörundsdökkir íslendingar.
Góður vinur minn, sem einmitt var hörundsdökkur íslendingur, lenti fyrir nokkrum árum í því að ráðist var á hann í miðbæ Reykjavíkur og var hann illa laminn. Fréttaflutningurinn var á þá lund að ráðist hafi verið á útlending í miðbænum, sem auðvitað var helber lygi.
Sjálf á ég tvö börn sem eru 1/2 íslendingar og 1/2 karabísk blanda. Oft hef ég verið spurð hvenær ég fékk þau eða hvaðan þau séu!!! Sumir sem eru meira upplýstir hafa spurt sérstaklega hvort þau séu mér blóðtengd. Sem betur fer er nú orðið algengara að ég er spurð hinnar réttu spurningar: Hvaðan er pabbi þeirra?
Ég veit að þetta er ekki illa meint, en ég held að fólk þurfi oft aðeins að meta aðstæður áður en það lætur flakka. Þá er ég að tala um bæði almenning og fréttamenn. Ég er alveg á því að PC getur farið út í öfgar en það er til millivegur sem á tvímælalaust að feta með skynsemina að leiðarljósi. Að lokum vil ég minnast á að útlendingahatur og rasismi er ekki það sama. Hugsið málið.
Laufey Ólafsdóttir, 7.3.2007 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.