Uppskrift að kvendoktor: 2000 grunnskólastelpur... slatti af viðhorfsbreytingu...

Eftir Oddnýju Sturludóttur

Vísindasagnfræðingurinn Londa Schiebinger telur brottfall stúlkna úr raunvísindanámi svo mikið að það þarf 2000 grunnskólastelpur til þess að búa til einn kvendoktor í raunvísindum.

Sambærileg tala hjá strákum er 400.

Þetta kemur fram í stórgóðri grein Þorgerðar Einarsdóttur í Fréttablaðinu í dag. Í greininni er tæpt á raungreinafælni, námskrá framhaldsskólans og trénuðum klisjum um ,,vísindamanninn" sem lítil börn hafa nær öll þá skoðun á að sé roskinn, úfinn og hvítur karlmaður, viðutan sérvitringur sem vinnur mikið og þvær aldrei sín eigin sokkaplögg.

Ég mæli með grein Þorgerðar. Fantagóð lesning.

Oddný Sturludóttir er borgarfulltrúi og frábær píanókennari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband