2.3.2007 | 23:44
CV Samfylkingar í jafnréttismálum
Eftir Katrínu Júlíusdóttur, þingkonu.
Samfylkingin er sá stjórnmálaflokkur sem hefur mest látið til sín taka í kvenfrelsis- og jafnréttismálum á Íslandi. Fyrir því mun ég færa rök í pistli mínum. Það kemur ekki á óvart þar sem ein af stoðum flokksins er kvenfrelsið. Það kemur ekki á óvart þar sem saga Kvennalistans er saga Samfylkingarinnar. Saga Alþýðuflokkskvenna er saga Samfylkingarinnar. Saga Sellanna í Alþýðubandalaginu er saga Samfylkingarinnar.
Ég tók saman afrekalista; þingmál sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á þessu kjörtímabili. Listinn er örugglega ekki tæmandi. En okkar fólk hefur sannarlega haldið jafnréttis- og kvenfrelsismerkjum á lofti í sölum Alþingis.
Fyrst vil ég nefna þingsályktunartillögu Jóhönnu Sigurðardóttur um framkvæmdaáætlanir um launajafnrétti kynjanna. Jóhanna hefur líka lagt fram áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára og hluti þeirrar tillögu rataði inn í jafnréttisáætlun sem samþykkt var í þinginu, í þverpólitískri samstöðu.
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur lagt fram þingsályktunartillögu um skipan nefndar sem móti stefnu á sviði þróunarsamvinnu Íslands við önnur ríki. Í þeirri tillögu segir að unnið skuli að jafnrétti kynjanna og frumkvæðisréttur kvenna styrktur. Þórunn lagði líka fram á kjörtímabilinu þingsályktunartillögu um að ráðist yrði í gerð námsefnis um hlutskipti kvenna um víða veröld.
Ingibjörg Sólrún hefur lagt fram mikilvægar tillögur á þingi. Má þar nefna þingsályktunartillögu um samþættingu kynja og jafnréttissjónarmiða allri stefnumótun og starfi ríkisstjórnarinnar. Og að forsætisráðuneytinu yrði falin ábyrgð á jafnréttismálum.
Frumvarp Ingibjargar Sólrúnar um afnám launaleyndar er eitt það eftirtektaverðasta að mínu mati, hún setti þau mál rækilega á dagskrá í íslenskum stjórnmálum.
Jóhanna hefur líka lagt fram frumvarp á þingi um að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála verði bindandi. Margrét Frímannsdóttir hefur lagt fram á þingi þingsályktunartillögu um fullgildingu samnings Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali.
Ég sjálf hef lagt fram frumvörp um breytingar á fæðingarorlofslögunum og lagt fram fjölda fyrirspurna um mögulega lengingu þess og bent á annmarka í lögunum sem hamla því að markmið þess aukin samvera barna við báða foreldra og launajafnrétti kynjanna - geti orðið að veruleika.
Ágúst Ólafur hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem kveðið er á um að tekið verði fastar á heimilisofbeldi.
Við höfum verið dugleg að spyrjast fyrir og leggja fram þingmál sem snerta ofbeldi gagnvart konum og börnum. Þar eru fremst meðal jafningja Ágúst Ólafur, Guðrún Ögmundsdóttir og Margrét Frímannsdóttir.
Þá er fjöldinn allur af fyrirspurnum til ráðherra í feminískum anda sem okkar fólk í þinginu hefur lagt fram.
Anna Kristín hefur verið dugleg að spyrja um t.d. lánatrygginasjóð kvenna sem og atvinnumál kvenna um land allt. Þá hefur hún velgt landbúnaðarráðherra verulega undir uggum með spurningum um jafnréttisáætlun og kynjaskiptingu við skipan í stöður á vegum ráðuneytisins og undirstofnana þess.
Ásta Ragnheiður hefur lagt fyrir ráðherra fyrirspurnir um skiptingu starfslokasamninga hins opinbera milli karla og kvenna. Ásta hefur líka spurt um miðstöð mæðraverndar. Þá hefur Ásta spurt heilbrigðisráðherra um viðbrögð í heilbrigðiskerfinu vegna umskorinna kvenna.
Margrét Frímannsdóttir hefur spurt um stuðning við konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein. Og konur sem afplána dóma. Guðrún hefur einnig spurt um stöðu kvenna í fangelsum.
Jóhanna hefur spurt um skoðun viðskiptaráðherra á því að sett verði lög um tiltekið lágmarkshlutfall af hvoru kyni í stjórnir hlutafélaga, hún hefur spurt um aðstæður heimilislausra kvenna í Konukoti, atvinnuleysi kvenna og launajafnrétti hjá hinu opinbera.
Ágúst Ólafur spurði ekki fyrir löngu um MFS eininguna á kvennadeildinni og mótmælti kröftuglega niðurlagningu hennar og Þórunn hefur spurt um hlutföll kynja í íslensku friðargæslunni.
Við höfum verið dugleg í stjórnarandstöðu. Það er kominn tími til að skipta um og leyfa öðrum að spreyta sig í því hlutverki. Við höfum verk að vinna í ríkisstjórn.
Kata er orðin óþreyjufull að láta hendur standa fram úr ermum í alvöru, femínískri ríkisstjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.3.2007 kl. 16:24 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleymdu ekki hversvegna VG varð til, Steingrímur féll fyrir konu og Ögmundur óháði fór í humáttina. Hversvegna er kona ekki formaður VG?
Hversvegna er kona ekki formaður í BSRB það eru líklaga mun fleiri konur í þeim samtökum en Karlmenn ?
Þetta heitir karlremba og unga gávaða fólkið í VG hleypur yfir fortíðina í skjóli karla með sögu og fortíð. Gvöð vita þau ekki af þessu? Erta svona slæmt?
gufa, 3.3.2007 kl. 16:25
Það er ekki bara Strúturinn sem stingur höfðinu ofan í sandinn
Palli Jóh (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 10:45
Já, eg vil sjá nýjan Kvennalista...þetta gengur ekki svona lengur herramenn!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.3.2007 kl. 14:31
Umhugsunarvert að málin sem þú telur upp eru flutt af konum, eina undantekningin er Ágúst Ólafur. Er hann kannski eini karl-feministinn í þingflokknum? Hvert stefnir flokkurinn eftir næstu kosningar, hversu margar konur verða þá í þessu þingflokki? Ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn verða þá karlarnir sem leiða listana (alla nema einn) látnir víkja til að flokkurinn skipi álíka margar konur og karla til setu í ríkisstjórn? Flótta kvenna frá flokknum þarf að skoða í ljósi þess hvernig listar eru í boði.
Kristín Sigursveins (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.