4.3.2007 | 22:22
Skamm Siv, skamm!
eftir Rósu Þórðardóttur
Sigurði Kára finnst að Siv Friðleifsdóttir eigi að segja af sér. Það er líklegast rétt hjá honum, Siv er klárlega komin út á ystu nöf.
Siv á að segja af sér vegna ummæla sinna um að stjórnarsamstarfið sé í hættu vegna þess að annar stjórnarflokkurinn þverskallast við að framfylgja stjórnarsáttmálanum.
Hún bara verður að segja af sér konan.
Aldrei áður hefur íslenskur stjórnmálamaður skorað annað eins sjálfsmark, öðru eins forkastanlegu hneyksli muna elstu menn ekki eftir.
Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson sögðu auðvitað ekki af sér fyrir að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða og Halldór sagði ekki af sér eftir að hafa selt bestu vinum sínum Búnaðarbankann fyrir spottprís. Enda smámál, pís of keik.
Davíð sagði ekki af sér eftir að hafa leikið öryrkja svo grátt að þeir fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt. Davíð vissi hvað hann söng.
Ríkisstjórnin, með manni og mús, braut stjórnarskrárlög sumarið 2004 með því að neita þjóðinni að greiða atkvæði um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nýjasta nýtt er Byrgismálið, þar reyndu neikvæðir pólitíkusar og reiður almenningur að fá stjórnarliða til að taka ábyrgð en, neibbs. Engar uppsagnir í sjónmáli þar þrátt fyrir grímulausa vanrækslu og afglöp í starfi.
En það eru hártoganir miðað við það hneyksli sem Siv hefur orðið uppvís að. Orð Sivjar eru skandall síðari áratuga á Íslandi.
Hún er auðsjáanlega alveg að missa það.
Dagar hennar í pólitík eru taldir.
Skamm, Siv.
Rósa býr á suðurlandi og missir helst aldrei af þættinum Silfur Egils.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ævintýralegt hvað þessi ríkisstjórn hefur komist upp með.
Vilborg Ólafsdóttir, 5.3.2007 kl. 13:47
Það kom mér reyndar mjög á óvart hvað hann Sigurður Kári var fljótur að nefna afsögn - einmitt vegna þess að það þarf gífurlega mikið til að pólitíkus segi af sér í þessu landi eins og þú bendir á... Hitt er svo annað mál að það er varla tilvlijun að hann af öllum stjórnarliðum er látinn taka þennan slag, er til sjálfstæðismaður með minni trúverðugleika? Ég segi fyrir mig, hefði Geir H Haarde sagt þetta, t.d., þá hefði mér fundist þetta mál, en hvað Sigurður Kári segir...
Þóra Kristín Þórsdóttir, 5.3.2007 kl. 15:12
algerlega sammála þér Rósa, nú á aldeilis að berja á Sif, enda sjá strákarnir í Sjálfstæðisflokknum samkeppni í klárri konu sem lætur heyra í sér.
birna
birna, 5.3.2007 kl. 16:17
Langar til að benda á frábæra dagskrá MFÍK í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti þann 8. mars kl 17 í ráðhúsi rvk. Mætum allar!
Virkjum kraft kvenna.
Harpa Njálsdóttir, félagsfræðingur
Hvað þarf til að rétta hlut kvenna?
Eszter Tóth, í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna
Friður og jafnrétti á heimilum.
Halldóra Malín Pétursdóttir, leikona - atriði úr einleiknum "Power of Love".
Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalags Íslands.
Jöfnun tækifæra.
Gunnar Hersveinn, heimspekingur
Friðarmenning.
Tónlist: Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari.
María Kristjánsdóttir, leikstjóri
Frelsi til að vera fátækur.
Pálína Björk Matthíasdóttir
Starf Grameen bankans í þágu fátækra kvenna.
Ljóðlaestur: Guðrún Hannesdóttir, handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör 2007.
María S. Gunnarsdóttir, form. Menningar- og friðarsamtaka MFÍK
Jöfnuður- jafnrétti - jafnræði.
Ragnhildur Kjeld (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 21:24
Ég á svolítið erfitt með að átta mig á hvor stjórnarflokkurinn er meiri skúrkur í þessu máli:
Framsókn (þ.á.m. Siv) fyrir að reyna að blása þetta mál upp núna rétt fyrir kosningar og eiga séns á nokkrum atkvæðum út á það. Hvers vegna ekki að berjast fyrir þessu inni í stjórnarskrárnefnd?
Eða Sjálfstæðisflokkurinn (þ.á.m. Sigurður Kári) fyrir að reyna að koma sér hjá því að standa við stjórnarsáttmálann, fyrir að bregðast svona við orðum Sivjar og fyrir að lýsa því yfir að hún ætti að segja af sér.
Auður Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.