Stofnanavæðing grasrótar

Eftir Huldu Björgu Sigurðardóttur

Fyrir nokkru hlýddi ég á fyrirlestur Þorgerðar Einarsdóttur, dósents í kynjafræði við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn var haldinn í tilefni tíu ára afmælis kvenna- og kynjafræðináms við Háskóla Íslands. Ég var svo lánsöm að vera í námi í Háskólanum þegar Kynjafræðin/Kvennafræðin var stofnuð sem námsgrein á vegum þáverandi heimspekideildar og félagsvísindadeildar. Ég get ekki lýst því hvernig það var að upplifa námið öðru vísi en svo að það var eins og að borða hvert eplið á fætur öðru af skilningstrénu.

Þorgerður gerði að megininntaki síns fyrirlesturs þá áhættu sem fylgir stofnanavæðingu grasrótarsamtaka; þegar viðurkenndum málstað er fundinn farvegur innan kerfis þar sem hann verður málefni meðal margra annarra. Og ekki bara það hann verður líka háður ákvörðunum og framsetningu aðila sem ekki hafa skilning eða vilja til þess að halda honum á lofti. Málstaðurinn þynnist út og hverfur í hóp málefna sem eru ákvörðuð skyld og tengd.

 Þorgerður tók dæmi af jafnréttisáætlun Háskóla Íslands, orðalagi aðgerðaáætlunar, og ennfremur réttindum og skyldum háskólakennara varðandi námsefnisval. Taldi hún nýlegar breytingar sem orðið höfðu á framsetningu í báðum tilfellum ekki til góðs fyrir femíniskar áherslur. Áherslan færðist frá jafngildi í jafnan fjölda af hvoru kyni. Þetta skýrðist betur í umræðum þegar hún svaraði fyrirspurnum gesta.

 Hún útskýrði að höfðatalan segði oft lítið um gildi og viðhorf. Óteljandi dæmi væru um að konur gengju inn í valdastofnanir og félög og tileinkuðu sér þau gildi og viðhorf sem karlahefðin sem fyrir væri hefði mótað.

Stofnanavæðing femínismans er þekkt fyrirbæri og Þorgerður benti á að í öllum hópum, sem ekki byggju við jafnrétti í raun (alla nema hvíta karlinn á valdastólnum) væru konur eða stúlkur helmingur hópsins. Þar af leiðandi þyrfti í öllum hópum að berjast fyrir femínisma, jafngildi kvenna á við karla. Það er því ekki raunhæft að gera konur að einum hópi meðal annarra og ætla að beita sömu aðferðum í jafngildis- og jafnréttisbaráttu þeirra.

En rektor Háskóla Íslands benti á, á fundinum, að margt jákvætt hefur gerst í jafnréttismálum innan skólans.

 Hulda Björg er 62 ára Kópavogsbúi og lyfjafræðingur. Hún starfar með lýðræðishópi Framtíðarlandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er merkilegt efni sem hér er fjallað um og væri áhugavert að heira fleiri dæmi sem rökstyðja kenningu Þorgerðar.

Svona í fljótu bragði, hafa þá grasrótarfélög/samtök minna vægi heldur en formleg samtök  eftir að þau verða stofnanavædd? Eða er þetta kannski meðvituð og ómeðvituð leið til bælingar á annars góðum áformum?

Edda Agnarsdóttir, 1.3.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband