4.3.2007 | 12:16
Það sem kom EKKI á óvart í fréttum síðastliðinnar viku
Eftir Höllu B. Þorkelsson
Það kom ekki á óvart að fresta eigi frístundavistun fatlaðra barna í 5. til 10. bekk fram til næsta hausts. Það kom heldur ekki á óvart að aðeins einn blindrakennari er starfandi hér á landi.
Það kom sannarlega ekki á óvart að foreldrar blindra/sjónskertra barna flytji nauðug úr landi svo börn þeirra fái þá kennslu sem þeim ber samkvæmt grunnskólalögum.
Það kom alls ekki á óvart að baráttan fyrir þekkingarmiðstöð á Sjónstöð Íslands skuli enn vera í startholunum eftir 10 ára veru á byrjunarreit. Það kom innilega ekki á óvart að umsóknum um táknmálstúlkun var hafnað vegna fjárskorts Samskiptamiðstöðvarinnar.
Þess vegna kom ekki á óvart að heyrnarlausri konu var synjað um tveggja daga túlkun á námskeiði í skyndihjálp. Þó var henni á endanum boðið að vera annan daginn af tveimur.
Það kom því miður ekki á óvart að hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er ekki boðið upp á rittúlkun.
Það kom fátt á óvart við lestur viðtals við tvær mæður fatlaðra barna. Önnur þeirra lét í ljós vonbrigði með grunnskólann en barnið hennar passaði ekki inn í þann skóla og fundu forráðamenn skólans allt því til foráttu að barnið stundaði nám í skólanum, sem var þó hverfisskóli barnsins.
Hin móðirin sagði neyðarástand ríkja í málefnum einhverfra barna, unglinga og fullorðinna.
Allar þessar fréttir komu mér ekki á óvart í síðustu viku. Það er skömm fyrir þjóð sem er meðal ríkustu þjóða heims. Potturinn er ekki bara brotinn í réttindamálum fatlaðra, hann er mölbrotinn. Mál sem þarfnast úrlausnar flakka stefnulaust á milli félags- heilbrigðis-og menntamálaráðuneytis. Stefnan er ómarkviss og flækjustigið mikið fyrir fatlaða íbúa landsins, sem og aðstandendur þeirra.
Jafnrétti fatlaðra til náms er fyrir borð borið og það á jafnt við um börn og fullorðna. Á þessu verður að taka af einurð og festu þeirra sem þora, vilja og geta.
Hverjum er betur treystandi til þess en Samfylkingunni? Kyndilbera jafnréttis og jafnaðar?
Halla vinnur á skrifstofu, er heyrnarskert og á börn með fatlanir. Hún hefur mikinn áhuga á réttinda- og menntamálum fatlaðra og er í stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er innilega sammála. Það er hneyksli að þessi ríka og feita þjóð skuli ekki geta staðið almennilega að þessum málum.
Ég þekki þig ekki en mér sýnist þú vera tengd Samfylkingunni. Hvaða ástæðu höfum við óbreyttir kjósendur til þess að trúa því að Samfylkingin standi sig betur í þessum málaflokki en R-listinn á sínum tíma.
Bestu kveðjur. Þorsteinn.
Þorsteinn Guðmundsson, 4.3.2007 kl. 18:14
Takk Halla fyrir frábæra grein! Langar til að svara Þorsteini þar sem ég veit að Samfylkingin vill gera stórátak í velferðar- og menntunarmálum hjá ríkinu eins og hún vann að í Reykjavíkurlistanum. Það varð bylting undir stjórn Reykjavíkurlistans´í allri félagslegri þjónustu og grunnskólinn dafnaði og hefur smá saman farið að mæta betur einstaklingsmiðuðum þörfum. Því miður fóru málefni fatlaðra ekki til sveitarfélaganna á þessum tíma, því þá hefði Reykjavíkurlistinn getað sannað sig á þeim vettvangi. En sjálfsagt má gagnrýna að ekki hafi verið gengið enn lengra, en við gengum þó mun lengra en flestir þorðu að trúa í byrjun.
Samfylkingin er traustsins verð í þessum málaflokkum - þess vegna styð ég Samfylkinguna. Björk
Björk Vilhelmsdóttir, 4.3.2007 kl. 21:50
Þakka þér fyrir greinargott svar Björk. Já, það var margt gott gert í þessum málum á tímum R-listans en mér finnst nú að það hafi vantað herslumuninn á. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þó að Dagur Eggertsson sé fínn maður þá hefði farið betur á því að Steinunn Óskarsdóttir stýrði skipinu áfram. Hún var á góðri leið og sýndi sjaldgæfan kjark þegar hún hækkaði launin leikskólakennara og fékk lítinn sem engan stuðning til þess.
Það eru frábærar fréttir að Samfylkingin ætli að gera þessi mál að kosningarmáli núna. Það þarf virkilega að laga mikið til í þessum málaflokki eins og þú nefnir. Ég get bætt við listann hennar Höllu að Greiningarstöð ríkisins er í þvílíku fjársvelti að fötluð börn þurfa að bíða árum saman eftir þjónustu þar. Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur.
Ég kem til með að ákveða hvar mitt atkvæði fellur þegar ég geng inn í kjörklefann en ef Samfylkingarfólk talar á þessum nótum sem þú gerir hérna þá vegur það þungt á vogarskálunum hjá mér.
Takk fyrir mig.
Þorsteinn Guðmundsson, 4.3.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.